Fréttir - Eyjafréttir - 23.07.2014, Side 8
°
°
8 Eyjafréttir / Miðvikudagur 23. júlí 2014
:: Viðtal við Karl Gauta, fráfarandi sýslumann og Sigurlaugu :: Barðist fyrir embættið
Einhver leki í pípunum
:: Miðstýring sem gengur út á að stofnanir á höfuðborgarsvæðinu vista verkefni frá lands-
byggðinni :: Svo rembist maður við að berjast gegn þessu :: Uppsker bara slæman orðstír
fyrir :: Best er að halda kjafti og vera þægur :: Hitt er þó miklu skemmtilegra
Karl Gauti Hjaltason var
skipaður sýslumaður í Vest-
mannaeyjum frá 1. júlí 1998.
Kona hans, Sigurlaug Stefáns-
dóttir, hefur kennt við Grunn-
skóla Vestmannaeyja í mörg ár.
Þau eru bæði fædd og uppalin í
Kópavogi og eiga þrjú börn
saman; Alexander f. 1994,
Kristin f. 1997, en dáinn sama ár
og Kristófer f. 1997.
Fjölskyldan mun flytja frá Vest-
mannaeyjum eftir þjóðhátíðina.
Gauti, eins og hann er kallaður af
vinum og vandamönnum er
byrjaður í nýju starfi sem skólastjóri
Lögregluskólans. Þau hyggjast
flytja aftur á æskuslóðirnar í
Kópavoginn. Sigurlaug mun hefja
störf í Vífilstaðaskóla í Garðabæ
(Hjallastefnunni). Blaðamaður náði
tali af skötuhjúunum áður en þau
leggja land undir fót og spurði þau
um tíma sinn hér.
Gaf þessu þrjú til fimm ár
Fyrir 16 árum ákveðið þið að flytja
til Vestmannaeyja þrátt fyrir að
þekkja ekki nokkurn mann hérna,
hvernig kom það til?
Sigurlaug: „Gauti sótti um stöðu
sýslumanns og við ákváðum að
breyta til og þá var ekki aftur snúið.
Þegar þetta gerðist 1998 þá gaf ég
þessu þrjú, hámark fimm ár. En
raunin varð önnur og það er
samfélagið hér sem segir allt sem
segja þarf, því nú erum við búin að
vera hérna í 16 ár.“
Bjóst ekki við að fá starfið
Blaðamanni er það spurn af hverju
Gauti hafi ákveðið að sækja um
embætti sýslumanns í Vestmanna-
eyjum en hann var á þeim tíma
fulltrúi sýslumannsins á Selfossi og
ákvað að sækja um þegar embættið
í Eyjum var auglýst, þar sem hann
vildi ekki staðna um aldur og ævi í
fulltrúastarfinu. „Ég bjóst samt sem
áður ekki við að fá þetta starf, þar
sem það voru sýslumenn í hópnum
sem sóttu um og varð mjög hissa á
að fá skipanina, ef satt skal segja“,
segir Gauti og brosir við.
Það hefur eflaust verið mikil
breyting fyrir fjölskylduna að flytja
á litla eyju eins og Heimaey. Getið
þið gefið mynd af því hvernig það
er að koma inn í svona lítið
samfélag eins og þetta?
„Þetta var mjög skrýtið, við
þekktum engan en könnuðumst
kannski við einn eða tvo. Það var
undarleg tilfinning að ganga um
göturnar hérna fyrst. En þetta
breyttist mjög hratt og hefur haldið
áfram að breytast til dagsins í dag.
Og sérstaklega á undanförnum
árum, þá höfum við eignast mikinn
fjölda af kunningjum í gegnum alls
kyns félagsstarf og vinnu. Við
vorum með strákana litla þegar við
komum hingað, eins og fjögurra ára
og í upphafi var í nógu að snúast
með að sinna þeim.“
Eyjamenn hispurslausir
Sigurlaug segir að Eyjamenn hafi
tekið mjög vel á móti þeim og að
hún hafi eignast góða vini hér.
„Fljótlega eignaðist ég vinkonu og
stofnuðum við saumaklúbb sem
varð svo til þess að ég kynntist
góðum kjarna vinkvenna. Náttúran
og fólkið hér er bara algjört æði“
Gauti er sama sinnis en þóttist
strax sjá mun á Flóamönnum og
Eyjamönnum og fannst mikill
munur vera á þessum samfélögum.
„Eyjamenn eru svo miklu hispurs-
lausari í allri framkomu, segja sína
skoðun umbúðalaust og taka sjálfa
sig eða aðra ekki of hátíðlega.“
Á þessum 16 árum sem fjöl-
skyldan hefur verið búsett hér þá
hljóta minningarnar að vera
margar en er eitthvað sérstakt sem
stendur upp úr á þessum tíma?
Sigurlaug: „Þetta hefur verið mjög
góður tími, fyrst vildi maður helst
snúa sem fyrst til baka, en við
hefðum ekki verið hér allan þennan
tíma ef okkur hefði ekki liðið vel
hérna.“
Sigurlaugu finnst samfélagið í
heild sinni og hvað það sé margt um
að vera, standa upp úr, en það sé
fyrst og fremst fólkið sem er svo
dásamlegt og að allir séu svo
nátengdir, bæði í gleði og sorg.
