Fréttir - Eyjafréttir - 23.07.2014, Síða 11
°
°
11Eyjafréttir / Miðvikudagur 23. júlí 2014
Kristinn Pálsson kemur víða við :: Huggulegar fréttir á Okkar Heimaey
:: Þjóðsagan um Búkollu á Ráðhúströð :: Merkingar á gangstéttum:
Fyllir upp í gat í frétta-
mennskunni
:: Vill vekja Eyjamenn til umhugsunar um ásýnd og útlit sveitarfélagsins
SÓlEy D. GuðBJörnSDÓTTIr
frettir@eyjafrettir.is
Hjá umhverfis- og framkvæmda-
sviði bæjarins er ungur maður
að vinna í sumar, Kristinn
Pálsson sem hefur mörg járn í
eldinum. Ástæðuna fyrir því að
Kristinn fór að vinna hjá bænum
segir hann vera sökum áhuga
og þeirrar tengingar sem starfið
hefur við nám hans. Hann
kynntist þó örlítið framkvæmda-
sviðinu í fyrrasumar en hann átti
hugmyndina að lokuninni við
Ráðhúströð.
„Það átti að loka götunni og breyta
henni í botnlanga og fékk ég því
beiðni um að koma með sniðuga og
smekklega lausn á því. Þá kom upp
sú hugmynd hjá mér að gera stóran
stein sem að tengdist hinni íslensku
þjóðsögu um kúna Búkollu. Þannig
að við gátum tengt lokunina
Sagnheimum, þá aðallega bókasafn-
inu og sagnaarfi þess.“
Sagan um Búkollu tengist lestri
bóka og á að vekja áhuga yngstu
kynslóðarinnar á sögunni. „Krakk-
arnir allavega elska að skríða í
gegnum gatið,“ segir Kristinn.
Steinninn sjálfur er fjallið í
sögunni og síðasta hindrunin sem
tröllin komast ekki framhjá. Í
gegnum gatið komast því ekki
bílarnir sem eiga nú að tákna
tröllskessurnar sem ekki lengur aka
um þessa götu. Þetta heppnaðist
rosalega vel en verkefnið kláraðist í
sumar með sögustund fyrir
leikskólakrakkana. Þetta vakti
áhuga Kristins á fleiri verkefnum í
þágu sveitarfélagsins. Þetta hefði þó
aldrei gengið hefði ekki verið fyrir
Steinþór sem reddaði grjótinu,
eftirfylgni Óla Snorra og þáttöku
Fidda Palla. „Þannig að í kjölfarið
sótti ég bara um vinnu hjá bænum
upp á að geta gert meira svona
skemmtilegt og að geta komist í
vinnu sem tengist mínu námi,
tölvuteikningum, gerð kortagrunna,
mælingum og fleira. Svo nú er ég
hér.“
Gat í fréttamennskunni
Kristinn heldur úti facebook síðunni
Okkar Heimaey og segir hann að
markmiðið hafi alls ekki verið að
hann yrði í einhverju forsvari
síðunnar og hafði hann ekki ætlað
sér neina auka athygli sökum
hennar. Hún hafi heldur sprottið
upp vegna áhuga hans á að birta
myndir og fróðleik af framkvæmd-
um og skemmtilegum hlutum sem
eru að gerast innan bæjarlífsins.
„Það hefur verið mjög mikil
uppbygging á seinustu árum hér í
Eyjum sem gaman er að fjalla um.
Mig langaði líka að hjálpa til við að
svara spurningum fólks ef ein-
hverjar væru. Oft verður fólk
nefnilega ekki vart við það sem er
að gerast í bænum og oftar en ekki
er fyrr bent á það sem miður fer eða
á eftir að gera en að taka eftir því
sem er í gangi hverju sinni.
