Fréttir - Eyjafréttir - 18.04.2018, Qupperneq 2
2 - Eyjafréttir
eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og
annað er óheimilt nema heimilda sé getið.
Eyjafréttir
Útgefandi: Eyjasýn ehf. 480278-0549.
ritstjórn og ábyrgð: Sara Sjöfn Grettisdóttir
- sarasjofn@eyjafrettir.is
Blaðamaður:
Einar Kristinn Helgason - einarkristinn@eyjafrettir.is
Umbrot og hönnun:
Sæþór Vídó - sathor@eyjafrettir.is
Ljósmyndir: Óskar Pétur Friðriksson og blaðamenn.
Prentvinna: Landsprent ehf.
aðsetur ritstjórnar: Strandvegur 47, Vestm.eyjum.
Símar: 481 1300 og 481 3310.
netfang: frettir@eyjafrettir.is.
auglýsingar: auglysingar@eyjafrettir.is
Veffang: www.eyjafrettir.is
Eyjafréttir koma út alla miðvikudaga.
Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu á Kletti,
Tvistinum, Vöruvali, og Skýlinu í Vestmannaeyjum.
Eyjafréttir eru prentaðar í 2000 eintökum.
Eyjafréttir eru aðilar að Samtökum bæjar-
og héraðsfréttablaða.
Miðvikudagur 18. apríl 2018
Nú er það ljóst að framboðin
verða þrjú í sveitarstjórnar-
kosningunum þann 26. maí
næstkomandi. Eyjalistinn var
fyrstur til að tilkynna sinn lista
og sögðum við frá honum í
síðasta tölublaði, en Njáll
Ragnarsson og Helga Jóhanna
Harðardóttir leiða Eyjalistann.
Sjálfstæðisflokkurinn opin-
beraði sinn lista í síðustu viku
og nýtt framboðsafl var
stofnað á fimmtudaginn.
Fyrsta sinn í 20 ár sem kona
skipar það sæti á framboðs-
lista flokksins.
Í síðustu viku var haldinn fundur í
fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins þar
sem framboðslisti Sjálfstæðis-
flokksins fyrir komandi sveitar-
stjórnarkosningar var kynntur og
samþykktur. Hildur Sólveig
Sigurðardóttir og Helga Kristín
Kolbeinsdóttir munu leiða lista
Sjálfstæðisflokksins í sveitar-
stjórnarkosningunum í maí. Elliði
Vignisson Bæjarstjóri er leiðtogi og
bæjarstjóraefni listans. Á listanum
eru nýir einstaklingar, í bland við þá
reynslumeiri. Fólk úr ólíkum áttum
með ólíkan bakgrunn.
Ekki sjálfgefið að ungri konu
sé falið hlutverk sem þetta
Hildur Sólveig Sigurðardóttir
skipar fyrsta sæti á listanum, en
þetta er í fyrsta sinn í 20 ár sem
kona skipar það sæti á framboðs-
lista flokksins. Haft var eftir henna í
tilkynningu frá flokknum að það
væri ekki sjálfgefið að ungri konu
sé falið hlutverk sem þetta og hvað
þá að tvær konur skipi tvö efstu
sætin. „Þetta tel ég bæði sýna styrk
okkar sem flokks sem og þann hug
sem reynslumikið fólk í starfi okkar
ber til ungs fólks og kvenna.“
Í tilkynningu er svo haft eftir
Elliða, „ég kvíði því ekki að leiða
listann sem varabæjarfulltrúi enda
ríkir mikill einhugur hjá því góða
fólki sem skipar framboðslistann.
Saman ætlum við leiða Sjálfstæðis-
flokkinn til sigurs og gera góðan bæ
enn betri á komandi kjörtímabili.“
Framboðslisti
Sjálfstæðisflokksins:
1. Hildur Sólveig Sigurðardóttir,
sjúkraþjálfari
2. Helga Kristín Kolbeins,
skólameistari
3. Trausti Hjaltason,
framkvæmdastjóri
4. Eyþór Harðarson,
útgerðarstjóri
5. Elliði Vignisson,
bæjarstjóri
6. Margrét Rós Ingólfsdóttir,
félagsfræðingur
7. Sigursveinn Þórðarson,
svæðisstjóri
8. Páll Marvin Jónsson,
framkvæmdastjóri
9. Andrea Guðjóns Jónasdóttir,
sjúkraliði
10. Gísli Stefánsson,
æskulýðsfulltrúi
11. Agnes Stefánsdóttir,
framhaldsskólanemi
12. Vignir Arnar Svafarsson,
sjómaður
13. Klaudia Beata Wróbel,
nemi og túlkur
14. Bragi Ingiberg Ólafsson,
eldri borgari
Bæjarmálafélagið Fyrir
Heimaey
Bæjarmálafélagið Fyrir Heimaey
var stofnað á fundi í Akóges á
fimmtudaginn. Markmið með
stofnun félagsins er að bæta
samfélagið. „Vestmannaeyjar er
góður staður til að búa á en við
getum alltaf gert betur.“ Formaður
félagsins er Leó Snær Sveinsson.
