Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 23.07.2014, Síða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 23.07.2014, Síða 13
° ° 13Eyjafréttir / Miðvikudagur 23. júlí 2014 Eyjamenn unnu 2. flokkinn með sannfærandi hætti Íslandsmót kylfinga 35 ára og eldri: Íslandsmót kylfinga, 35 ára og eldri, fór fram í Vestmannaeyjum um helgina. Þessu móti var komið á laggirnar fyrir nokkrum árum þegar þátttaka í sjálft Íslandsmótið var takmörkuð við forgjafarlægstu kylfingana. Þar með var fjöldi góðra kylfinga útilokaður frá þátttöku í Íslandsmóti og því var efnt til þessa móts. Alls skráðu sig 105 kylfingar til keppni að þessu sinni og af þeim luku 87 leik. Keppt var í þremur forgjafarflokkum karla og kvenna og áttu Eyjamenn 16 fulltrúa í þessu móti. Veður gerði bæði mótshöld- urum og kylfingum lífið fremur leitt þá þrjá daga sem mótið stóð yfir. Að vísu var hið ágætasta veður fyrsta keppnisdaginn, fimmtudag, en svo tóku bæði vindur, regn og þoka yfir á föstudag og laugardag, þannig að fresta varð leik báða dagana en tókst þó að ljúka keppni á laugar- dag. Keppt var í þremur forgjafar- flokkum karla og kvenna, eins og fyrr segir, og átti GV fulltrúa í öllum þeim flokkum nema einum. Sigurvegarar urðu þessir: 1. flokkur karla (forgjöf -8) 1. Tryggvi V. Traustas. GSE 215 högg Eyjamaðurinn Rúnar Þór Karlsson var í þriðja sæti fyrir lokadaginn en náði ekki að sýna sínar bestu hliðar og hafnaði í 8. sæti. 1. flokkur kvenna (forgjöf -10) 1. Ragnhildur Sigurðard. GR 220 högg Aðeins þrjár konur voru í þessum flokki og Ragnhildur, margfaldur Íslandsmeistari fyrri ára, sigraði næsta örugglega. 2. flokkur karla (forgjöf 8,1 – 16) 1. Helgi Sigurðsson GV 228 högg 2. Huginn Helgason GV 237 högg 3. Eyþór Harðarson GV 243 högg Þetta var flokkur Eyjamanna sem hirtu öll verðlaunin og voru vel að þeim komnir. Fleiri Eyjamenn náðu þarna góðum árangri, t.d. var Arnsteinn Ingi Jóhannesson í 7. sæti. 2. flokkur kvenna (forg 10,1 – 20) 1. Margrét Sigmundsd. GK 267 h. 2. Sara Jóhannsdóttir GV 270 högg 3. Katrín Harðardóttir GV 288 högg Eyjakonur stóðu sig mætavel í þessum flokki, nýkrýndur Vest- mannaeyjameistari í 2. sæti. 3. flokkur karla (forgj. 16,1 – 36) 1. Halldór K. Baldursson GR 249 h. 3. Viðar Elíasson GV 274 högg Viðar náði að tryggja sér þriðja sætið í þessum flokki með góðri spilamennsku alla dagana. Þá náðu þeir Sigursveinn Þórðarson og Kristófer H. Helgason, báðir frá GV, einnig góðum árangri í þessum flokki, urðu jafnir í 5. til 6. sæti. 3. flokkur kvenna (forg 20,1 – 36) 1. Rut Aðalsteinsdóttir GR 297 h. Eyjakonan Alda Harðardóttir, sem spilar með GKG, varð í 4. sæti og Guðmunda Bjarnadóttir GV í 5. sæti. Mótsnefnd þessa Íslandsmóts skipuðu þeir Hörður Óskarsson, Jón Árni Ólafsson og Gunnar Geir Gústafsson og þóttu þeir skila sínu hlutverki vel í erfiðum aðstæðum, þar sem nokkrum sinnum varð að fresta leik vegna erfiðra aðstæðna á vellinum. Þá þóttu vallarstarfsmenn GV standa sig með mikilli prýði. SIGurGEIr JÓnSSon sigurge@internet.is Mig langar með skrifum mínum í þetta sinn að vekja athygli á stöðu fatlaðra og þá sérstaklega á stöðu geðfatlaðra í okkar samfélagi. Í minni nánustu