Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 12.08.2015, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 12.08.2015, Blaðsíða 8
8 Eyjafréttir / Miðvikudagur 12.. ágúst 2015 Ævar Austfjörð er maður nefndur, ættaður frá Húsavík, en kom til Vestmannaeyja árið 2010 til að aðstoða bróður sinn sem var að opna veitingastað í Eyjum. Hefur búið hér síðan og segir ekkert fararsnið vera á sér enda kunni hann mjög vel við sig í Vestmannaeyjum. „Já, Hólmgeir bróðir hafði samband við mig vorið 2010 en þá höfðu þau Jóhanna ákveðið að opna veitingastaðinn 900 Grillhús. Hann lagði fast að mér að koma og aðstoða sig við að koma þessu af stað og lét í það skína að þau myndu ekki gera þetta nema ég yrði með. Ástæðan var aðallega sú að ég er lærður kjötiðnaðarmaður og matartæknir og kunni þokkalega til verka í þessum bransa enda verið viðloðandi þetta í um 20 ár. Ég var að vinna á Sauðárkróki á þessum tíma en ákvað að slá til og fara þvert yfir landið og sé ekkert eftir því, ákvað að setjast hér að,“ segir Ævar um upphafið að veru sinni í Eyjum. Ævar starfaði á 900 Grillhúsi allt fram til haustsins 2012 þegar hann réði sig sem aðstoðarbryta hjá Edda á sjúkrahúsinu. Hann tók svo við starfi Edda 1. júní 2013 Ævar hefur þó ekki sagt að fullu skilið við Hólmgeir bróður sinn og 900 Grillhús því hann hleypur þar í skarðið ef á þarf að halda. Íþrótt fyrir alla En þó að Ævar sé vel kunnur í Vestmannaeyjum fyrir að elda ofan í fólk, bæði sjúklinga sem og þá sem heilbrigðir eru, þá er hann líklega öllu þekktari sem þjálfari í japönsku bardagalistinni karate en hann stóð fyrir stofnun Karatefélags Vestmannaeyja og hefur séð um þjálfun í íþróttinni í þrjú ár. „Fyrstu kynni mín af karate voru á Húsavík, árið 1981 eða 1982 þegar ég var 13 eða 14 ára en þá var slíkt námskeið haldið á Húsavík og ég heillaðist strax af íþróttinni. En síðan kom rúmlega tuttugu ára hlé á þeirri iðkun, ég fór víða um land bæði til náms og starfa og það var ekki fyrr en ég kom aftur til Húsavíkur árið 2004 að ég tók aftur upp þráðinn. Þá var nýbyrjuð kennsla í karate þar og síðan hef ég verið nánast óslitið í íþróttinni. Í maí í fyrra náði ég því langþráða marki að fá svarta beltið en að því stefna flestir sem stunda þessa íþrótt. Beltakerfið eða gráðukerfið er þannig að þetta skiptist í 20 gráður og svarta beltið er gráða númer 11 þannig að í raun er maður ekki nema rétt hálfnaður á vegferð- inni ef þannig er á það litið. Það er því ennþá langt á toppinn og fæstir sem ná því marki. En þetta er einn af mörgum kostum við íþróttina, þetta er kerfi sem maður lærir og æfir og maður getur verið að bæta sig alla ævina,“ segir Ævar og brosir við. Árið 2012 byrjaði Ævar að kenna karate í Hressó og í desember sama ár stóð hann fyrir stofnun Karate- félags Vestmannaeyja. „Það eru milli 35 og 40 manns sem æfa þar að staðaldri,“ segir hann. „Strák- arnir eru 25 til 30 að tölu en stelpurnar færri, um 10 talsins. Sá yngsti er sex ára en þeir elstu eru á fimmtugsaldri. En svo hef ég nokkuð öruggar heimildir fyrir því að í haust ætli ein sér að byrja sem er að verða sextug. Og það er ekkert því til fyrirstöðu, karate er fyrir alla og aldur og kyn skipta þar engu máli,“ segir Ævar. Ákvað að drífa mig Í sumar lét Ævar langþráðan draum verða að veruleika, lagði í langferð austur til Japans, þar sem karate- íþróttin er upprunnin og stundaði þar æfingar undir handleiðslu þekktra meistara í íþróttinni. „Þetta var búið að blunda lengi í mér, að fara og kynnast upprun- anum. Ætli