Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 10.06.2015, Page 7

Fréttir - Eyjafréttir - 10.06.2015, Page 7
7Eyjafréttir / Miðvikudagur 10. júní 2015 Síðasti kennsludagur í Tónlistar- skólanum var 29. maí s.l. Fjöldi nemenda við skólalok voru 126. Ellefu luku stigsprófi á sitt hljóðfæri og sex luku áfanga- prófi í tónfræði. Tveir kennarar voru í launalausu leyfi þetta árð en vegna fækkunar nem- enda í skólanum var einungis þörf fyrir að ráða einn kennara í þeirra stað. Sólveig söngkenn- ari hætti um áramót og var Þórhallur Barðason frá Kópa- skeri ráðinn í hennar stað. Einn kennari sagði starfi sínu lausu. Eru því átta kennarar starfandi við skólann í dag. Eru þeir auk Þórhalls: Balazs Stankowsky, Einar Jakobsson, Eyrún Þóra Sigurjónsdóttir, Eyvindur Ingi Steinarsson, Jarl Sigurgeirsson, Kittý Kovács og Stefán Sigur- jónsson. Þetta kemur fram hjá Stefáni Sigurjónssyni, skólastjóra, sem segir einnig að kennaraverkfallið s.l. haust og stóð í fimm vikur, hafi haft gríðarleg áhrif til hins verra í skólastarfinu. „Samt sem áður héldum við ferna jólatónleika í desember. Dagur Tónlistarskólanna var 14. febrúar og héldum við uppá daginn með því að hafa opið hús þar sem gestir gátu kynnt sér starfsemi og húsakynni skólans. Auk þess að njóta ýmissa tón- listaratriða á öllum hæðum. Var þarna um nýjung að ræða sem tókst mjög vel,“ segir Stefán. Vortónleikar voru fimm. Tvennir í Safnaðarheimili Landakirkju og þrennir í sal Tónlistarskólans. Auk þess koma nemendur skólans víða fram á skemmtunum og samkomum allan veturinn meira og minna. Rótarýklúbburinn veitti viðurkenn- ingar að venju og féllu þær í ár til þeirra Báru Viðarsdóttir og Bergþóru Ólöfu Björgvinsdóttir- sem báðar stunda nám á klarinett. „Það er ánægjulegt að segja frá því að nú á dögunum var endurvakinn Karlakór Vestmannaeyja eftir um hálfrar aldar hlé. Hefur hann æfingaaðstöðu í sal Tónlistarskólans sem er góð viðbót í tónlistarlífið í skólanum. Eru það um 30 manns sem mæta á vikulegar æfingar hjá söngkennara skólans,“ sagði Stefán Sigurjónsson, skólastjóri. Tónlistarskólinn :: Öflugt starf í skugga verkfalla: Nemendur setja mikinn svip á tón- listarlífið í Eyjum :: Rótarýklúbburinn veitti Báru og Bergþóru Ólöfu styrki Bára og Bergþóra Ólöf komu fram á skólaslitum Grunnskólans í síðustu viku. Í tilefni af því að í ár eru 100 ár liðin frá því konur fengu fyrst kosningarétt á Íslandi er sérstök áhersla lögð á menningararf kvenna í Safnahúsinu þetta árið. Nú á dögunum var í Sagn- heimum boðið upp á dagskrá um íþróttir kvenna í Eyjum og á hvítasunnudag opnaði í Einars- stofu sýning á teikningum eftir Jóhönnu Jósefínu Erlendsdóttur. Jóhanna er þekktust í dag sem móðir eins hinna stærstu meðal Eyjalistamanna, Guðna Her- mansen. Á sýningunni voru dregin fram 15 æskuverk Jóhönnu sem sýna að hún hefur verið ótrúlega efnileg. Í ávarpi Kára Bjarnasonar forstöðumanns Safnahúss, sem opnaði sýninguna kom fram að eitt verkanna er í vörslu safnsins og það verk varð kveikjan að sýningunni. En fjölskylda Jóhönnu, einkum börn Guðna þau Kristinn og Jóhanna yngri, dró saman aðrar myndir úr eigin fórum og annarra og eins og Kári gat um sýndu þau frá upphafi verkefninu ótrúlegan áhuga og allan þann stuðning sem í þeirra valdi stóð. Jóhanna Hermansen flutti kynningu á ömmu sinni og kom þar fram að undirbúningur sýningar- innar hafi orðið fjölskyldunni hvatning til að leita uppi fleiri myndir og fara að endurmeta hana sem þann listamann sem hún var. Dagskránni lauk með því að viðstaddir hlýddu á upptöku frá Vernharði Linnet þar sem Guðni blés í saxófóninn eins og honum einum var lagið. Það er vissulega gott framtak að opna fyrstu einkasýningu Jóhönnu nú enda þótt það sé heilli öld eftir að verkin voru unnin og vekja þannig athygli á þeim fjársjóði sem hinar gömlu æskuteikningar hennar vissulega eru. Þegar haft er í huga að Jóhanna hefur aðeins verið 15-18 ára þegar hún teiknaði flestar myndanna er ekki hægt annað en velta fyrir sér: Hvað hefði getað orðið úr henni sem listamanni ef hún hefði haldið áfram? En því miður þá voru tækifærin fá til að fylgja listadraumnum eftir fyrir 100 árum síðan og hversdagslegt strit orðið að koma í staðinn. Það getur stundum verið hollt fyrir okkur hin að muna sem búum við svo gerólík kjör. Vestmannaeyjar eru miklu ríkari að menningarverðmætum en við áttum okkur á. Þetta hlutverk Safna- húss að draga fram áður óþekktar perlur úr menningararfinum er tilraun sem hefur heppnast frábærlega. Sérstaklega er það ánægjulegt að verða vitni að því að í flestum tilvikum hefur tekist að fá fjölskylduna og aðra þá sem nærri standa til samstarfs og samvinnu og sýning Jóhönnu er gott dæmi um það. Þetta er verklag sem skilar öllum ávinningi. Sýningin var opin til 4. júní og vonandi að sem flestir Eyjabúar og aðrir hafi gefið sér tíma til að líta við í Einarsstofu til að sjá þessar töfrandi teikningar. Teikningar Jóhönnu sýndar í Einarsstofu Á myndinni frá vinstri eru: Þóra Möller, Helga Möller, Gunnar Johnsen, Jóhanna Hermansen og Kristinn Hermansen. GRV út- skrifaði 71 úr tíunda bekk í ár Grunnskólanum var slitið í síðustu viku og eins og undanfarin ár fór útskrift tíundu bekkinga fram í Höllinni. Þar komu saman nem- endur og starfsfólk skólans og ættingjar nemenda. Var hópurinn óvenju stór að þessu sinni, eða 71 nemandi. Athöfnin var á allan hátt hin glæsilegasta og Grunnskólanum til mikils sóma sem þarna var að senda frá sér mjög öflugan árgang. Sigurás Þorleifsson, skólastjóri stýrði athöfninni og ávarpaði nemendur. Þeir sem sem þóttu skara fram úr fengu viðurkenningar og var árangur sumra hreint frábær. Nemendur lögðu líka sitt til í og söng og hljóðfæraleik sem var gott innlegg og drengirnir sem fluttu ávarp fyrir hönd nemenda fóru á kostum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.