Fréttir - Eyjafréttir - 18.04.2018, Síða 9
Eyjafréttir - 9Miðvikudagur 18. apríl 2018
Hafa kynnst mörgu
góðu fagfólki
Þær tala báðar um allt fólkið sem
þær hafa kynnt í gegnum strákana
sína en fljótlega eftir að þær báðir
fæddust var fagfólk búið að koma
sér í samband við þau, „það kom
margt fagfólk heim á fyrstu
mánuðum lífs hans, þroskaþjálfi,
sjúkraþjálfi, iðjuþjálfi og svo
félagsfræðingur,“ sagði Lára og tók
Jóhanna undir það, „Já, maður
kynnist mörgu góðu fagfólki og
foreldrum í sömu aðstöðu og maður
sjálfur.“
Heppnir að vera yngstu börnin
Þær voru báðar sammála um hvað
systkinin spiluðu stóran þátt í
uppvextinum, en vinirnir eru báðir
yngstu börn foreldra sinna,
„systkinin hjálpuðu mikið og
myndu gera allt fyrir bróður sinn.
Elsta dóttir mín spurði hvort honum
yrði strítt í skólanum, en annars
voru þau ekki mikið að velta þessu
fyrir sér. Hann er bara bróðir þeirra,
einn af þeim. Birgir Reimar er líka
heppin með það að eiga bróður sem
er ári eldri en hann, Kristján Róbert,
og reyndi Birgir Reimar að gera allt
eins og hann. Hann græddi helling á
því að vera yngsta barnið og lítur
Birgir Reimar mikið upp til systkina
sinna“ sagði Jóhanna.
„Ég hafði það alltaf sem markmið
að hann mundi eignast vini bæði úr
fatlaða-geiranum og hinum. Ég fór
með hann í íþróttaskóla og allt sem
var í boði fyrir yngri börn. Hann
rosalega heppinn að eiga eldri
bróðir sinn Svavar, sem hann
hermdi allt eftir. “Ég gerði til
dæmis mikið í því að bjóða vinum
og bekkjarfélögum hans Svavars
heim og hann naut góðs af því, “
sagði Lára.
Strokutímabil
Strokutímabil er ekki eitthvað sem
allir foreldrar þekkja en það er mjög
algengt hjá krökkum með Downs
heilkenni að fara á slíkt tímabil og
er sá tími mæðrunum mjög
eftirminnilegur. „Við vorum einu
sinni með gesti hjá okkur þegar
Guðmundur Ásgeir var lítill og
vissum ekki betur en að hann væri
inni í herbergi að leika sér, hann er
svona um þriggja ára, en svo er
bankað. Í dyrunum stendur kona
sem sagðist hafa séð hann og
tilkynnti okkur að maðurinn hennar
væri á leiðinni með hann til baka.
Þó svo maður hafi verið með
allskonar læsingar, það skipti engu.
En svo gladdist maður yfir því að
hann hafi í raun komist yfir
læsingarnar, en samt ekki, “ sagði
Lára og tengdi Jóhanna vel við það.
„Birgir Reimar týndist tvisvar, þetta
var alveg hræðilegt tímabil, það
þurfti allt að vera lokað og læst á
öllum stundum og maður var alltaf
á tánum að athuga hvar hann væri. Í
fyrra skiptið vorum við á tjaldstæði
í Þýskalandi og fórum þar inni í búð
og hann lét sig hverfa. Í annað
skiptið, þá bjuggum við í Dan-
mörku og hann strauk og fór niður í
bæ á hjóli, á leiðinni niður í bæ
fann hann annað hjól og skipti á
miðri leið. Þannig að við fundum
hjólið hans fyrst, en svo fann
lögreglan hann. Þarna hvarf hann í
tvær klukkustundir, ég var alveg
hrikalega hrædd þá og það voru
bókstaflega allir að hjálpa okkur að
leita.“
Veist hvað þú hefur en
veist ekki hvað þú færð
Strákarnir hafa gengið hina
hefðbundu skólagöngu sem öll
íslensk börn gera, en nú er skóla-
gangan á enda. Guðmundur Ásgeir
útskrifaðist af starfsbraut í fram-
haldsskólanum í fyrra og Birgir
Reimar er að útskrifast núna. „Mín
upplifun er að núna eru þeir að
detta úr vernduðu umhverfi. Fyrst er
það leikskólinn og þar er allt fullt af
starfsfólki og svo grunnskólinn og
það gekk voða vel,“ sagði Lára og
tók Jóhanna undir það. Framhalds-
skólagangan var svo að þeirra mati
undirbúningur fyrir lífið, „þar snýst
þetta ekki um hvað þú kannt í
hverju fagi fyrir sig, heldur
undirbúningur fyrir hvað sem koma
skal“ sagði Lára. „Þetta voru alltaf
svona skref, að byrja hjá dag-
mömmu og það tók helling á og svo
þegar það var orðið fínt þá var
komið að leikskólanum. Það þarf
alltaf miklu meiri undirbúning með
þeim og lengri aðdraganda fyrir öll
verkefni sem koma skal,“ sagði
Jóhanna og tók Lára undir það, „þú
veist hvað þú hefur en veist ekki
hvað þú færð,“ bætti Lára við.