Þjóðerniskennd Vestmanna-
eyja, hið besta mál
Gauti er sammála því að allt þetta
skemmtilega fólk sem hann hefur
kynnst standi upp úr á þessum tíma
á svo mörgum sviðum. Í starfinu,
Taflfélaginu, stjörnufræðinni og
Akóges. Þetta eru svona þessir
fjórir meginpartar sem hann hefur
verið viðloðandi. „Fyrir það fyrsta
þá hef ég verið einstaklega heppinn
með samstarfsfólk, yfirhöfuð
duglegt, vinnusamt og stórskemmti-
legt fólk sem ég hef unnið með á
sýsluskrifstofunni og hjá lögreglu.
Svo er það auðvitað erfiðleikum
háð að koma sér upp góðum vinum
í Eyjum vegna starfsins. Sá sem er í
þessu starfi liggur jafnan undir
ámæli. Það getur verið varasamt að
umfaðma fólk of mikið, því menn
lenda í ýmsu, skulda, brjóta af sér
eða skilja og þá getur verið erfitt að
afgreiða þessi mál sem lenda á
borði sýslumanns. Ég tel mér samt
hafa auðnast að sigla þarna á milli
skers og báru og jafnan getað
útskýrt hlutina þannig að fólk sem
lendir í erfiðleikum áttar sig á mínu
hlutverki sem embættismanns. Þó
eru auðvitað alltaf einhverjar
undantekningar.“
Líklega verða strákarnir að teljast
sannir Eyjapeyjar, eftir 16 ár hér frá
barnsaldri og hafa þeir lært rosalega
margt hérna um náttúruna, fuglalífið
og eyjarnar. Foreldrarnir eru báðir
sammála um það að þeir hafi verið
heppnir að kynnast þessari
náttúruperlu sem er allt um kring
hérna. „Þeir eru heppnir að hafa
alist hér upp, svona hálfgildings
þjóðerniskennd sem fylgir fólki frá
stoltum stöðum eins og Vestmanna-
eyjum sem ég held að sé bara hið
besta mál.“
Höfuðborgin sogar að sér
hæfileika af landsbyggðinni
Hjónunum finnst brottfarir og
umgangur einkenna oft lífið í
Eyjum. „Það er töluvert rót á fólki í
Eyjum, svolítið einkennandi fyrir
samfélagið, fólk kemur og fer. Við
erum búin að sjá á eftir mörgum
kunningjum og vinum héðan frá
Eyjum. Það getur samt verið af hinu
góða að fá inn nýtt fólk. Menn
verða þó að passa að missa ekki
ætíð besta fólkið í burtu. Höfuð-
borgin sogar til sín hæfileikaríkt
fólk frá landsbyggðinni. Öflugt fólk
er beðið að koma til starfa þar, það
er ekki bara fjárflæði til höfuð-
borgarinnar heldur líka hæfileika-
og atgerfissog til hennar.“
Sextán eru síðan Gauti tók við
stöðu sýslumanns og eflaust hafa
breytingar og þróun á starfinu orðið
í gegnum tíðina og tekur Gauti
undir það. „Við höfum misst mikið
af verkefnum frá embættunum í
gegnum árin, smáum og stórum og
það fer oftast hljótt. Það er einhver
leki í pípunum og farið er út í meiri
miðstýringu sem gengur út á að
stofnanir á höfuðborgarsvæðinu
vista verkefni frá landsbyggðinni.
Svo rembist maður við að berjast
gegn þessu, en uppsker bara
slæman orðstír fyrir. Best er að
halda kjafti og vera þægur, en hitt
er þó miklu skemmtilegra og að ég
tel einnig heiðarlegra, ef maður
hefur þær skoðanir.“
Þetta er greinilega mikið hjartans
mál fyrir Gauta ef marka má tóninn
í röddinni, en svo bætir hann við:
„Stærsta afrekið síðustu ár er þó að
það skyldi hafa tekist að halda
embættum sýslumanns og lögreglu-
stjóra í Eyjum, en í 10 ár hefur
staðið til að leggja stjórn þeirra
undir stofnanir uppi á landi. Við
vildum hafa sýslumann hér vegna
augljósra raka og í vor voru
samþykkt ný lög þar sem hér verður
sýslumaður áfram og jafnframt
sérstakur lögreglustjóri. Um þessar
stofnanir verður að standa vörð.“
SÓlEy D. GuðBJörnSDÓTTIr
frettir@eyjafrettir.is
Það er töluvert rót á fólki í Eyjum, svo-
lítið einkennandi fyrir samfélagið, fólk
kemur og fer. Við erum búin að sjá á
eftir mörgum kunningjum og vinum
héðan frá Eyjum. Það getur samt verið
af hinu góða að fá inn nýtt fólk. Menn
verða þó að passa að missa ekki ætíð
besta fólkið í burtu. Höfuðborgin sogar
til sín hæfileikaríkt fólk frá landsbyggð-
inni. Öflugt fólk er beðið að koma til
starfa þar, það er ekki bara fjárflæði til
höfuðborgarinnar heldur líka hæfileika-
og atgerfissog til hennar.
”
Silla og Gauti á góðri stund. Hann er tekinn við Lögregluskólanum og hún fer að kenna við Vífilstaðaskóla.