Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 12.08.2015, Qupperneq 14

Fréttir - Eyjafréttir - 12.08.2015, Qupperneq 14
14 Eyjafréttir / Miðvikudagur 12. ágúst 2015 „Nú eru búnir fjórir gríðarlega mikilvægir leikir á þeim rúmu tveimur vikum sem ég hef þjálfað liðið og það hefur þróast þannig að í fyrsta leiknum virtust menn ekki þekkja hlutverk sín nægilega vel varnarlega og Stjörnumenn fengu allt of mikið af opnum svæðum,“ sagði Ásmundur Arnarsson, nýr þjálfari meistaraflokks karla þegar hann var spurður um brösuga byrjun en mikilvægan sigur gegn Leikni á sunnudaginn. Hvað hvað gerði liðið betur í Leiknisleiknum? „Í leiknum á móti KR virtist ákveðið andleysi í liðinu og það var líkt og menn hefðu ekki nægjanlega trú á verkefninu. Leikurinn gegn Fylki var mun betri og í raun bara einstaklingsmistök sem valda því að sá leikur tapast. Gegn Leikni var skipulag liðsins miklu betra en gegn Stjörnunni, það var miklu meiri baráttuandi, sigurvilji, liðsheild og trú en gegn KR og engin einstak- lingsmistök sem gáfu mark. Þessi sigur er því klárlega eitthvað til að byggja á og í framhaldinu þurfum við að vinna í að bæta leik liðsins sóknarlega.“ Hvernig líst þér á dvölina í Vestmannaeyjum? „Mér líst einstaklega vel á dvölina í Eyjum. Það er eitthvað svo frábært andrúmsloft á þessari mögnuðu eyju og gaman að fá að kynnast henni betur og fólkinu sem hér býr. Eyjan býr yfir miklum krafti og einstaklega fallegri náttúru. Áttirðu von á einhverju sérstöku er þú komst til Eyja? „Ég átti von á spennandi en jafnframt krefjandi verkefni þar sem liðið og klúbburinn í heild hefur gengið í gegnum mikla erfiðleika í sumar. Byrjun tímabilsins var erfið og gengið ekki sem skyldi framan af. Sigrarnir gegn Breiðabliki, Fylki og Fjölni gáfu þó sterklega í skyn að það býr ýmislegt gott í þessu liði.“ Hvernig hefur þér verið tekið í Eyjum? „Eyjamenn eru þekktir fyrir að vera höfðingjar heim að sækja og það hefur svo sannarlega sýnt sig í þessu tilfelli. Þvílíkir höfðingar allt í kringum klúbbinn og ég hef fundið fyrir gríðarlega jákvæðu viðmóti í bænum. Það er eins og maður finni fyrir því alls staðar að menn geri sér grein fyrir stöðunni sem liðið er í og það ætla allir að vinna saman í því að snúa dæminu við.“ Hver er helsti munurinn á að þjálfa ÍBV og Fylki? „Ég hef aldrei þjálfað lið með eins hátt hlutfall af erlendum leikmönum og það tekur smá tíma að aðlagast því. Fylkir gerir út á það að vera „bær í borg“ og vilja hafa ákveðna „úti á landi“ stemningu en ÍBV er úti á landi og þar er munur á. Það eru auðvitað meiri ferðalög og ýmsir þættir sem lið úti á landi þurfa að glíma við sem lið á höfuðborgarsvæðinu þurfa aldrei að hafa áhyggjur af. Ég þekki þetta ágætlega enda landsbyggðarmaður sjálfur og þegar ég þjálfaði Völsung á Húsavík var hópurinn stundum þrískiptur. Það myndast samt oftast meiri samstaða og eining í liðum úti á landi því menn eyða miklum tíma saman á ferðalögum og fleira.“ Ertu með nógu sterkan hóp til að ÍBV haldi sér uppi? „Ég er enn að kynnast hópnum í heild sinni og blandan hefur aðeins breyst með tilkomu Gunnars Heiðars, Sito, Stefáns Ragnars og nú síðast Mario Brlecic. Ég hef fulla trú á því að hópurinn sé nægjanlega sterkur og í raun kemur ekkert annað til greina en að ÍBV haldi sér uppi.