Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 23.07.2014, Blaðsíða 7

Fréttir - Eyjafréttir - 23.07.2014, Blaðsíða 7
° ° 7Eyjafréttir / Miðvikudagur 23. júlí 2014 EFTA :: Magnús Bragason hótelhaldari :: Rós í hnappagat Eyjamanna: Styrkir okkur í markaðs- setningu í framtíðinni :: Fyrst hann tókst svona vel eru okkur allir vegir færir :: Ekki síst þegar við Eyjamenn stöndum saman Magnús Bragason, hótelstjóri og eigandi Hótels Vestmannaeyja segir það mikla viðurkenningu fyrir ferðaþjónustuna í Eyjum að hafa fengið tækifæri til að takast á við jafn stórt verkefni og EFTA-fundurinn er. Hann sé rós í hnappagat Eyjamanna og hafi tekist jafnvel og raunin varð á vegna samstöðu fólks í ferða- þjónustu. Hann segir Martin Eyjólfsson, Malla, eiga heiður skilinn fyrir framgöngu hans í að fundurinn var haldinn hér. „Það var heiður fyrir okkur að fá þetta stóra verkefni að halda ráðherrafund EFTA hér í Vest- mannaeyjum. Við gerðum okkur fulla grein fyrir að kröfurnar voru miklar og gerðum við því eins vel og við gátum til að standa okkur,“ segir Magnús. Á síðasta ári þegar fyrst var rætt um að halda fundinn í Eyjum var ný 24 herbergja álma Hótels Vest- mannaeyja rétt að komast upp úr jörðinni en skilyrðið var að hún yrði tilbúin þegar fundurinn var haldinn. „Sjálfur fór ég að efast þegar seinkun varð á framkvæmdum en allt hafðist þetta með hjálp góðra manna. Nefnd á vegum EFTA kom þrisvar í heimsókn til að skoða aðstæður. Þegar þau komu í annað skiptið leist þeim ekki á blikuna en urðu því ánægðari þegar þau komu í þriðja skiptið og sáu að allt var að verða klárt.“ Magnús segir að ferðaþjónusta í Vestmannaeyjum standi á ákveðn- um tímamótum og EFTA-fundurinn sýni að nú sé hægt að horfa fram á veginn með bjartsýni. „Það er eins og allir séu tilbúnir og ég hlakka til sumarsins 2015. Ekki síst eftir að hafa fengið tækifæri til að takast á við svona stórt verkefni. Þegar er búið að bóka nokkra fundi og ráðstefnur í haust. Má þar nefna ráðstefnu um Surtsey í byrjun október með þátttöku erlendra vísindamanna. EFTA-fundurinn styrkir okkur í markaðssetningu í framtíðinni og fyrst hann tókst svona vel eru okkur allir vegir færir. Ekki síst þegar við Eyjamenn stöndum saman,“ sagði Magnús að endingu. Ómar GarðarSSon omar@eyjafrettir.is Einsi kaldi :: Góð reynsla og prófraun fyrir ferðaþjón- ustu í Eyjum: Flottasta veisla sem haldin hefur verið í Vestmannaeyjum Einar Björn Árnason hefur fyrir löngu stimplað sig inn sem einn af athyglisverðari matreiðslu- meisturum landsins og er þó úr mörgum góðum að velja. Hann sá um veisluna í Eldheimum og galakvöldverðinn í Höllinni og þóttu báðar heppnast mjög vel. Hann segir EFTA-fundinn hafa verið góða reynslu og prófraun fyrir ferðaþjónustuna í Eyjum. „Í Eldheimum vorum við með hlaðborð, smárétti þar sem mestallt hráefnið var sótt í það sem Eyjarnar hafa að bjóða. Í allt níu fiskrétti eins og ég hef reyndar gert mörg undanfarin ár. Viðtökurnar voru hreint ótrúlega góðar og sögðu sumir að þeir hefðu aldrei upplifað annað eins. Það var mikið spjall um allt það sem hér er í boði, góða matsölustaði og kaffihús á hverju horni,“ sagði Einar Björn sem rekur veisluþjónustu í Höllinni og veitingastaðinn Einsa kalda. Einar Björn er sannfærður um að galakvöldverðurinn í Höllinni sé flottasta veisla sem haldin hefur verið í Vestmannaeyjum. „Það er gríðarleg viðurkenning fyrir okkur hvað hún heppnaðist vel. Gestirnir sögðu að hún stæðist það besta sem þeir höfðu kynnst en yrði sú eftirminnilegasta. Er það mikil viðurkenning fyrir mig og mitt starfsfólk,“ sagði Einar sem eins og fleiri hefur fengið þakkarbréf frá Utanríkisráðuneytinu fyrir frammi- stöðuna. „Sigurjón Aðalsteinsson, veitinga- stjóri, var í tvær vikur að undirbúa veisluna, mæla og velja dúka og réttu glösin. Hann stóð sig frábær- lega og tók öllu sem að höndum bar með sinni alkunnu ljúfmennsku og brosi sem allt bræðir,“ sagði Einar Björn, eldhress að endingu. Einar Björn Árnason. Magnús Bragason. EFTA :: Samúel sá um tæknimálin: Erfitt og skemmti- legt og allt gekk að óskum Tölvu- og samskiptakerfi