Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 29.11.2017, Blaðsíða 16

Fréttir - Eyjafréttir - 29.11.2017, Blaðsíða 16
vetraráætlun herjólfs *áætlun getur tekið breytingum – nánar á ferjur.is vestmannaeyjar - landeyjar fös. sun. 08:30 11:00 16:00 18:45 21:00 mán. fim. lau. 08:30 11:00 - 18:45 21:00 þri. mið. 08:30 11:00 - 18:45 - landeyjar - vestmannaeyjar fös. sun. 09:45 12:45 17:10 19:45 22:00 mán. fim. lau. 09:45 12:45 - 19:45 22:00 Þri. mið. 09:45 12:45 - 19:45 - OPNUNARTÍMI / Mánudaga-föstudaga kl . 7.30-21.00 / Um helgar kl . 10-21 GÓÐ VERSLUN Í ALFARALEIÐ NÝ TILBOÐ VIKULEGA Heimsendingarþjónusta. PISTILLINN SUSHI frá Osushi kemur til okkar föstudaga kl. 17.30. Tökum niður pantanir! s. 481-1300 | frettir@eyjafrettir.is | www.eyjafrettir.is ...systkin tvö geta betur! fylgir Eyjafréttum í næstu viku. Þeir auglýsendur sem vilja nýta þetta tækifæri til að koma sinni vöru eða þjónustu á framfæri hafi samband sem fyrst. AÐVENTUBLAÐIÐ Vinsældir þess að fasta hefur færst í aukana síðustu árin og þykir það ekkert tiltökumál að neita sér um mat í lengri eða skemmri tíma. Þetta er þó vandmeðfarið eins og svo margt annað og að ýmsu þarf að huga áður en lagt er af stað. Föstur geta verið með ýmsu móti og ástæðurnar fyrir þeim sömu- leiðis ólíkar eftir því hver er að framkvæma föstuna. Áður fyrr var líklega um algjörar undantekningar að ræða ef fólk fastaði ekki trúarinnar vegna en eins og kannski flestir vita fasta múslimar enn þann dag í dag frá dögun til sólarlags í Ramadan, níunda mánuði ársins í tímatali Íslam. Fastan er ein af fimm stoðum Íslam og skylda fyrir alla heilsuhrausta múslima sem náð hafa kynþroska. Í dag er fastan orðin að eins konar tískufyrirbrigði og óspart notuð sem „einföld leið til að léttast og öðlast heilbrigðara líf“ en það er einmitt titill bókar Dr. Michael Mosley um 5:2 föstuna. Gengur hún út á það að borða venjulega í fimm daga en skera niður kaloríu- fjöldann umtalsvert næstu tvo daga á eftir. 16/8 er sömuleiðis vinsæl útfærsla á föstu en þá er fólk með tiltekinn átta klukkustunda tímaramma á dag sem það má neyta matar. Utan þess ramma neytir það einungis vatns eða annarra kaloríusnauðra drykkja eins og svart kaffi eða te. Aðrir ganga enn lengra og fasta sleitu- laust heilu sólarhringana en það er tæplega skynsamlegt án viðeigandi undirbúnings og þekkingu á viðfangsefninu. Án þess að fullyrða um neitt, enda er undirritaður hvorki læknisfræði- menntaður né vísindamaður af neinni sort, ætti þó vera tiltölulega meinlaust fyrir alla heilsuhrausta einstaklinga að prófa að neita sér um mat endrum og eins. Ekki nóg með að vera meinlaust þá getur það einnig einfaldað lífið örlítið að hugsa minna um mat og hverjum veitir ekki af að einfalda líf sitt? Forfeður okkar fóru allavega oft í gegnum tímabil þar sem lítinn mat var að fá en í sögulegu samhengi er í raun nokkuð stutt síðan maðurinn fór að hafa jafn greiðan aðgang að mat og hann hefur í dag. Við ættum því að vera nokkuð vel í stakk búin erfðafræðilega til að takast á við föstu. Fyrir utan hið augljósa, þ.e. að grennast, hafa niðurstöður ýmissa rannsókna leitt í ljós að föstur geti haft heilsufarslega ávinninga í för með sér, svo sem minnkað hættu á hjarta- og æðasjúkdómum, krabbameini, sykursýki og fleiru. Á dögunum kom út ein slík rannsókn á vegum Harvard háskólans í Bandaríkjunum þar sem niður- staðan gaf einmitt góð fyrirheit um ágæti föstunnar, að hún gæti stuðlað að langlífi og bættri heilsu. Þetta eru í það minnsta áhugaverð- ar pælingar og kannski eitthvað sem gæti hentað þér, lesandi góður. Hefur þú prófað að fasta? Einar Kristinn Helgason einarkrist inn @eyjafrett ir. is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.