Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 10.06.2015, Side 8

Fréttir - Eyjafréttir - 10.06.2015, Side 8
8 Eyjafréttir / Miðvikudagur 10. júní 2015 Sjómannadagshelgin fór vel fram og voru veðurguðirnir Eyjamönnum hliðhollir þetta árið. Dagskrá helgarinnar hófst formlega með tónleikum í Akóges á fimmtudagskvöldið þar sem Árni Johnsen og félagar tóku lagið við góðar undirtektir viðstaddra. Á föstudeginum var opnað Ísfélagsmótið í golfi, haldið í sól og blíðu og tóku 72 þátt í mótinu. Knattspyrnumót sjómanna fór fram í Eimskipshöllinni sama dag og voru þrjú lið sem tóku þátt. Stóðu strákarnir á Huginn VE uppi sem sigurvegarar. Hinir árlegu Skon- rokkstónleikar sem þegar eru orðnir fastur liður sjómannadagshelgar- innar fóru fram í Höllinni um kvöldið. Var mjög fjölmennt og heppnuðust tónleikarnir frábærlega að mati viðstaddra. Sjómannafjör var á laugardeg- inum á Vigtartorgi þar sem margt var um manninn enda veðrið mjög gott. Dagskrá var með hefðbundn- um hætti, kappróður, koddaslagur og karalokahlaup. Í kappróðrinum vann Skipalyftan Landkrabbabikar- inn og átti einnig besta brautar- tímann. Vélastjórar unnu félaga- bikarinn og Suðurey vann áhafnarbikarinn. Boðið var upp á hoppukastala fyrir börnin og voru hinar ýmsu furðuverur á kreiki frá Leikfélagi Vestmannaeyja. Ribsafari bauð svo upp á stuttar ferðir við góðar undirtektir. Um kvöldið var hátíðarkvöldverð- ur sjómanna í Höllinni þar sem sjómenn, eiginkonur og gestir nutu glæsilegs veisluhlaðborðs Einsa kalda. Veislustjóri var Logi Bergmann og meðal þeirra sem komu fram voru Jogvan Hansen og Sigga Beinteins. Dans á rósum sá svo um stuðið eftir miðnætti og héldu uppi dansleik framundir morgun. Á sunnudeginum var að venju hátíðardagskrá á Stakkó en þar kom m.a. fram nýstofnaður Karlakór Vestmannaeyja með frumraun sína og þótti takast einstaklega vel upp. Magnús Guðmundsson, Sveinbjörn Jónsson, Ágúst Óskarsson og Valmundur Valmundsson voru heiðraði fyrir störf sín. Halldór Ingi Guðnason formaður Sjómannadagsráð segir helgina hafa heppnast vel „Við í Sjómannadags- ráði viljum þakka öllum þeim sem tóku þátt í atburðum helgarinnar og sérstaklega þeim sem mættu á hátíðarsamkomu Sjómannadagsráðs í Höllinni á laugardagskvöldið. Við vonum að mætingin verði þó betri að ári þótt kvöldið hafi heppnast vel og mjög vel hafi verið mætt á dansleikinn,“ sagði Halldór Ingi. Sjómannadagshelgin fór fram í góðu veðri :: Góð þátttaka: Magnús, Sveinbjörn, Ágúst og Valmundur heiðraðir ÁSTa SiGrÍður GuðjÓnSdÓTTir asta@eyjafrettir.is Léttklæddir í karalokahlaupi. Fjölmenni mætti á Stakkagerðistún á sunnudag. Karlakór Vestmannaeyja stóð sig frábærlega. Valur Már Valmundarson tók á móti heiðursskyldi fyrir hönd föður síns Valmundar Valmundssonar, Ágúst Óskarsson ásamt konu sinni Oddfríði Jónu Guðjónsdóttur, Sigrún Hjörleifsdóttir og Magnús Guðmundsson. Bardagi ársins vilja margir meina. Magni Hauksson og Óskar Þór Kristjánsson í koddslag. Magni hafði betur. M yn di r: Ó sk ar P ét ur F ri ðr ik ss on

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.