Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 18.04.2018, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 18.04.2018, Blaðsíða 15
Eyjafréttir - 15 ÍBV er komið áfram í undanúrslit Olís-deildar karla eftir nokkuð sannfærandi sigur á ÍR í 8-liða úrslitum. Fyrri leiknum, sem fram fór í Vestmannaeyjum á föstudag- inn, lyktaði með fjögurra marka sigri ÍBV, 22:18 og var það sama uppi á teningnum í síðari leiknum á sunnudeginum í Austurbergi, lokatölur 26:30. Mikil harka einkenndi leikinn á sunnudaginn líkt og í fyrri viður- eign liðanna og fóru fjögur rauð spjöld á loft, þrjú hjá ÍR og eitt hjá ÍBV. Eyjamenn höfðu yfirhöndina meira og minna frá tíundu mínútu en staðan í hálfleik var 12:16 ÍBV í vil. Í síðari hálfleik fór munurinn mest í átta mörk en ÍR-ingar náðu þó að klóra í bakkann og minnka muninn í þrjú mörk þegar komið var fram á lokamínútu leiksins. Það var hins vegar Kári Kristján Kristjánsson sem skoraði lokamark leiksins og tryggði ÍBV fjögurra marka sigur. Kári Kristján var markahæstur í liði ÍBV með níu mörk. Aron Rafn Eðvarðsson varði 11 skot í markinu. Eiga leik í Áskorendabikar Evrópu á laugardaginn ÍBV mætir Potaissa Turda frá Rúmeníu í undanúrslitum Áskor- endakeppni Evrópu á laugardaginn í Eyjum en leikurinn hefst kl. 15:00. Eyjamenn slógu út Krasnodar í 8-liða úrslit-unum, samanlagt 66:51. Turda sló út norska liðið Fyllingen en einvíginu lauk samanlagt 59:56. Lið Turda er afar sterkt en það fór alla leið í úrslit keppninnar í fyrra eftir að hafa slegið Val út í umdeildum leik úti í Rúmeníu. Mikilvægt er að ná sem hagstæðustum úrslitum í leiknum hér heima á laugardaginn en liðin mætast aftur í Rúmeníu helgina eftir. Íþróttir u M S j Ó n : Einar KriSTinn HELGaSon einarkristinn@eyjafrettir.is Miðvikudagur 13. september 2018 Elliði Snær Viðarsson í færi. En hann var dæmdur í eins leikjar bann eftir gróft brot í leiknum gegn ÍR og missir því af fyrsta leik ÍBV í undanúrslitum gegn Haukum. Keppnissveit Ægis. Kvennalið ÍBV í handbolta laut í lægra haldi fyrir Fram í fjórða leik liðanna í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn sem fram fór sl. miðvikudag, lokatölur 24:27. Með sigrinum tryggði Fram sér farseðilinn í úrslitin þar sem liðið mætir annað hvort Val. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en það voru Eyjakonur sem leiddu með einu marki þegar flautað var til hálfleiks, staðan 12:11. Í síðari hálfleik sóttu gestirnir í sig veðrið og náðu mest fjögurra marka forskoti á ÍBV. Þegar uppi var staðið reyndist Fram liðið sterkara og svo fór að þremur mörkum munaði á liðunum í lok leiks, verðskuldaður sigur Fram. ÍBV tapar því einvíginu 1:3 og er komið í sumarfrí. Sandra Erlingsdóttir var marka- hæst í liði ÍBV með sex mörk. Karólína Bæhrenz, Ester Óskars- dóttir og Greta Kavalisuskaite gerðu fimm mörk hver. Guðný Jenný Ásmundsdóttir varði 11 skot í markinu. Handbolti | Olís-deild karla :: ÍBV 22:18 ÍR :: ÍR 26:30 ÍBV Komnir í undanúrslit U-16 ára kvenna landslið Íslands sigraði UFA mótið í Litháen sem fram fór á dögunum með markatöl- una 16-0. Clara Sigurðardóttir leikmaður ÍBV var fyrirliði Íslands á mótinu en hún skoraði sitt fjórða landsliðsmark og var kosinn besti leikmaðurinn í úrslitaleiknum gegn Búlgaríu sem þær íslensku unnu 4:0. Knattspyrna | Clara valin best í sigri U-16 Samkvæmt árlegri spá Íþróttadeild- ar Vísis og Stöðvar 2 Sports sem kom út í gær munu Eyjamenn ekki halda sæti sínu í Pepsi-deildinni að leiktíð lokinni en mótið hefst 27. apríl nk. ÍBV hefur verið í botn- baráttu undanfarin ár og ekki endað ofar en í níunda sæti síðan árið 2013 þegar liðið endaði í sjötta sæti. Það verður í það minnsta fróðlegt að sjá hvernig ríkjandi bikarmeist- urum í ÍBV mun vegna á leiktíðinni en miklar breytingar hafa orðið á liðinu frá því í fyrra og þá sérstak- lega í varnarlínu liðsins. Á morgun mæta Eyjamenn Val í Meistarakeppninni en það er árlegur leikur milli ríkjandi bikarmeistara og ríkjandi Íslandsmeistara. Fyrsti leikur liðsins í Pepsi-deildinni er þó ekki fyrr en laugardaginn 28. apríl en þá mætir ÍBV Breiðabliki á Kópavogsvelli. Knattspyrna | Eyja- mönnum spáð falli í sumar Undanfarin ár hefur ÍBV fengið undanþágu frá KSÍ til að spila heimaleiki liðsins á Hásteinsvelli en völlurinn uppfyllir ekki öryggis- kröfur þar sem hann er ekki afgirtur. Í ár verður ekki frekari frestur veittur og þarf félagið að klára framkvæmdir fyrir 15. júní ef félagið vill spila heimaleiki sína á vellinum, þetta staðfesti Sunna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar karla, í samtali við Eyjafréttir. „Félagið hefur fengið keppnisleyfi með fyrirvara í nokkur ár en samkvæmt leyfiskerfi KSÍ þarf völlurinn að vera afgirtur vegna öryggisráðstafana. Völlurinn uppfyllir ekki umrædd skilyrði í dag og hefur félaginu verið gerð grein fyrir því að frekari frestur verður ekki veittur. Hann hefur verið fullnýttur ef svo má segja. Samkvæmt framkvæmdaráætlun Vestmannaeyjabæjar á girðing að vera komin upp fyrir þann tíma, framkvæmdir eiga reyndar að vera hafnar en ég hef fulla trú á að þeir standi við gefin loforð og klári þetta. Heimaleiki á að spila í á heimavelli. Annað er bara vitleysa.“ Aðspurður út í málið sagði Trausti Hjaltason, formaður Fjölskyldu- og tómstundaráðs, að verkið væri á áætlun og það hefði verið samþykkt að setja fjármagn í það í síðustu fjárhagsáætlun bæjarins. „Það var byrjað á mánudaginn á girðingu sem nær frá knattspyrnuhúsinu niður á horn og er búið að kaupa allt efni í þetta þannig þetta verður leyst fyrir tilsettan tíma. Það þarf að steypa einn vegg og þá veltur það svolítið á iðnaðarmönnum hvenær það verður klárað en vonandi verður það bara sem fyrst.“ Knattspyrna | Hásteinsvöllur uppfyllir ekki öryggiskröfur RX leikarnir fóru fram í Digranes- inu um helgina en þeir eru tíunda árlega CrossFit keppni Þrekmótar- aðarinnar. Keppt er í einstaklings- keppni í opnum flokki þar sem úrslit eru einnig birt fyrir nokkra aldursflokka, 29 ára og yngri, 30-39 ára, 40-49 ára og 50+. Í para- og liðakeppni er keppt í opnum flokki og flokki 39 ára og eldri (allir liðsmenn 39+). Mótin eiga það sameiginlegt að reyna á þrek, styrk, þol og snerpu keppenda. Öllum er frjálst að keppa í Þrekmótaröðinni, óháð æfinga- stöð, íþróttabakgrunni eða reynslu og er því um að ræða jákvæða áskorun sem allir geta tekið þátt í. Liðsmenn CrossFit Eyja gerðu gott mót en Ingibjörg Jónsdóttir og Elías Árni Jónsson lentu í fyrsta sæti í parakeppni 39+ en Gyða Arnórsdóttir og Magnús Gíslason lentu í öðru sæti í sama flokki. Liðið Eyjadætur, skipað þeim Ingibjörgu, Gyðu, Thelmu Gunnars- dóttur og Arnfríði Gígju, lentu í öðru sæti í liðakeppni 39+. Hörður Orri Grettisson sigraði einstaklings- keppni í flokki 30-39 ára. Elías Árni lenti í öðru sæti í flokki 40-49 ára. Gísli Hjartarson sigraði einstak- lingskeppni 50+ og lenti Jóhanna Jóhannsdóttir í öðru sæti í ein- staklingskeppni kvenna 50+. Eyjakonan Rakel Hlynsdóttir, sem keppir fyrir Crossfit Hengil, gerði sér lítið fyrir og sigraði mótið ásamt því að lenda í þriðja sæti í opnum paraflokki með Birni Jóhannessyni, félaga sínum úr Hengli. Frábær árangur. Ægir íþróttafélag fatlaðra tók þátt í sveitakeppni í boccia um helgina sem fram fór í Laugardalshöll. Liðið tefldi fram þremur sveitum, þar sem hver sveit var skipuð þremur leikmönnum. Oft hefur gengið betur en allar sveitirnar enduðu í fjórða sæti í sínum riðli og komst því enginn í úrslit. Engu að síður stóðu sig allir vel utan sem innan vallar og var mikið fjör á lokahófi sem haldið var eftir keppni og komu því allir sáttir heim. Crossfit | Eyjamenn sigursælir á RX leikunum 2018 Sveitakeppni í boccia fór fram um helgina Handbolti | Olís-deild kvenna :: ÍBV 24 : 27 Fram Eyjakonur úr leik

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.