Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 10.06.2015, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 10.06.2015, Blaðsíða 13
13Eyjafréttir / Miðvikudagur 10. júní 2015 Í tilefni af 60 ára afmæli Rótarý- klúbbs Vestmannaeyja var fyrirlestur ,,Vindurinn sækir í sig veðrið” í Safnahúsinu fyrir skömmu. Bragi I. Ólafsson rótarýfélagi átti hugmyndina og fékk Margréti Arnardóttur verkefnisstjóra vindorku hjá Landsvirkjun í lið með sér. Blaðamaður Eyjafrétta settist niður með Braga en hann hefur sýnt þessu máli áhuga.„Ég hef mikið verið að fylgjast með upplýsingum um vindmyllur. Góður vinur minn sagði mér að á Kanaríeyjum væru vindmyllur við hliðina á stóru fyrirtæki sem framleiðir rafmagnið sem það notar. Framfarirnar eru örar en fyrir nokkrum árum voru vindmyllur hávaðasamar og framleiddu litla orku,“ sagði Bragi. Auknir möguleikar „Núna eru breyttir tímar og margir tala um mikla sjónmengun af loftlínunum en þá skapast kannski möguleiki á að reisa vindmyllur í þéttbýliskjörnum eða utan við þá og þá sleppum við alveg við þennan gríðarlega fjölda af loftlínum,“ sagði Bragi en fram kom í erindi Margrétar að á síðustu fimm árum hafa orðið gríðarlegar breytingar á vindmyllum. „Þær eru á 100 metra möstrum sem framleiða tvö og hálft til þrjú og hálft gígawött. Margrét benti líka á að ef aðstæður breytast er hægt að taka vindmyllurnar niður og skila svæðinu eins og það var sem er mikil kostar að mínu mati. Við uppsetningu á vindmyllu þarf að taka tillit til ýmissa umhverfis- þátta, ásýnd, hljóðvist, fuglalíf og samfélags,“ sagði Bragi og bætti við að í Vestmannaeyjum væri raunverulegur möguleiki að prófa að reisa vindmyllur til að skoða og athuga hvort þær geti gangast okkur. „Við erum með streng undir sjó, við erum á svæði þar sem geta jafnvel orðið náttúruhamfarir og við sjáum það í gosinu 1973 að rafstöðin fór undir hraun og rafmagni var bjargað á snilldarlegan hátt en eins og það er í dag er raforkan orðin svo miklu stærri hluti að lífi okkar en áður og það getur enginn gert neitt nema hafa rafmagn.“ Breiðabakki gæti hentað Er möguleiki á að reisa vindmyllur í Vestmannaeyjum? „Margrét segir að það sé möguleiki. hún bendir á staði eins og suður á Breiðabakka og uppi á hrauni þar sem fjarhitunin var: Þar er jafn vindur, einn kostur er líka að vindmyllan vinnur þannig að ef það kemur of mikið rok þá stoppa þær. Vindmyllur þurfa þennan jafna vind og vinna vel úr því. Segjum að vindmyllur yrðu reistar í hrauninu, sæir þú þær ekki mikið frá bænum? Jú, þú sæir þær en þetta er á einum stað á afmörk- uðu svæði. Sjónmengun er ekki alltaf sjónmengun það er oft hugarburður, þú getur horft á eitthvað og finnst það ljótt og þá er það orðið sjónmengun,“ sagði Bragi. Þarf tíu til 15 vindmyllur Á fundinum sagði Margrét að það þyrfti tíu til fimmtán vindmyllur til að sjá bænum fyrir raforku. „Auðvitað fer það eftir stöðugleika vindsins hvað þarf margar. Við erum á vindsömum stað og á fundinum kom fyrirspurn um hviðurnar sem koma en þá vinnur vindmyllan úr því. Ef vindur fer hins vegar yfir 32 metra á sekúndu stoppar hún og fjaðrar spaðana. Þá snúast þeir ekki neitt.