þurfa að vera í góðu lagi á alþjóð- legum fundum eins og ráðherra- fundur EFTA er. Yfirumsjón með þeim var í höndum Samúels Sveins Bjarnasonar. Sagði hann verkefnið hafa verið erfitt en um leið skemmtilegt og allt hafi gengið að óskum. Fundað var uppi í Framhaldsskóla sem að mati gesta hentaði mjög vel. „Ég sá um öll tæknimál, tölvu- og nettengingar sem var þó nokkuð verk. Það þurfti að koma upp öflugra þráðlausu sambandi. Auk þess þurfti að koma fyrir hljóð- nemum og rafmagnsinnstungum við hvert sæti þannig að fólk gæti tengst netinu,“ sagði Samúel. Það kom maður úr Reykjavík með búnaðinn en fundað var í þremur sölum. „Það þurfti líka auka prentara sem urðu að vera nettengd- ir. Þetta var allt í stærri kantinum en svakalega gaman að takast á við. Það kom engin kvörtun og fólkið var ánægt með uppstillinguna í skólanum sem þótti henta mjög vel. Bjartur og skemmtilegur.“ Samúel Sveinn Bjarnason. Bjarni Ólafur Guðmundsson Hall- arbóndi: Stóðum undir vænt- ingum og vel það Bjarni Ólafur Guðmundsson, Hallarbóndi, hafði veg og vanda af að undirbúa veislu í tengslum við EFTA-fundinn í Höllinni sem náði hápunkti í sannkölluðum „galakvöldverði“ seinna kvöldið. Hann segir að allt hafi verið gert til að salurinn yrði sem vistleg- astur og hafi það tekist. En undirbúningur var langur og strangur. „Tvisvar eða þrisvar komu fulltrúar til að taka út húsnæðið og alla aðstöðu, ekki bara í Höllinni, heldur allt annað og gerðu sínar athuga- semdir. Allir brugðust vel við ábendingum. Frá fyrstu heimsókn og fram að ráðstefnunni sjálfri bættist að sjálfsögðu við glæsilegt hótel og nýinnréttaður veitinga- stðaður Einsa kalda og svo Háaloftið uppi í Höll, sem er að festa sig í sessi í rekstrinum hjá okkur,“ segir Bjarni Ólafur og kröfurnar voru miklar. „Við fengum Elínu Magnúsdóttur sem lengi vann á Broadway til að aðstoða okkur við veisluna og í veislunni sjálfri en hún þekkir vel hvernig skal halda veislur þar sem kröfurnar eru miklar. Það varð að hafa alla hluti rétta og Elín hjálpaði okkur mikið og þetta gekk allt saman upp.“ Bjarni Ólafur og fleiri sem stóðu að móttöku gestanna hafa fengið þakkarbréf frá Utanríkisráðuneytinu þar sem þakkað er fyrir hvernig til tókst. „Það var metnaður í gangi og í bréfinu kemur fram að við stóðum undir væntingum og vel það. Allir lögðu sig fram til að mæta kröf- unum sem settar voru fram. Jafnframt skiptir það máli fyrir 4300 manna bæjarfélag, sem á enga Hörpu, að vel takist til í að halda alþjóðlega fundi eins og þennan.“ Þarna segir Bjarni Ólafur að allir í ferðaþjónustunni og bæjarbúar hafi lagt sitt af mörkum til að vel tækist til. „Veðrið hjálpaði líka, að fá að upplifa Vestamannaeyjar í góðu veðri er og verður alltaf einstakt. Þar hafði ferðin út í Elliðaey sitt að segja. Starfsmenn og embættismenn í kringum ráðstefnuna höfðu á orði, að sama hvað hefði komið upp á, alltaf hafi verið brugðist við. Það var strax farið í að redda hlutunum en ekki verið að velta sér upp úr því hvað fengist borgað.“ Allir lögðu sig fram Bjarni Ólafur er sannfærður um að EFTA-ráðstefnan hafi verið góður skóli. „Upplifun gestanna var góð og það lögðu sig allir fram, starfsfólk, bæjarbúar, Sigurjón veitingastjóri, Adda og Maggi á Hótel Vestmannaeyjum og Eld- heimar höfðu líka sitt að segja. Ekki má gleyma að maturinn frá Einari Birni og hans fólki þótti afar vel heppnaður í öllum veislunum og við vitum öll hvað það skiptir miklu máli að vel takist til þar. Þetta var í fyrsta skiptið við gerum þetta en við erum tilbúin í næsta slag.“ „Nú þurfum við í sameiningu að breiða út fagnaðarerindið og ná í fleiri ráðstefnur hingað til Eyja. Sam- eiginlegir hagsmunir eru umtals- verðir. Það er klárt mál að þeir fiska sem róa, í þessu eins og öðru“ segir Bjarni Ólafur að lokum. Bjarni Ólafur Guðmundsson. Úti Elliðaey. Johann-Scnheider Ammann, viðskiptaráðherra Sviss, Norbert Frick, sendiherra og staðgengill utanríkisráðherra Liechten- stein, Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, og Monica Mæland, viðskiptaráðherra Noregs.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.