Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 29.11.2017, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 29.11.2017, Blaðsíða 10
10 - Eyjafréttir Miðvikudagur 29. nóvember 2017 Sunnudaginn 12. nóvember bankaði blaðamaður upp á að Kirkjuvegi 64 þar sem Ævar Austfjörð og Ása Sif Tryggva- dóttir búa með fölskyldu sinni. Tilefnið er að þennan dag hafði Ævar borðað eingöngu kjöt í 90 daga og hann er ánægður með þá breytingu sem hann finnur á sjálfum sér. Hann býður blaðamanni í eldhúsið þar sem hann skellir fjórum vænum nautabuffum og tveimur myndarlegum nautasteikum á pönnu. Skiptir þessu á milli sín og blaða- manns sem var bara ánægður með þessa nýbreytni, að borða eingöngu kjöt. Það smakkaðist vel en skammturinn var of stór þannig að hann leyfði hluta af steikinni. Ævar er yfirmaður í eldhúsi Sjúkrahússins en hann er menntaður kjötiðnaðarmað- ur og matartæknir sem í raun ætti að heita Sérfæðiskokkur. „Bryti“ er starfsheitið. Ása starfar þar líka og er næst- ráðandi eða aðstoðar mat- ráður. Ævar er formaður og stofnandi Karate- félags Vestmanna- eyjar og aðalþjálf- ari. „Í janúar á þessu ári var veganfæðið mikið auglýst sem er hið besta mál. Mér datt þá í hug að taka hinn pólinn á þetta og borða engar plöntur. Borða bara kjöt, fisk, osta og egg sem ég gerði frá áttunda eða níunda janúar og út mánuðinn. Þrátt fyrir að ég sé búinn að liggja yfir rannsóknum og greinum um næringarfræði í fimm eða sex ár var ég skíthræddur við þetta. Af því að ef eitthvað er að marka opinberar ráðleggingar er þetta hættulegt,“ segir Ævar þegar hann er spurður um aðdraganda þess að hann fór út í að borða eingöngu kjöt í 90 daga. „Ég hélt þó að þrjár og hálf vika væri í lagi,“ bætir hann við og ekki er að sjá að hann hafi hlotið skaða af. Næstur kom núll- kolvetnakúrinn Þetta var þó ekki heilagra en svo að ef hann var með fisk í sósu uppi á Spítala borðaði hann fiskinn og sósuna með. „Var ekki 100% í þessu en þetta var svona 98% til 99% plöntufrítt fæði. Ég fór þá að leita á netinu til að finna einhverja sem voru að borða eitthvað þessu líkt. Fann þá fleiri tugi þúsunda í allskonar hópum t.d. á facebook sem eru að borða það sem kallað er núll-kolvetna „zerocarb“ fæði sem eru eingöngu dýraafurðir. Ég reyndi þetta og líkaði vel. Fann þó engan stóran mun á einu eða neinu og léttist eitthvað, um tvö kíló. Var svipaður í orku á æfingum en fann að einbeitingin var betri. Ég er greindur með athyglisbrest og er á lyfjum við því. Var reyndar ekki kominn á lyf þá, var í greiningunni þannig að ég var ekki mikið að velta mér upp úr þeirri hliðinni.“ Ákveður að slá til Ævar hélt áfram að vafra um netheima og rakst á Shawn Baker, skurðlækni í Bandaríkjunum sem honum fannst spennandi. „Hann var nýorðinn fimmtugur. Keppti í aflraunum hér áður fyrr. Lýsti því yfir að hann hefði aldrei notað stera sem honum finnst sem lækni ekki eðlilegt að nota. Það var þó kannski ástæðan fyrir því að hann var ekki að keppa við þá allra bestu. Hann er 110 kíló, 195 á hæð og kraftalega vaxinn. Hann vinnur mikið með réttstöðulyftur, hnébeygjur og ketilbjöllusveiflur, þunga bolta, kassahopp og róðravélar. Hann er búinn að setja fjölda heimsmeta á róðravélinni síðan hann hætti að borða allt annað en kjöt. Borðar bara nautakjöt en segir að erfiðara sé að nálgast nautakjötið þegar hann er utan Bandaríkjanna og þá bætir hann það upp með t.d. lambakjöti og ostum. Það er hann sem stendur fyrir þessari rannsókn,“ segir Ævar um Shawn. Í sumar opnaði Shawn vefsíðuna nequalsmany.com þar sem hann ætlaði að koma saman hóp sem eingöngu borðaði kjöt með þessa rannsókn í huga. Eftir smá umhugsun ákvað Ævar að taka þátt Ómar Garðarsson omar@eyjafrett ir. is MANNLÍF ” Ég fann eins og ég hafði fundið á lágkolvetnafæðinu að með því að borða eingöngu kjöt virkuðu lyfin betur. Hef ég því bæði minnkað og breytt lyfjagjöfinni. Með því að borða eingöngu kolvetni, er ég skýrari í kollinum, flesta daga ef ekki er mikið stress í gangi. Ævar Austfjörð borðaði eingöngu kjöt í 90 daga og líkaði vel : Sá sem borðar eins og veiðimaður verður veiðimaður :: Einbeittur, gráðugur og grimmur :: Ef þú borðar eins og bráðin, verðurðu bráðin :: Mjósleginn og utan við þig, síborðandi og það er auðvelt að ná þér, segir hann.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.