“ Ásmundur Arnarsson :: Nýr þjálfari mfl. karla: Hef fulla trú á að liðið haldi sæti sínu í deildinni Í raun kemur ekkert annað til greina Snorri Sturluson hafði eitt sinn á orði að þrjár myndu jafnan vera ástæður sérhvers hlutar. Vera má að reynsla sumra lesenda Eyjafrétta sé á skjön við þau gömlu orð en hvað varðar viðfangsefni þessarar samantektar reynast þau sönn. Upphaf þess máls að koma Eyjafréttum á vefrænt form undir timarit.is er rakinn til þess fyrsta viðburðar að núverandi bæjarstjóri, Elliði Vignisson, átti leið um skrifstofu Frétta eins og blaðið hét á útmánuðum 2011. Var bæjarstjóri í leit að upplýs- ingum sem áttu að hafa birst í blaðinu ári fyrr. Þrátt fyrir ítarlega leit fannst hvorki tangur né tetur af meintri frétt. Áður en Elliði kvaddi varð honum að orði: Af hverju er blaðið ekki löngu komið á netið, þá hefði ég fundið það sem ég leitaði að á augabragði? Þessi orð festust í huga Gísla Valtýssonar útgefanda blaðsins, er var nærstaddur. Löngu síðar er undirritaður sem oftar að stika stórum eftir götum bæjarins og staldrar við verslun nokkra. Vill svo til að Gísli er þar ekki fjarri og varð nú sá annar viðburður að Gísli spyr hvort gönguhrólfur muni vilja aðstoða við að koma Fréttum á vefrænt form. Haraldur fór hamförum Ekki þurfti að egna frekar og í janúarbyrjun 2012 var formlega gengið frá samningum milli Vestmannaeyjabæjar og Frétta um að skannaðar yrðu 30.652 blaðsíður í 2.153 tölublöðum eða allar Fréttir undanfarinna 40 ára (28. júní 1974 - 26. júní 2014) og að á afmælisdegi Frétta 28. júní 2014 yrði formleg opnun á vefsvæði sem hýsti efnið. Er líða tók að afhendingardegi varð undirritaður hugsjúkur mjög. Ekki var ástæðan þó sjálf afhendingin þar sem Haraldur Halldórsson hafði farið hamförum og skannað allt efnið. Ástæðan var afhendingar- dagurinn sjálfur, laugardagurinn 28. júní. Þann dag áttu 16 liða úrslit að hefjast í heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu sem haldin var í Brasilíu og verklok því eðlilega í uppnámi. Ég ræddi við bæjaryfirvöld og oddvita Eyjafrétta eins og blaðið nefndist þá og eftirleiðis en enginn virtist átta sig á vandanum, hvað þá að lausn væri boðin fram. Komu mér þá í hug hin fornu orð Snorra Sturlusonar sem höfð voru eftir honum hér í upphafi og sá ég að hér var komin hin þriðja og síðusta ástæða þess að blaðið komst á vefrænt form. Ég hugsaði með mér: Hvað eiga miklir viðburðir sammerkt? Jú, það að einhver er kvaddur til að bera fram fórn, leggja eitthvað það að mörkum sem venjulegu fólki er ofviða. Nú var mér, óverð- skuldað, sýnd sú virðing að vera valinn til að leggja fram þá stórkost- legu fórn að missa af leikjum í 16 liða úrslitum heimsmeistarakeppn- innar í knattspyrnu og svo mjög sem ég hafði í huga mér glaðst yfir að sjá Brassana leika við Síle og Kólumbíu við Úrúgvæ þá gat ég ekki annað en beygt höfuð fyrir valdi örlaganna. Þann 28. júní 2014 rann upp á Íslandi – og í Brasilíu. 40 ára saga Vestmannaeyja rituð af blaðamönnum Eyjafrétta var lögð fram og aðgengið að þeirri sögu skyndilega orðið aðeins fingra- smellir í tölvu. Í stað þess að sitja þungskýjaður yfir ársbirgðum af blaðinu mátti nú með einföldum hætti leita uppi hvaðeina sem óskað var eftir. Hér voru verklok og um kvöldið voru goldin verklaunin – í svefnherbergi Gísla Valtýssonar! Í svefnherbergi Gísla Ekki þó þau verklaun sem sumir kynnu að láta sér til hugar koma heldur hin að þar sem aðrir sátu að drykkju í stofunni laumuðum við okkur nokkrir inn í svefnherbergi þeirra hjóna og sátum þar á rúmgaflinum og fengum að upplifa Brasilíu komast í 8 liða úrslitin í vítaspyrnukeppni. Þar sem Brasilía var komin áfram, öll tölublöð Eyjafrétta komin á vefrænt form og gestir farnir úr svefnherberginu ættu hér að vera sögulok. Svo var þó ekki, því nú tóku örlögin í taumana. Fornir vinir úr Landsbókasafni höfðu selt okkur þá hugmynd að enda þótt Eyjafréttir yrðu aðgengi- legar á vefsvæði bæjarins og eyjafrettir.is þá væri fullur sigur ekki unninn fyrr en efnið væri jafnframt sýnilegt á timarit.is. Hafði Landsbókasafnið sent gamlan samstarfsaðila sem fulltrúa sinn á vettvang í því skyni að innsigla samninginn. Kom sá á ráðstefnuna og flutti sköruglegt erindi þar sem hann taldi að seinkun yrði um eina til tvær vikur við að koma öllu efninu inn á timarit.is og gera það aðgengilegt í þeim stóra gagna- grunni. Niðurstaðan varð sú að snöggtum lengri tíma tók að ljúka þeim nýja verkþætti og það er ekki fyrr en nú, við upphaf haustlægða 2015 sem öll tölublöð Frétta og síðar Eyjafrétta eru sýnileg og leitarbær inni á timarit.is. Að þessu sinni verður sá lokahnykkur sögunnar ekki rakinn frekar en aðeins glaðst yfir að allt efnið er nú orðið sýnilegt eins og að var stefnt. Mikil útgáfa í Eyjum Yfir 170 tímarit og blöð hafa verið gefin út í Vestmannaeyjum og aðeins um 15% þeirra eru aðgengi- leg á vefnum. Ég vil því nefna að lokum að ég er tilbúinn til þess samstarfs að koma fleiri blöðum á vefrænt form og bið alla þá sem deila þeirri hugsýn með mér að hafa samband. Starfsmenn Safnahúss Vestmannaeyja eru orðnir hoknir af reynslu í þessum efnum: Fundar- gerðir félagasamtaka líkt og Sjómannafélagsins Jötuns og Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Verðandi er hvoru tveggja búið að skanna og rita upp á tölvutækt form; verið er að skanna Viðskipta- blaðið og skanna og rita upp á tölvutækt form Sjómannadagsblað Vestmannaeyja auk Frétta og síðar Eyjafrétta eins og hér hefur verið rakið. Þau verk eru vonandi aðeins eitt lítið upphafsskref í þá humátt að opna aðgang að menningararfi Vestmannaeyja sem meðal annars er fólginn í fundargerðum fyrirtækja og félagasamtaka í Eyjum og útgáfum blaða og tímarita héðan. Hugsið ykkur ef allur sá auður væri ekki fjær en sem næmi aðgangi að tölvu og neti? Slíkt er gerlegt – við þurfum aðeins að kalla saman í lið og þá getur boltinn byrjað að rúlla! Fréttir af Eyjafréttum á netinu og HM í Brasilíu: Loks við upphaf haustlægða eru öll tölublöð Frétta og Eyja- frétta á timarit.is :: Alls 30.652 blaðsíður í 2.153 tölublöðum :: Eða allar Fréttir undanfarinna 40 ára :: Frá 28. júní 1974 - 26. júní 2014 KÁri BjarnaSon YFirmaður SaFnahúSS

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.