fjölskyldu er ungur maður sem hefur í mörg ár glímt við geðfötlun. Það hefur oft valdið mér heilabrotum hvernig tekið hefur verið á hans málum og stundum hefur mér fundist að meðferðin á þeim jaðri við mannréttindabrot. Hann hefur búið á efstu hæð í blokk hér í bæ og ég veit vel að stundum hefur hann verið með hávaða og læti í stigaganginum og í íbúðinni sinni. Þessi læti tengjast geðfötlun hans. Nú er svo komið að íbúar í stigaganginum fóru fram á að hann yrði látinn fara úr blokkinni sem hann býr í. Það var samþykkt á húsfundi og hann látinn fara fyrirvaralaust, en samt látinn borga leigu í einn mánuð í viðbót undir húsgögnin sín. Það voru engin úrræði í boði fyrir hann svo að það var annaðhvort gatan eða að flytja heim til foreldra sinna. Hvern langar að búa heima hjá mömmu og pabba eftir að hafa verið í sjálfstæðri búsetu í fjölda ára, og hvað þá þegar maður er orðinn 34 ára. Það eru engin úrræði til staðar, ekkert pláss á sambýlinu og enginn vill fá hann í stigagang- inn sinn sökum geðfötlunar hans. Hvað á að gera við þá sem passa ekki inn í normið? Hverjum tilheyra þeir sem eru öðruvísi? Hvar eru lausnir og hver eru mannréttindi þeirra sem eru fyrir utan kassann? Við getum verið alveg viss um að málið leysist ekki með því að benda hvert á annað og láta sem okkur komi þetta ekki við. Við erum öll íbúar í þessum bæ og þurfum að sýna umburðarlyndi og reyna að greiða götu þeirra sem minna mega sín. Við þurfum öll að tilheyra einhverjum stað, og við þurfum öll að búa einhvers staðar. Úrræðin eru fá en það breytir því ekki að það þarf að finna lausnir á þeim málum sem upp koma. Mér hefur fundist þessi málaflokkur vera utangarðs í umræðunni og þau sem hann til- heyrir bendi hvert á annað í full- komnu skilningsleysi á aðstæðum þess sem á í hlut. Það þarf að leysa þessi mál núna, ekki í næstu viku og ekki eftir tvö ár heldur nú í dag. Hvað eigum við að gera við fólk eins og frænda minn, peningar virðast ekki vera fyrirstaðan heldur að finna búsetu þar sem hann má vera með öllum sínum kostum og göllum án þess að styggja neinn. Við getum að minnsta kosti ekki látið hann búa áfram heima hjá mömmu og pabba á meðan hann týnist í kerfinu? Það er engin lausn, er það? Ég er ekki að leita að sökudólg, en ég er að reyna að vekja fólk til umhugsunar um málefni geðfatl- aðra í okkar litla samfélagi. Þeir eru kannski ekki svo margir en þeir hljóta að eiga sinn rétt og þetta kemur okkur öllum við. Nú er búið að byggja þetta frábæra safn Eldheima sem ég verð að segja að var alveg frábært framtak, en mér finnst að nú hljóti að vera tímabært að huga að aðbúnaði fatlaðra, hreyfihamlaðra og geðfatlaðra. Það vantar úrræði fyrir þau núna og ég vona að Eyjamenn vakni til meðvitundar um það sem allra fyrst. Það er erfitt að eignast fatlað barn, en fatlaðir verða líka fullorðnir og það kemur sá tími að þeir vilja fljúga úr hreiðrinu eins og aðrir og þá verður að vera til einhver staður fyrir þá. Staður þar sem þeir geta búið og kallað heimili sitt með öllu sem því fylgir. Húsnæðisvandi þeirra sem þurfa aðstoð er verulegur og lausnirnar virðast því miður ekki vera í sjónmáli, en við getum ekki beðið, því mál eins