Eins og áður segir er Birgir
Reimar núna að klára síðustu
önnina sína í framhaldsskólanum
og Guðmundur Ásgeir er byrjaður
að vinna hjá Heimaey, „þeir eru svo
með stuðning eftir hádegi með
henni Lilju og hafa þau aðstöðu hjá
Heimaey hæfingarstöð, sem er
frábært því vinnudagurinn er búin
klukkan tólf,“ sagði Lára.
Hafa aldrei spurt út í fötlunina
Aðspurðar hvort strákarnir hafi
spurt út í sína fötlun, var það ekki
raunin. „Ég veit ekki hvað það er
enn Birgir Reimar hefur hingað til
ekki fílað sig á Heimaey, hvort
honum finnist hann ekki eiga heima
þar eða það fari í taugarnar á honum
að þetta sé vettvangur fyrir hann
veit ég ekki,“ sagði Jóhanna. „Mér
finnst stundum Guðmundur finni til
vanmáttar – honum langar að gera
eitthvað t.d. vinna á Eyjafréttum,
fara á ball og margt fleira en segir
svo þegar nær dregur að hann ætli
ekki að fara,“ sagði Lára.
Vega hvorn annan upp
Félagarnir eru mjög ólíkir og töluðu
þær báðar um að þeir vega hvorn
annan upp og sögðu þær blaða-
manni að Guðmundur væri mjög
félagslyndur og finnst gaman að
spjalla, en Birgir talaði minna og
væri mjög flinkur í eldhúsinu og
virkilega snyrtilegur. „Vinskapur
þeirra er alveg ómetanlegur og þeir
heppnir að hafa hvorn annan,“ sagði
Jóhanna. Aðspurðar telja þær það
mikil forréttindi fyrir vinina að búa
í litlu samfélagi eins og Vestmanna-
eyjar eru, „þeir eru töluvert meira
sjálfbjarga hérna heldur en þeir
væru mögulega annarsstaðar,“ sagði
Lára og voru þær sammála um að
hér væri líka fólk að öllu vilja gert
og að þeim væri vel tekið allsstaðar
sem þeir kæmu. „Það þarf heilt
þorp til að ala upp barn,“ bætti Lára
við.
Verðugt og innihaldsríkt líf
Spjallið leiðir okkur að þeirri
staðreynd að núna fæðist um það bil
eitt barn á ári með Downs heilkenni
og segja mæðurnar það vera
sorglega stöðu. „Núna er maður
komin vel inni í heim einstaklinga
með Downs heilkenni og þetta er
bara ekki slæmt eða vont líf sem
þau lifa og að mínu mati ekki versta
fötlunin, svo langt í frá. Þau fara í
gegnum þroskaferlið og byrja gera
allt, eins og labba, tala og þetta
helsta sem heilbrigður einstaklingur
gerir, en eru bara lengur að því. Ég
hef líka gert í því að taka hann með
mér út um allt, leyft honum að
prófa allt og aldrei falið hann á
neinn hátt,“ sagði Jóhanna og tók
Lára undir þetta og bætti við að
eignast fatlað barn væri ekki það
versta, „ég hef oft sagt að það er
ekki það versta að eiga fatlað barn
og maður verður sorgmæddur yfir
því að alltaf sé verið að eyða
þessum börnum. En ég get skilið að
fólk treysti sér ekki í að ala upp
fatlað barn og dæmi engan. Í dag
eru orðnar svo miklar framfarir í
þjálfun hjá þeim og ekki hægt að
setja þak á það sem hægt er að
kenna þeim, “ sagði Lára.
