Fréttir - Eyjafréttir - 10.06.2015, Síða 6
6 Eyjafréttir / Miðvikudagur 10. júní 2015
MyND ViKUNNAr:
Að þessu sinni birtum við mynd
af tveimur ungum konum með
tvö börn hjá sér. Einu upp-
lýsingar okkar eru að Óskar
Björgvinsson tók myndina um
1964 og skráði sem ábyrgðar-
aðila Jenný Samúelsdóttur,
Faxastíg 8.
Annað vitum við ekki og biðjum
því enn um aðstoð. Unnt er að
senda okkur póst á ljósmynda-
safn@vestmannaeyjar.is, líta við
í Safnahúsinu eða hringja í síma
488-2040.
Með bestu þökkum fyrir
samstarfið,
starfsfólk Ljósmyndasafns
Vestmannaeyja.
Um síðustu mynd:
Síðusta mynd í Eyjafréttum var
falleg mynd af fjórum prúðbún-
um börnum. Það eitt vissum við
að myndina tók Óskar Björg-
vinsson um 1964 og að ábyrgð-
araðili var Guðbjörg Jónsdóttir
frá Götu. Það er ástæða til að
hrósa lesendum blaðsins því
ævinlega höfum við fengið svör
við fyrirspurn okkar. Að þessu
sinn var það faðir barnanna,
Ásberg Lárenzíusson sem
hringdi sjálfur úr Þorlákshöfn.
Börnin heita (talið frá vinstri):
Sigríður Lára, Ásberg Einar,
Rúnar og Ómar Berg Ásbergs-
börn. Myndin var tekin árið
1964 í Götu, Heiðarvegi 6. Það
fylgdi sögunni að móðir
barnanna hét að sönnu Guð-
björg, en var Einarsdóttir en
ekki Jónsdóttir. Þess má til
gaman geta að mynd af Einari í
Götu, föður Guðbjargar, var
sýnd á myndakvöldi Sigurgeirs
Jónassonar ljósmyndara hinn
13. maí sl.
Hinir árlegu Skonrokks tónleikar
„Rokkað til heiðurs sjómönn-
um“ með rokksveitinni Tyrkja
Guddu fóru fram í Höllinni
föstudagskvöldið 5. júní. Um
fjögurhundruð og fimmtíu
manns fylltu Höllina og stemm-
ingin var hreint út sagt frábær.
Þetta voru fyrstu tónleikar Tyrkja
Guddu í heilt ár en þessi stórsveit
hefur sko engu gleymt. Hljóm-
burðurinn í Höllinni var dúndur-
góður og ljósdýrðin á sviðinu alls
ekki síðri. Hljómsveitin steig á svið
og undir hljómaði upphafsstefið
þeirra sem fær alltaf hárin til að
rísa, en þar á eftir mætti Birgir
Haraldsson, eða Biggi í Gildrunni, á
sviðið og sveitin henti sér í
Vorkvöld í Reykjavík.
Síðan komu stórsöngvararnir koll
af kolli, Eyþór Ingi, Magni, Pétur
Guðmundsson, en óhætt er að segja
að stjarna kvöldsins hafi verið
nýliðinn Stefán Jakobsson, eða
Stebbi Jak úr Dimmu. Hann
hreinlega kom, sá og sigraði. Í
fyrsta laginu sínu, Welcome to the
Jungle með Guns N´ Roses, birtist
hann á sviðinu í svörtu leðurpilsi
við mikinn fögnuð áhorfenda, en
hann hafði greinilega spáð vel í
fatnaðinn því með í farteskinu voru
einnig buxur og skotapils. Röddin
var ótrúlega sterk og greinilegt að
mikill rokkhundur er þar á ferð.
Sveitin lék á alls oddi, Biggi í
Gildrunni hljóp salinn endilangann
fram og tilbaka og Stebbi Jak stökk
upp á borð í laginu Paradise City
með Guns N‘ Roses, en segja má að
það lag hafi verið einn af hápunkt-
um kvöldsins. Biggi trommari á
Hálsi tryllti lýðinn með hinu
dúndurgóða trommusólói Moby
Dick eftir Led Zeppelin, en hann er
greinilega í fantaformi og hefur
aldrei verið betri.
Aðrar perlur sem maður hreinlega
beið eftir að fá að heyra voru á
sínum stað og má þar nefna Pétur
Guðmunds með Boston lagið More
than a Feeling, Eyþór Ingi tók
Black Night með Deep Purple og
She‘s gone með Steelheart; Magni
okkar Ásgeirsson var með Van
Halen slagarann Jump og Enter
Sandman eftir Metallica og svo
Biggi í Gildrunni með frábæra CCR
syrpu.
Eins og áður sagði tók nýliðinn
Stebbi Jak Paradise City, en spreytti
sig einnig á Scorpions ballöðunni
Still loving you og gerði það
frábærlega, en þetta er aðeins brot
af þeim stórgóðu rokklögum sem
hljómuðu í Höllinni það kvöldið.
Áhorfendur sungu, klöppuðu og
stöppuðu með öllum lögum og
ætlaði þakið nánast að rifna af
húsinu. Tónleikarnir voru dúndur-
góðir frá upphafi til enda og held ég
að Tyrkja Gudda hafi hreinlega náð
að toppa sig þetta kvöld. Hljóm-
sveitin var þétt, flott og ótrúlega vel
samæfð og greinilegt var hvað þeim
finnst gaman að spila saman.
Daginn eftir fór hópurinn svo og
spilaði á Sjóaranum síkáta í
Grindavík og gerði þar stormandi
lukku.
Haft var eftir Bigga Nielsen eftir
tónleikana að það verði erfitt að
toppa þetta kvöld, en það er næsta
áskorun. Bandið mun spila aftur í
haust í Reykjavík og fyrir norðan
og hefur Stebbi Jak boðað komu
sína aftur og má því með sanni
segja að hann sé orðinn einn af
sonum Guddunnar.
Rokkað til heiðurs sjómönnum :: Tyrkja Gudda og peyjarnir í Höllinni:
Klappað og stappað með öllum
lögum og þakið ætlaði af
:: Tónleikarnir dúndurgóðir frá upphafi til enda :: TG hreinlega náði að toppa sig
Guðrún mary ÓLaFSdÓTTir
gudrunmary@eyjafrettir.is
Söngvarinn Stefán Jakobsson, Stebbi Jak úr Dimmu, kom sá og sigraði á Skonrokki á föstudaginn.
Eyjafréttir - vertu með á nótunum!