Fréttir - Eyjafréttir - 10.06.2015, Blaðsíða 1
Eyjafréttir
>> 12
SjómannSkona
á liStabraut>> 13
bragi og
vindorkan>> 10
valmundur
lítur yfir
farinn veg
Vestmannaeyjum 10. júní 2015 :: 42. árg. :: 23. tbl. :: Verð kr. 400 :: Sími 481-1300 :: www.eyjafrettir.is
Á þriðjudaginn var kveðinn upp
dómur í Hæstarétti í máli
Vestmannaeyjabæjar gegn
Síldarvinnslunni hf. og Berg
Huginn ehf. Málið snýst um þá
ákvörðun bæjarins að láta reyna
á forkaupsrétt sveitarfélaga á
aflaheimildum sem selja á burt.
Upphafið eru kaup Síldarvinnslunnar
á öllum hlutum í Berg Huginn árið
2012. Mörgum Eyjamönnum var
brugðið, að sjá hugsanlega á eftir
tveimur öflugum skipum, Vest-
mannaey VE og Bergey VE og um
5000 tonna kvóta úr bænum.
Bæjarstjórn ákvað að fá kaupunum
hnekkt fyrir dómstólum sem var
niðurstaðan í Héraðsdómi. Þeim
dómi sneri Hæstiréttur við í síðustu
viku og er kaupsamningurinn því
gildur.
„Lykilatriði þessa máls er að nú er
komin niðurstaða og hún er sú að
forkaupsréttur sveitarfélaga sam-
kvæmt 3. mgr. 12. gr. laga nr.
116/2006 um stjórn fiskveiða er ekki
virkur. Þar með er sú litla vörn sem
löggjafinn byggði inn í lögin að engu
höfð. Vörn íbúa gegn skyndilegum
og miklum breytingum í atvinnuum-
hverfi sveitarfélagsins er engin,“
sagði Elliði Vignisson, bæjarstjóri
þegar dómurinn lá fyrir.
Af hverju ekki áfram í Eyjum?
Eyjafréttir leituðu álits m.a. fulltrúa
stéttarfélaga sem vilja stíga varlega
til jarðar, segja að í raun hafi ekkert
breyst nema eignarhaldið. Líka var
haft samband við Gunnþór Ingvason,
framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar
og Magnús Kristinsson, fram-
kvæmdastjóra og fyrrum eiganda
Bergs Hugins ehf. Gunnþór var ekki
tilbúinn að tjá sig um stöðuna að svo
komnu máli og Magnús segir félagið
enn í fullum gangi í Vestmanna-
eyjum. „Það gengur mjög vel hjá
okkur og ég er í mjög góðu samstarfi
við Gunnþór og hans fólk hjá
Síldarvinnslunni hf. Þriðjungur
aflans er unninn hér heima og
fullyrðingar um að við löndum að
stórum hluta fyrir austan eru ekki
réttar. Það er gott að gera út í
Vestmannaeyjum og af hverju ætti
Bergur Huginn ehf. ekki að vera hér
áfram með nýjum eigendum,“ sagði
Magnús.
Hvort vörnin stenst
eða ekki
„Krafa sjávarbyggða nú hlýtur því að
vera að skerpt verði á ákvæðinu um
forkaupsrétt og tryggt verði að
útgerðir geti ekki á markvissan hátt
farið fram hjá vilja löggjafans með
lagatæknilegum æfingum. Ég vil þó
að það komi skýrt fram að samningur
milli Bergs-Hugins og Síldarvinnsl-
unnar er ekki með neinum hætti
ólíkur því sem gengur og gerist í
kaupum og sölum á útgerðum. Það
sem gerir þetta mál sérstakt eru
viðbrögð Vestmannaeyjabæjar og
ákvörðun bæjarstjórnar um að fá úr
því skorið í eitt skipti fyrir öll hvort
íbúar ættu vörn í lögum um stjórn
fiskveiðar eða ekki,“ sagði Elliði.
Hæstiréttur í síðustu viku :: Kaupin á Berg Huginn ehf. standa:
Gengur mjög vel og gott
samstarf við Síldarvinnsluna
:: Það segir framkvæmastjóri Bergs Hugins ehf. :: Krafa sjávarbyggða
að skerpt verði á ákvæðinu forkaupsrétt, segir bæjarstjóri
Ómar GarðarSSon
omar@eyjafrettir.is
Einn af hápunktum Sjómannahátíðarinnar á laugardaginn var koddaslagur þar sem þeir Magni Freyr Hauksson og Óskar Þór Kristjánsson tókust á.
Magni Freyr hafði betur en það var ekki aðalmálið því með þessu voru þeir að safna áheitum. Söfnuðust 130 þúsund sem renna til Krabbavarnar
í Vestmannaeyjum. >> Myndir og umfjöllun í miðopnu.