Markmiðið er einnig að vekja
Eyjamenn til umhugsunar um ásýnd
og útlit sveitarfélagsins því við
erum að verða mikill viðkomu-
staður ferðamanna og þá skiptir
máli að bærinn sýni af sér þokka
hvort sem um ræðir einkafyrirtæki,
sveitarfélagið sjálft eða heimili
Eyjamanna. Í sameiningu getum við
hugsað betur um umhverfið og þar
með verður sveitarfélagið í heild
sinni fallegra ásýndar.“
Sýna neikvætt í jákvæðu ljósi
Kristinn reynir að byggja á
heimildum og þeim ábendingum
sem hann fær en byggir síðuna mest
á myndum. Hann vill sýna neikvætt
í jákvæðu ljósi með því að horfa á
hlutina hlutlaust. „Það virðist vera
gat í þessari tegund fréttamennsku
þó svo að hún virðist ekki vera
merkileg þá er þetta eitthvað sem
fólk hefur áhuga á að fylgjast með.
Fólk skrifar að minnsta kosti um
þessi málefni reglulega á sínar eigin
facebook síður. Svo er líka gaman
að sjá hvað brottfluttir Eyjamenn
fylgjast vel með sínum heimabæ og
hafa áhuga á að sjá hvað er að
gerast á æskuslóðunum.“
Ástæðuna fyrir því að hann vildi
ekki gera þetta undir nafni Vest-
mannaeyjabæjar, var sú að hann
vildi leyfa fólki að upplifa sig sem
þátttakendur. Þannig að þetta væri
ekki bara einhver einn ráðandi aðili
að segja frá heldur maður á mann
tenging, persónulegra flæði og því
er facebook góður miðill til þess.
Áhugi Kristins á þessum málefnum
byggir að mörgu leyti á náminu sem
hann stundar, arkitektúr innan
hönnunardeildar Listaháskóla
Íslands. „Þar hefur maður fylgst
mikið með framkvæmdum og þar
lærir maður að góðir hlutir gerast
hægt. Í vinnunni fæ ég hin ýmsu
verkefni í hendurnar og er sendur í
það sem þarf, mörg skemmtileg
verkefni og ég hoppa á milli þess
sem þarf að gera. Ég var líka
skipaður í eina nefnd, ásamt Hjalta
Enok og Margréti Rós, að skipu-
leggja menningarviðburði sumars-
ins, og við skipulögðum bæði 17.
júní og goslokahátíðina. Samstarfið
heppnaðist vel og við vorum ánægð
með árangurinn.“ En eins og allir
Eyjamenn hafa tekið eftir heppnuð-
ust þessir tveir viðburðir mjög vel.
Engan brussuskap
Eflaust hafa margir tekið eftir
merkingunum á gangstéttum
bæjarins í alls kyns litum, en þetta
eru merki sem Kristinn hefur unnið
að til að benda á staðsetningu safna
og áhugaverða staði fyrir ferðamenn
að skoða hér í bæ. Þetta vill hann
vinna inn í nýtt göngukort af
eyjunni. „Við ákváðum að taka í
gegn leiðakerfi fyrir ferðamenn,
bæta úr merkingum er varða
þjónustu sveitarfélagsins. Þetta
kemur upphaflega frá því að ég
vann í Upplýsingamiðstöðinni en
þar sáum við vandamál þessu tengd
og hugmyndin sem við byggðum á
kom frá Erlu, verslunarstjóra
Eymundsson, hún kynntist þessu í
Boston, þar sem svona göngulínur
eru málaðar. Þetta tókum við hingað
og blönduðum þessu svolítið saman
við metro kerfið í London,
sérstaklega hvað kortið varðar,
höfðum það einfalt og skilvirkt.
þannig að fólk átti sig á því að það
þarf einfaldlega bara að elta
hellurnar án þess að þurfa að taka
aðrar ákvarðanir.
Þó þetta sé einföld og smekkleg
leið til merkinga þá eru þetta
gangstéttir okkar Eyjamanna, ekki
eingöngu farvegur fyrir ferðamenn.