og hjá frænda mínum, það þolir enga bið. Verum góð hvert við annað og sýnum öllu fólki umburðarlyndi og þá virðingu sem það á skilið. Við erum ekki öll eins og þarfir okkar misjafnar. Farið vel með ykkur. kristín valtýsdóttir Nú er búið að byggja þetta frábæra safn Eldheima sem ég verð að segja að var alveg frábært framtak, en mér finnst að nú hljóti að vera tímabært að huga að aðbúnaði fatlaðra, hreyfihamlaðra og geðfatlaðra. Það vantar úrræði fyrir þau núna og ég vona að Eyjamenn vakni til meðvitundar um það sem allra fyrst. ” Allir þurfa að búa einhvers staðar :: En ef þú ert ekki í lagi, þá vinsamlega ekki nálægt mér! Eftir hádegi síðastliðinn laugardag var lögreglu tilkynnt um að bifreið hefði verið stolið og talið að henni hafi verið stolið eftir klukkan 1:00 aðfaranótt laugardags. Bifreiðin fannst síðdegis sama dag, neðst á Brimhólabraut. Var hún óskemmd og engu hafði verið stolið úr henni en greinilegt að henni hafði verið ekið töluvert um nóttina þar sem grynnkað hafði á eldsneytistanki hennar. Um er að ræða gráa Toyotu Corolla og eru þeir, sem einhverjar upplýsingar hafa um hver eða hverjir voru á bifreiðinni þessa umræddu nótt, beðnir um að hafa samband við lögreglu. Lögregla: Bíl stolið og óskað eftir upp- lýsingum Tvö fíkni- efnamál Tvö fíkniefnamál komu upp í vikunni, og var í öðru tilvikinu um að ræða lítils háttar af kannabis- efnum sem fundust á farþega sem var að koma með Herjólfi til Vestmannaeyja þann 15. júlí sl. Í hinu tilvikinu var um að ræða haldlagningu á nokkrum grömmum af kannabisefnum eftir húsleit í íbúðarhúsi hér í bæ síðdegis á föstu- daginn. Teljast málin að mestu upplýst en í báðum tilvikum kváðust þeir aðilar, sem þarna komu við sögu, vera eigendur efnanna og ætluðu þau til eigin nota. Einn ökumaður var stöðvaður í vikunni vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og þá var ökumaður stöðvaður um liðna helgi grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Prufuútsendingar Gufunnar FM 104,7 eru hafnar en útsendingar hefjast formlega fimmtudaginn 24. júlí. Sem fyrr mun Gufan hita upp fyrir Þjóðhátíð í Eyjum með tónlist, fréttum og spjalli um allt sem viðkemur hátíðinni. Að þessu sinni verður enn meira fjör á Gufufólki í tilefni þess að 25 ár eru liðin frá fyrstu útsendingum stöðvarinnar auk þess sem 140 ár eru liðin frá því að þjóðhátíð var fyrst haldin í Eyjum. Hópurinn, sem stendur að baki Gufunni, er skipaður gömlum reynsluboltum sem tóku þátt í þjóðhátíðarútvarpinu á upphafs- árum þess og yngri útvarpsmönnum sem hafa komið að rekstri stöðvar- innar frá því að hún var endurvakin fyrir fimm árum. Útsendingar Gufunnar á FM 104,7 nást í Eyjum og Landeyja- höfn. Einnig má hlusta á netinu um streymisþjónustu Hringiðunnar (mms://media.vortex.is/gufan). Hægt er að hafa samband við Gufuna á Facebook síðu Gufunnar (https://www.facebook.com/ gufanfm), um tölvupóstinn gufan@ gufan.is eða í símann 481-3443. Gufan í loftið á morgun Efstu þrír í 2. flokki eru allir félagar í Golfklúbbi Vestmannaeyja. Frá vinstri: Huginn Helgason, 2. sæti, Helgi Sigurðsson, 1. sæti og Eyþór Harðarson, 3. sæti.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.