Stjórn félagsins var einnig kosin á
fimmtudaginn og er hennar fyrsta
verkefni er að skipa kjörnefnd sem
fer svo í það að undirbúa lista fyrir
komandi sveitarstjórnakosning-
arnar. Listinn verður kynntur á
fundi félagsins þann 22. apríl.
Íris vill leiða nýjan
framboðslista
Íris Róbertsdóttir tilkynnti á
facebook síðu sinni á sunnudaginn
að hún ætli að verða við þeirri
áskorun að gefa kost á sér til að
leiða nýjan framboðslista hins nýja
bæjarmálafélags - Fyrir Heimaey.
En áður höfðu 200 manns skrifað
undir áskorendalista og skorað á
hana að leiða nýtt framboð.
Tilkynningin frá Írisi
„Ég hef ákveðið að verða við þeirri
áskorun að gefa kost á mér til að
leiða nýjan framboðslista hér í
Vestmannaeyjum í sveitarstjórnar-
kosningunum í næsta mánuði. Ég er
stolt og þakklát fyrir það traust sem
mér er sýnt með þessari áskorun.
Þessa ákvörðun hef ég tilkynnt
forsvarsmönnum hins nýja
bæjarmálafélags - Fyrir Heimaey.“
Málefnavinna Eyjalistans
farin af stað
Á laugardaginn var opin fundur hjá
Eyjalistanum þar sem farið var í
málefnavinnu. Njáll Ragnarsson
sem leiðir listann sendi svo frá sér
grein í gær þar sem fram kom að
fyrir þau sem tókum sæti á lista
Eyjalistans var ákvörðunin um að
vera með og gefa kost á okkur í
raun ekki erfið. „Við eigum það
sameiginlegt að hafa brennandi
áhuga á bæjarmálum og viljum
stuðla að betra samfélagi í Vest-
mannaeyjum. Við höfum mismun-
andi bakgrunn og reynslu en viljum
öll taka þátt í því að byggja upp
betra samfélag þar sem allir hafa
sitt að segja.
Við leggjum höfuð áherslu á það að
skoðanir allra heyrist, við viljum að
ákvarðanir séu teknar í sem mestri
sátt við bæjarbúa og að faglega sé
staðið að stjórnsýslunni þannig að
tortryggni á stjórnun bæjarins gæti
ekki meðal bæjarbúa. Fyrir þetta
stöndum við. Við viljum aukið
íbúalýðræði og bætta stjórnsýslu-
hætti. Það er nauðsynlegt, nú sem
aldrei fyrr,“ sagði Njáll í greininni
sinni.
Þrjú framboð í sveitastjórnar-
kosningunum í Eyjum
:: 42 frambjóðendur
Sara Sjöfn GrettiSdóttir
sarasjofn@eyjafrett ir. is
kosningar 2018
Kraftur, Eyjamenn og ÍBV ætla
að perla saman laugardaginn
21. apríl milli 11 og 15 í Höllinni
Vestmannaeyjum.
Við skorum á alla Eyjamenn að
mæta á svæðið og perla með okkur
þar sem um er að ræða fyrsta
perluviðburð félagsins þar sem
perluð verða ný armbönd í íslensku
fánalitunum.
Armböndin verða
seld til stuðnings
Krafti og munu einnig
sýna samstöðu með
íslenska fótboltaliðinu á
HM. Armböndin eru með
áletruninni „Lífið er núna“
og eru auðveld í samsetningu
svo að allir geta tekið þátt, börn
sem fullorðnir.
Eyjamenn verða fyrstir til að geta
hreppt Perlubikarinn
og geta sett markið
hátt fyrir aðra sem
vilja reyna við hann.
Perlubikarinn hljóta
þeir viðburðarhaldarar
sem að ná að perla sem
flest armbönd.
Við hvetjum alla
Eyjamenn sem og leikmenn
og stuðningsmenn ÍBV að taka þátt
í þessu skemmtilega verkefni með
okkur. Öll armbönd-
in eru perluð í
sjálfboðavinnu og
því mikil hugsjón
bakvið hvert
armband. Allur ágóði
af sölu armbandanna
rennur til Krafts
- stuðningsfélag fyrir
ungt fólk sem greinst
hefur með krabba-
mein og aðstand-
endur og er hægt að
kaupa armböndin líka
strax á staðnum.
Það verður að
sjálfsögðu heitt á
könnunni og hlökkum
við til að sjá ykkur
sem flest
KOMIÐ OG PERLIÐ
AF KRAFTI.
Perlað af Krafti með ÍBV
fréttatilkynning
Eyjalistinn. Íris Róbertsdóttir.
Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum.