Fréttir - Eyjafréttir - 18.04.2018, Side 10
10 - Eyjafréttir Miðvikudagur 18. apríl 2018
Hinn 25 ára gamli Ármann
Halldór Jensson, sonur Jens
Karls Magnúsar Jóhannessonar
og Sigríðar Guðmundsdóttur,
flutti til Hafnafjarðar í byrjun
ágúst 2017 með það í huga að
fá sér meirapróf og í kjölfarið
vinnu sem bílstjóri. Það gekk
eftir og starfar Ármann nú hjá
fyrirtæki sem heitir Vaðvík ehf.
við að keyra varning út um
allar trissur en í heildina eru
um 15 bílstjórar sem starfa hjá
fyrirtækinu á ársgrundvelli.
Blaðamaður fékk Ármann í
heimsókn til sín sl. föstudag og
ræddi við hann um lífið á
veginum.
Dagarnir síbreytilegir
Í september í fyrra ákvað Ármann
að eigin frumkvæði að taka
meiraprófið en það hafði lengi
blundað í honum að reyna fyrir sér
sem trukkabílstjóri. „Ég starfa fyrir
Vaðvík sem er verktaki innan
Eimskips. Hefðbundinn vinnudagur
er frá átta til fimm en maður er
eiginlega alltaf lengur. Stundum eru
langir dagar og stundum stuttir, fer
allt eftir því hvað er að gera,“ segir
Ármann.
Nauðsynlegt að sanna sig áður
en maður fær eigin bíl
Hingað til hefur Ármann verið að
rokka á milli bíla en á næstu dögum
mun hann fá í hendurnar bíl sem
verður alfarið í hans umsjá. „Það er
ekki oft sem að menn koma inn í
stór fyrirtæki og fá bíl strax. Maður
þarf alveg að vinna fyrir því og
sanna sig, halda bílunum hreinum
og sleikja yfirmennina upp, þá eru
allir vegir færir,“ segir Ármann sem
er að fá í hendurnar svokallaðan
átta hjóla búkka bíl.
Fer mikið til Landeyja
Eins og fyrr segir hefst dagurinn kl.
átta á morgnanna og veit Ármann í
raun ekkert hvað hann mun fást við
áður en hann mætir til vinnu. „Ég er
mikið að fara í Landeyjar, Þorláks-
höfn og Selfoss, bara allt tilfallandi.
Ég hef ekki enn farið norður en það
er búin að vera leiðinleg færð og
svo er ég náttúrulega nýliði í þessu
þannig ég treysti mér ekki alveg í
það eins og er. Annars eru við að
fara bara út um allt land.“
„Þetta er alveg vel
íbúðarhæft“
Vegalengdirnar eru oft langar og
geta menn því þurft að gista áður en
þeir leggja af stað til baka. „Það eru
nokkrir sem gista bara inni í
bílunum en það eru tvær kojur í
flestöllum bílunum og einnig
ísskápur og sjónvarp. Þetta er alveg
vel íbúðarhæft,“ segir Ármann.
Græjurnar í botn
En hvernig er trukkalífið svona heilt
yfir? „Þetta er lífið. Maður fær að
njóta útsýnisins á hverjum degi og
svo eignast maður svo mikið af
vinum í þessu, það vilja allir
hjálpast að. Svo er bara geggjað að
setjast upp í bíl og keyra með
græjurnar í botni,“ segir Ármann.
Festi sig í Kömbunum
Þrátt fyrir að trukkalífið sé lífið þá
er það ekki alltaf tekið út með
sældinni og því fékk Ármann að
kynnast í vetrarhörkunni í janúar.
„Ég festi mig efst í Kömbunum í
janúar, ég var alveg að verða
kominn upp en festist svo. Þar
þurfti ég að bíða í þrjá tíma því ég
kunni ekki að keðja bílinn. Það kom
síðan strákur úr Hveragerði sem
græjaði það fyrir mig og ég hélt svo
bara áfram.“
Er ekki heilmikið mál að keðja
svona trukk? „Þetta er ekkert mál ef
þú kannt það en það var búið að
vera keðjunámskeið í vinnunni en
ég fylgdist bara ekki nógu vel
með,“ segir Ármann og hlær. „Ég
fór bara inn í bíl í hlýjuna á meðan,
ég hefði ekki getað gert þetta til að
bjarga lífi mínu.“
Aðspurður hvort slys séu algeng
segist Ármann ekki geta svarað því
með vissu. „Ég þekki það ekki
alveg en þau gerast alveg. Ég veit
t.d. um þrjú dæmi núna í vetur þar
sem bílar fóru út af og eru gjörsam-
lega ónýtir en sem betur fer sluppu
allir bílstjórarnir.“
Varningurinn af ýmsum toga
Varningurinn sem Ármann flytur er
af ýmsum toga en suma dagana fer
hann með bílfarm af matvælum til
Landeyjahafnar og kemur þannig í
veg fyrir hungursneyð í heima-
byggðinni. „Það er allur gangur á
því hvað ég er að flytja, járn, matur
og fiskur frá Eyjum sem síðan fer
norður í vinnslu.“
Vilja helst ekki drulla úti í móa
Nú hefur þú ekki enn gist í bílnum,
er það eitthvað sem þú horfir með
tilhlökkun til? „Já, það er aðal
sportið.“ En eru menn bara að
leggja sig úti í vegi eða hvað? „Nei,
helst ekki úti í vegi. Frekar á
einhverju plani og helst nálægt
sundlaug eða einhverju þar sem
maður getur stokkið á klósettið svo
maður þurfi ekki að drulla úti í móa.
En það eru alveg menn sem sofa í
bílunum þrjá til fjóra daga í viku.“
Þjóðflokkur út af fyrir sig
Eins og við mátti búast þá eru
trukkabílstjórar sér þjóðflokkur þar
sem allir tengjast sérstökum
böndum. „Það var svolítið vand-
ræðalegt til að byrja með því þá var
alltaf verið að heilsa manni og
maður vissi ekkert hver var í hinum
bílnum en maður bara heilsaði á
móti. En það vilja allir hjálpast að í
þessu og kannski óhætt að segja að
þetta sé þjóðflokkur út af fyrir sig.“
Vantar alltaf góða menn
Heilt yfir kveðst Ármann ekki geta
haft það betra, samstarfmennirnir
frábærir og yfirmennirnir enn þá
betri. Mælir þú með því að
áhugasamir skelli sér í meiraprófið,
er mikil eftirspurn eftir bílstjórum?
„Já, ég hugsa það vanti alltaf góða
menn og mæli ég hiklaust með því
að menn drífi sig í þetta. Tveir af
mínum bestu vinum eru t.d. búnir
að skrá sig í meirapróf núna í apríl,
þetta smitar alveg frá sér. Svo er
þetta mjög vel borgað líka en þetta
er líka mikil vinna,“ segir Ármann
að lokum
Ármann Halldór Jensson starfar sem bílstjóri:
Trukkalífið er lífið
:: Sérstakur þjóðflokkur þar sem allir vilja hjálpast að :: Aðal sportið að gista í bílnum
einar KriStinn HeLGaSon
einarkrist inn@eyjafrett ir. is
Þetta er lífið.
Maður fær að njóta
útsýnisins á hverj-
um degi og svo
eignast maður svo
mikið af vinum í
þessu, það vilja
allir hjálpast að.
Svo er bara geggj-
að að setjast upp í
bíl og keyra með
græjurnar í botni
”
Handfrjáls búnaður og sólgleraugu
eru staðalbúnaður trukkabílstjórans.
Trukkurinn sem Ármann ekur.
Svefnaðstaðan í bílnum.