Fréttir - Eyjafréttir - 29.11.2017, Blaðsíða 11
Eyjafréttir - 11Miðvikudagur 29. nóvember 2017
Kaffi sala
og basar!
Árleg kaffi sala og basar Kvenfélagsins Líknar
verður í Höllinni við Strembugötu
fi mmtudaginn 30. nóvember kl. 15.00
Verð kr. 1.700,- fyrir fullorðna
og kr. 500,- fyrir börn.
Allur ágóði rennur til líknarmála í Vestmannaeyjum.
ALLIR HJARTANLEGA VELKOMNIR
VONUMST TIL AÐ SJÁ YKKUR SEM ALLRA FLEST
Stjórn Líknar.
í tilrauninni. „Mér fannst þetta
spennandi sem áhugamanni um
heilsusamlegt fæði, sama hvort það
afsannar eða sannar ágæti þess að
borða eingöngu kjöt. Ég hafði
samband og Shawn vísaði mér á
heimasíðu og ég bjó mér aðgang.
Það var svo byrjað 15. ágúst.“
Áhrif mataræðis á heilann
Ævar fór óhræddur í þetta því hann
hafði reynslu af því að borða
jurtalaust fæði í þrjár og hálfa viku
fyrr á árinu. „Blóðprufur eftir þá
reynslu eru þær bestu sem ég hef
fengið. Ég er iðulega að biðja lækna
um að taka úr mér blóðprufur af því
að það eru hæg heimatökin í
vinnunni. Ástæðan er að ég er
mikið að spá í hvaða áhrif mataræði
hefur á mig. Eftir átta vikur á kjöti
mældist CRP eða bólgumyndun
engin í líkamanum en var 1,2 í
upphafi og 1,1 eftir fjórar vikur.
Reyndar er bólgumyndun í kring
um 1 ekki til að tala um. Það sem
ég breytti eftir fjórar vikurnar var
að auka lambakjötið. Minnka
nautkjötið og taka kjúkling og svín
eiginlega alveg út.“
Ævar segist hafa borið þetta undir
nokkra lækna og flestum þykir þetta
frekar athyglisvert en sjálfur telur
hann svarið við jákvæðum við-
brögðum líkamans við breyttu
mataræði einfalt. „Mitt erfðaefni er
byggt upp á þúsund ára kindakjöts-
áti forfeðra minna sem hafa borðað
mest kindakjöt og fisk og fitu sem
þeim tilheyrir. Svo koma kýrnar
seinna og þá byrja þeir að borða
smjör. Fitan sem við fengum áður
en við fengum smjörið var bara tólg
og hamsar. Já, eða lifur. Það er því
sennilega vitleysa að halda því fram
að rautt kjöt sé óholt fyrir okkur
Íslendinga. Sennilega er það bara
mjög hollt. Ofurfæði jafnvel. Á því
þrifumst við og sennilega hefur
íslenska kindin haldið í okkur lífinu
þegar harðindin voru sem mest. Þá
má benda á að mannkynið tók fram-
förum þegar við fórum að borða
kjöt. Rannsóknir segja að þá hafi
heilinn í okkur farið að stækka.
Þegar maðurinn fór að rækta korn
og grænmeti hætti heilinn í okkur
að stækka.“
Djúsí buffin björguðu
Hvað voruð þið mörg í hópnum?
„Það voru 417 sem skráðu sig en
það voru um 120 sem fóru af stað
og eitthvað stærri hópur fór af stað
mánuði seinna. Þannig að það eru
hátt í 300 í þessari rannsókn og
síðan hafa fleiri bæst við því Shawn
og félagar hafa ákveðið að hafa
„Loggið“ opið og óska eftir því að
fólk taki þátt. Ég held að einhverjir
Íslendingar séu þegar farnir að skrá
inn upplýsingar eftir að hafa verið í
sambandi við mig
Hvað segir þetta fólk? „Það eru
flestir að lýsa þessu eins og ég en
nokkrir eru í vandræðum af því þeir
eru að fá leið á fæðinu. Margir eru
eins og ég, kaupa mikið af hakki af
því að það er ódýrt. Matur fyrir mig
kostar 30-35 þúsund en ég borða
nokkuð mikið en þetta gæti farið
upp í 50-60 þúsund ef maður
borðaði bara dýrasta kjötið. Þeir
sem eru að gefast upp eru ekki að
gera þessi djúsi buff eins og ég gaf
þér heldur steika hakkið beint á
pönnu sem þá verður bara þurrt og
leiðinlegt.
Það hefur í raun aðeins einu sinni
verið gerð svona rannsókn áður.