“ Er ekki of mikið rok hér? „Nei, alls ekki. Allavega eru möguleikar að setja upp vindmyllur hérna. Ég hefði viljað sjá gerðar tilraunir með vindmyllu hér til að sjá hvaða kostir eru í boði. Ég held að í framtíðinni geti stóru fyrirtækin hér verið með eigin vindmyllu sem sjá þeim fyrir rafmagni. Vandamálið með rafmagnið hér er að það þarf að skammta það á vissum álgastímum og þá dettur framleiðslan niður og skapar óvissu líkt og gerðist á Akur- eyri fyrir skemmstu þegar þurfti að draga saman mjólkurframleiðsluna. Nú hafa tvær vindmyllur verið settar upp við Búrfellsvirkjun en þar er mjög vindasamt og hafa þær skilað miklu meiri árangri en vonast var eftir,“ sagði Bragi og benti á að Þjóðverjar væru að vindmylluvæða landið og taka niður kjarnorkuverin sín. „Þau eru auðvitað hættuleg en það stafar engin hætta af vindmyll- um því þarf að gera margar rannsóknir áður en hún er reist og það tekur langan tíma því ekkert er gert fyrr en allar niðurstöður liggja fyrir, þetta er orka sem má ekki líta fram hjá.“ Rótarý 60 ára :: Stóð fyrir merkilegri ráðstefnu um orkumál: Vindorkan er möguleiki sem má ekki líta fram hjá :: Það er álit Braga I. Ólafssonar, Rótarýmanns til áratuga :: Átti hugmyndin að fá verkefnisstjóra LV til Eyja GÍGja ÓSKarSdÓTTir gigja@eyjafrettir.is Rótarýklúbbur Vestmannaeyja fagnaði 60 ára afmæli í maí sl. Í tilefni af því var sett upp sýning í Einarsstofu á stofndeginum sjálfum 26. maí, jafnframt því sem klúbburinn var kynntur með dagskrá þar sem m.a. umdæmisstjórinn, Guðbjörg Alfreðsdóttir flutti erindi. Á dagskránni kynnti forseti klúbbsins, Stefán Sigurjónsson, að í tilefni af afmælisárinu væri meiningin að bjóða upp á röð fyrirlestra í Safnahúsinu um hin margvíslegustu menningar-, mannúðar- og þjóðþrifaverkefni í anda Rótarý. Hann kynnti jafnframt fyrsta erindið, sem haldið yrði í hádeginu á fimmtudeginum 29. maí. Margrét Arnardóttir flutti þá afar áhugavert erindi í Sagnheimum, byggðasafni um vindmyllur og hagkvæmni raforkuvinnslu með vindorku. Margrét, sem er verk- efnisstjóri vindorku hjá Lands- virkjun er greinilega „frelsuð“ hvað varðar kosti vindorkunnar og tókst afar vel upp með að sannfæra a.m.k. blaðamann um góða möguleika vindmyllunnar í samanburði við aðra orkukosti. Fundurinn var vel sóttur og hinn líflegasti enda öllum ljóst að einn af kostum Vestmanna- eyja er „nóg framboð af vindi“. Bragi i. Ólafsson bíður Margréti velkomna. Fyrirlestur hennar vakti mikla athygli. Rótarýklúbbur Vm. fagnar 60 ára afmæli með fyrirlestrahaldi: Vindurinn sækir í sig veðrið Þar er jafn vindur, einn kostur er líka að vindmyllan vinnur þannig að ef það kemur of mikið rok þá stoppa þær. Vindmyllur þurfa þennan jafna vind og vinna vel úr því. Segjum að vindmyll- ur yrðu reistar í hrauninu, sæir þú þær ekki mikið frá bænum, jú þú sæir þær en þetta er á einum stað á af- mörkuðu svæði. Sjónmengun er ekki alltaf sjónmengun það er oft hugar- burður, þú getur horft á eitthvað og fundist það ljótt og þá er það orðið sjónmengun, ”

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.