Því vildum við ekki að þetta yrði of
áberandi.“
Kristinn segir það rosalega gaman
að fá að annast verkefnið alveg frá
upphafi, vinna rannsóknarvinnuna
óbeint þrjú árin áður, vera síðan
með í hugmyndavinnu, útfærslu,
hönnun og framkvæmd og síðast en
ekki síst að sjá afraksturinn.
„Framkvæmdin hefur reyndar tafist
aðeins því við fáum svo fáa heila
þurra daga, það þýðir ekkert að gera
þetta í bleytu.“
Vegna nákvæmnisáráttu hefur
Kristinn gert þetta sjálfur því hann
vill engan brussuskap í kringum
þetta. „Þetta verður að vera alveg
tipp topp,“ segir Kristinn og hlær en
hann er einnig skopteiknari hjá
Mogganum og kann því vel til
verka og vonast til að þetta klárist á
næstunni.
Nýtt snjallsímaforrit
Kristinn segir að það sé mikilvægt
að einfalda alla leiðsögn ferða-
manna. Þetta vill hann gera með
nýju korti sem verið er að leggja
lokahönd á er tengist téðu verkefni.
Kortið er einfalt í notkun og ódýrt í
prentun. Í tengslum við kortaverk-
efnin og nýju hljóðleiðsögnina í
Eldheimum þá er næsta verkefni
sveitarfélagsins að gefa út snjall-
símaforrit (app) sem inniheldur kort
af bænum sem merkir inn alla
þjónustu sveitarfélagsins eins og
söfn, tjaldsvæði og fleira. „Útfærsl-
an kemur frá Leifi hjá hugbúnaðar-
fyrirtækinu Locatify, hann leggur
þetta til og setur upp en við sjáum
um alla gagnaöflun og ákveðum
hlutverk forritsins. Rut Haralds og
Óli Snorra hjá bænum hafa hrint
þessu í framkvæmd á mjög
skömmum tíma að það er heiður að
fá að vera með í þessu og vonumst
við til að setja í gang prufuútgáfu
núna á síðustu mánuðum ferða-
mannatímabilsins, þannig að okkur
takist að fá einhverja reynslu á
þetta. Markmiðið er einnig að gefa
öllum einkaaðilum tækifæri á að
vera með því við viljum auðvitað
auglýsa alla þjónustu sem er í boði í
Eyjum, það kemur þó á seinni
stigum. Þetta verður mikil framför í
þjónustu við ferðamenn þar sem
þeir geta fundið sér afþreyingu,
gistiaðstöðu, veitingastaði og aðra
þjónustu í gegnum þetta snjallsíma-
forrit. Það er því allt í gangi hjá
bænum,“ segir Kristinn.
Hótel mamma í sumar
Kristinn segir að það séu spennandi
tímar framundan hjá sér þar sem
hann er að útskrifast næsta vor með
BA í arkitektúr og hefur hann ekki
ákveðið hvað skuli gera eftir það.
Þá er við hæfi að spyrja út í það
hvar hann ætli að eiga heima í fram-
tíðinni? „Ég elska þessa spurn-
ingu,“ segir Kristinn hlæjandi.
„Auðvitað leitar hugurinn alltaf
heim en það mun eflaust margt spila
inn í þessa ákvörðun þegar að henni
kemur, en atvinnumöguleikar skipta
miklu þegar val á búsetu er annars
vegar. Núna er ég þó á hótel
mömmu yfir sumartímann og það er
auðvitað bara lúxus“.
Það lífgar mikið upp á bæjarlífið
að fá svona framtakssaman mann til
verka í sumar en í haust fer Kristinn
aftur upp á meginlandið og heldur
áfram í arkitektúrnum í höfuðborg-
inni. Við óskum honum velfarnaðar
í framtíðinni og vonumst til að sjá
hann aftur í Eyjum eftir námið.Víða á Heimaey má sjá merki eins og þetta sem bendir ferðamönnum í
rétta átt að Skansinum.
Kristinn í gati steinsins á Ráðhúströð. Ekki sat hann þar fastur líkt og tröllskessan í ævintýrinu um Búkollu.