Ekki ákvörðun sem
ég mundi vilja taka
Aðspurðar út í ákvörðunina sem
mæður standa fyrir eftir fóstur-
skimun, ef upp kemur hnakkaþykkt
sem bendir til þrístæðu 21 sögðust
þær ekki vilja hafa verið í þeim
sporum að taka slíka ákvörðun. „Ég
er stundum spurð hvað ég mundi
gera í dag ef ég færi í mælingu og
þetta væri niðurstaðan, þetta er bara
ekki ákvörðun sem ég mundi vilja
taka og þakka fyrir að hafa ekki
þurft að velta þessu fyrir mér á
sínum tíma,“ sagði Jóhanna og tók
Lára undir það.
Það var tekið móti blaðamanni
með faðmlögum þegar hann
mætti á Heimey, vinnu og
hæfingarstöð í vikunni til að
hitta félagana Birgir Reimar
Rafnsson og Guðmund Ásgeir
Grétarsson. Planið var að
spjalla um lífið og tilveruna.
Félagarnir voru inní einu
herberginu að spila keilu í
tölvunni þegar blaðamann bar
að garði. Með
þeim var Lilja
Ólafsdóttir sem
er stuðningur
fyrir strákana.
Guðmundur
Ásgeir var
klæddur í ÍBV
bol og með ÍBV
fána og var ekki
lengi að svara spurningunni um
hvað honum finnist skemmti-
legast að gera, „að fara á alla
leikina hjá ÍBV og bikarhelgin
var skemmtileg.“ Birgir Reimar
var sammála vini sínum og þeir
sögðust fara á leikina saman,
nema í ágúst síðastliðnum þegar
karlalið ÍBV í fótbolta mætti
FH, þá sat Birgir Reimar FH
megin að styðja sinn mann
Þórarinn Inga Valdimarsson.
Framundan hjá strákunum var
Boccia mót sem þeir fóru á um
helgina og voru þeir spenntir
fyrir því, enda búnir að æfa
Boccia í nokkur ár. Guðmundur
eða Gummi eins og hann er
kallaður sagðist líka vera æfa
sund. Birgir Reimar er
hinsvegar að æfa líka á gítar og
elskar tónlist.
Strákarnir fara með Lilju í
ræktina tvisvar í viku og taka
vel á því, „svo förum við í sund
og þá fer ég, Birgir Reimar og
Stefán í handbolta í sundlaug-
inni,“ sagði Gummi.
Kjötveisla er málið
Birgir Reimar hefur mikinn
áhuga á því að elda og borða
góðan mat, „ég elda þegar ég er
einn heima og líka í skólanum.“
Uppáhalds maturinn hans er
kjöt, fiskur og pizza. En Birgir
Reimari þykir líka mjög gaman
að þrífa og ganga frá og er
mjög duglegur að því heima.
Gumma finnst pizza, hamborg-
ari og soðin ýsa vera sinn
uppáhalds matur. Það fór svo
ekkert á milli mála hvaða pizza
er í uppáhaldi hjá vinunum, það
er kjötveisla, „mér finnst líka
pizza með ruccola og parmask-
inku mjög gott,“ bætti Birgir
Reimar við og þar var blaða-
maður hjartanlega sammála.
Heimir Hallgríms
og Bikarmeistarar
Það kom upp í spjallinu okkar
að tannlæknirinn og landsliðs-
þjálfarinn Heimir Hallgrímsson
hefði kíkt á þau um morgunin
og sögðu þeir að hann væri
reglulegur gestur hjá þeim á
Heimaey. „Svo
komu ÍBV
strákarnir með
bikarinn til okkar
í heimsókn,
Grétar er samt
búin að týna
einum bikarnum.
Ég reyndar stal
honum, nei djók“
sagði Gummi hlæjandi og hristi
Birgir Reimar hausinn yfir vini
sínum.
Frægt fólk og boð á
Bessastaði
Aðspurðir sögðust þeir vera
bestur vinir og væru mikið
saman, „við erum líka búnir að
hitta mikið af frægu fólki og
forsetann,“ sagði Gummi en
vinirnir fengu boð á Bessastaði
í fyrra. Það voru sannanir fyrir
öllu þessu fræga fólki sem þeir
höfðu hitt og sýndu þeir
blaðamanni fullt af skemmti-
legum myndum því til stað-
festingar.
Vinirnir Birgir Reimar
og Guðmundur Ásgeir
” Svo komu ÍBV strákarnir með bikar-inn til okkar í heimsókn, Grétar er samt búin að týna einum bikarnum. Ég reyndar stal honum, nei djók.