Það var árið 1929 í Bandaríkjunum
en þáttakendur voru aðeins tveir. En
annar þeirra var Íslendingurinn
Vilhjálmur Stefánsson. Sú rannsókn
stóð í eitt ár og komu báðir
þátttakendur vel út úr þeirri
vegferð.“
Ævar þekkir vel til í Kjarnafæði á
Akureyri og þeir hafa verið honum
innanhandar. „Þeir hafa alltaf gert
það fyrir mig sem ég bið um, hvort
sem það er í viðskiptum eða fyrir
mig sjálfan.“
Skýrari í kollinum
En ef þú lýsir breytingunni á
sjálfum þér á þessum þremur
mánuðum. „Ég var lengi búinn að
vera á lágkolvetnafæði þannig að
þetta var ekki mjög stórt stökk. Ég
fann eins og ég hafði fundið á
lágkolvetnafæðinu að með því að
borða eingöngu kjöt virkuðu lyfin
betur,“ segir Ævar um lyf sem hann
tekur við athyglisbresti. „Hef ég því
bæði minnkað og breytt lyfjagjöf-
inni. Með því að borða eingöngu
kolvetni, er ég skýrari í kollinum,
flesta daga ef ekki er mikið stress í
gangi. Þegar það gerist kortslúttast
ég alveg en ég þarf að passa upp á
að sofa nóg, sjö til átta tíma. Sef
mun betur,“ segir Ævar og fullyrðir
að þrek og kraftur hafi aukist.
„Ég hafði aldrei komist hærra en í
180 kíló í réttstöðulyftu á yngri
árum. Sem er ekki mikið fyrir
stóran og þungan mann. Var alltaf
að lyfta en fannst þessi æfing alltaf
svo erfið. Kannski mest andlega. Ég
hef alltaf verið eitthvað að lyfta en
byrjaði fyrir tæpum þremur árum að
lyfta aftur svona þungt. Langaði að
athuga hvort ég kæmist aftur upp í
þessi 180 kg að minnsta kosti. En
ég hef mest komist í 160 kg og það
tók eitt og hálft ár og ég hef verið
alveg pikkfastur þar. Og stundum
hef ég ekki einu sinni haft 160. Ég
hef ekki með nokkru móti komist
hærra. Ég lyfti reyndar ekki nema
einu sinni til tvisvar í viku því
karate æfingarnar eru mínar aðal
æfingar.
Ákefðin er meiri á æfingum
Ég er ekki að æfa neitt öðru vísi en
ég hef gert. Bara þessar karateæf-
ingar og svo aðeins að lyfta. En svo
átta eða níu vikum eftir að ég
byrjaði á kjötfæðinu gat ég allt í
einu tekið 165 kíló. Og það tvisvar
frekar en bara einu sinni. Get tekið
þau tvisvar, þrisvar og jafnvel
fjórum sinnum án þess að hafa
breytt neinu. Er með sömu rútínu
og venjulega. Í karate erum við með
styrk- og þolæfingar og ég er að
bæta mig í þeim öllum. Armbeygj-
um og hinum sívinsælu Burpees.
Ég hef engu breytt nema fæðinu en
ég finn að ákefðin er meiri á
æfingum og líka viljinn til að halda
áfram.“
Það er rauða kjötið? „Já. Algjör-
lega. Þarna sannast þessi kenning
að ef þú borðar eins og veiðimaður,
verðurðu veiðimaður. Þá ertu
einbeittur, gráðugur og grimmur.
En ef þú borðar eins og bráðin,
verðurðu bráðin. Mjósleginn og
utan við þig, sí borðandi og það er
auðvelt að ná þér,“ segir Ævar.
Kallinn er orkumeiri
En hvað finnst konunni? „Hann er
miklu orkumeiri, betri í skapinu og
ekki eins stressaður,“ segir Ása Sif.
„Ég tek samt ekki þátt í þessu með
honum. Vil hafa meiri fjölbreytni.
Það kemur þó alveg fyrir að ég taki
góða steik með honum án meðlætis.
Það er bara fínt annað slagið.“
„Ég hef glímt við þunglyndi en
haft mína leið til að höndla það
síðustu fimm til sjö árin. Áður hafði
ég notað þunglyndislyf af og til sem
hjápuðu og mér finnst að kjötið sé
að gera það sama. Auðvitað verð ég
pirraður en mér finnst ég miklu
hæfari til að takast á við allt áreiti
og lífið yfirleitt. Ég er alveg
ákveðinn í að halda þessu lengur
áfram og sjá hvað það gerir fyrir
mig. Það hafa margir haft samband
við mig til að forvitnast og
einhverjir eru nú þegar að prófa sig
áfram.“
Mismunandi fæði fyrir
mismunandi fólk
Annars er alveg ljóst að mismun-
andi fæði hentar mismunandi fólki.
Ég held samt að „fjölbreytt fæði“
og „allt gott í hófi“ sé algjört bull.
Einfaldlega vegna þess að í allri
þróunarsögu mannkyns hefur þorri
þess ekki haft aðgang að fjölbreyttu
fæði. Heldur lifað langtímum saman
á einhæfu árstíðarbundnu fæði. Ég
held að líkaminn hreinlega höndli
ekki fjölbreytt fæði. Það er kannski
þess vegna sem flestir „kúrar“ virka
svo vel til að byrja með vegna þess
að þeir ganga flestir út á að útiloka
eitthvað. Svo þegar fólk slakar á
eða hættir og fer að taka aftur inn
það sem var sleppt þá fer allt í sama
farið aftur. Shawn Baker er allavega
með ágæta kenningu og ég tek
undir hana: „Meat is complete“
sagði Ævar að endingu.