þetta sé ekki svipað og með golfarana, dreymir þá ekki alla um að spila á St. Andrews í Skotlandi þar sem golfið á uppruna sinn? Svo sá ég í vetur sem leið auglýsingu í blaði þar sem var auglýst mikil karatehátíð á japönsku eyjunni Okinawa á næsta ári, sumarið 2016. Ég nefndi við æfingahópinn minn hvort ekki væri gaman að stefna að því að fara á þessa hátíð og við settum upp ákveðin plön og byrjuðum að safna fyrir ferðinni. En svo kom í ljós að þessi hátíð átti að vera í vikunni fyrir þjóðhátíð og sú dagsetning passaði ekki alveg fyrir Vest- mannaeyinga. Því varð úr að hún var blásin af sem hópferð en við erum nokkrir sem stefnum að því að fara þó svo að það þurfi að fórna einni þjóðhátíð. En þarna var búið að vekja slíkan áhuga að ég ákvað að taka smáforskot á sæluna og fara austur til Japans í sumar til að kynnast aðstæðum.“ Ævar segir að það að fara til æfinga á Okinawa sé ekki eins og að panta sér sólarlandaferð á ferðaskrifstofu. Það þarf að sækja um að fá boð til slíkra æfinga og fá meðmæli hjá þeim. Ég hafði samband við einn virtasta karate- þjálfara Englands, Ernie Molyneux sem ég hef sótt nokkur námskeið hjá og kannast við og hann reddaði mér um hálfs mánaðar dvöl við æfingar á Okinawa. Hann hvatti mig til að drífa mig sem fyrst, ég gæti svo bara farið aftur. Þetta var í vor og í lok apríl ákvað ég að láta verða af þessu. Ég skellti mér í sumarfrí- inu. Minntu mig á Vestmannaey- inga Þetta var nokkuð langt flug og margir leggir á leiðinni. Fyrst var flogið frá Keflavík til Oslóar þann 21. júní og svo daginn eftir tók við flug með þremur lendingum áður en komið var á áfangastað; Osló – Frankfurt – Osaka – Okinawa. Á síðastnefnda staðnum var lent þann 23. júní kl. 11:10 að staðartíma eða kl. 01:10 að íslenskum tíma. Ævar segir að tekið hafi nokkurn tíma að jafna sig á þessum mikla tímamis- mun. „Eyjan Okinawa tilheyrir Japan en er langt frá stærstu borgunum, um tveggja og hálfs tíma flug þangað frá Osaka. Og íbúarnir á Okinawa eru Japanar en þó fyrst og fremst Okinawamenn. Þeir minntu mig um margt á Vestmannaeyinga, ákaflega stoltir af uppruna sínum enda full ástæða til. Þeir leggja til dæmis ríka áherslu á að þótt karate sé kynnt sem japönsk íþrótt þá sé hún upprunnin á Okinawa og þjálfun á Okinawa taki fram annarri þjálfun í Japan.“ Á Okinawa dvaldi Ævar í 15 daga við æfingar. „Æfingasalirnir nefnast „Dojo“ og einkaæfingasalur þess sem æðstur er nefnist „Honbu dojo“. Ég var í æfingum hjá einum elsta og virtasta karatemeistaranum, Morio Higaonna og aðstoðar- mönnum hans, Uehara Sensei og Kuramoto Sensei. Morio Higaonna er 10. dan á hæstu gráðu og lengra ná menn ekki. Ég er t.d. 1. dan og því himinn og haf milli okkar. Hann hefur fengið viðurkenningu frá japanska menningarráðuneytinu og er bókfærður sem menningarleg þjóðargersemi (Intangible Cultural Treasure of Okinawa). Hann er einn þekktasti karateleiðbeinandi í heimi, 77 ára að aldri og ein ástæða þess að ég lét verða af þessari för, var sú að mig langaði til að njóta handleiðslu þessa meistara, það er Okinawa stóð undir væntingum og vel það :: Segir Ævar Austfjörð um ferð sína til Okinawa í Japan í sumar þar sem hann stundaði æfingar í karate undir handleiðslu heimskunnra meistara í íþróttinni Sigurgeir jónSSon sigurge@internet.is Ævar fyrir framan Shurio Castle á Okinawa sem tengist sögu karateíþróttarinnar. Þarna var æfður stíll sem kallast Shuri-te og er hluti af því sem kallast karate.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.