Fréttir - Eyjafréttir - 01.09.2018, Blaðsíða 8
8 | Eyjafréttir | September 2018 sjávarútvEgurinn
Þann fyrsta september sl. hófst
nýtt kvótaár og enn er staða
Vestmannaeyja sterk, bæði í
uppsjávarfiski og bolfiski.
Úthlutunin fer fram á grundvelli
aflahlutdeilda að teknu tilliti til 5,3%
frádráttar fyrir jöfnunaraðgerðir með
sama hætti og á fyrra fiskveiðiári. Að
þessu sinni er úthlutað 390 þúsund
tonnum í þorskígildum talið saman-
borið við um 364.727 þorskígildis-
tonn í fyrra. Úthlutun í þorski er rúm
248 þúsund tonn og hækkar um 7
þúsund tonn frá fyrra ári. Ýsukvótinn
er rúm 53 þúsund tonn og hækkar
um 15 þúsund tonn. Aukningin í
ufsakvótanum er 18 þúsund tonn.
Tæplega 6 þúsund tonna samdráttur
er úthlutun á gullkarfa en um 1.200
tonna aukning í djúpkarfa. Úthlutun í
íslenskri sumargotssíld er svipuð og í
fyrra. Þá má geta þess að nú er hlýra
úthlutað í fyrsta sinn en leyfilegur
heildarafli í honum er 1.001 tonn
upp úr sjó. Úthlutað aflamark er alls
um 515 þúsund tonn sem er um 27
þúsund tonnum meira en á fyrra ári.
Vakin er athygli á að síðar á árinu
verður úthlutað aflamarki í deilistofn-
um og ekki er óalgengt að aukið sé
við aflamark í uppsjávarfiski. Benda
má sérstaklega á að engri loðnu var
úthlutað að þessu sinni. Þess vegna
á heildaraflamark einstakra skipa og
hafna og innbyrðishlutfall þeirra eftir
að breytast í kjölfar slíkra úthlutana
þegar líður á fiskveiðiárið.
Ríflega 86% af heildaraflamarki nýs
fiskveiðiárs fara til 50 fyrirtækja, sem
er reyndar 1,7% lægri tala en í fyrra.
Alls fá 416 fyrirtæki eða lögaðilar
úthlutað veiðiheimildum nú eða 44
fleiri aðilar en í fyrra. Mest af afla-
heimildum að þessu sinni fer til skipa
sem skráð eru í Reykjavík eða 11,7%
af heildinni samanborið við 12,3% í
fyrra. Grindavík fær 11,1% af pott-
inum og bætir við sig 0,3% milli ára.
Skip með heimahöfn í Vestmannaeyj-
um ráða fyrir 10,6% úthlutunarinnar
samanborið við 9,9% í fyrra
Kvóti Eyjaskipa er meðal annars
í þorski tæp 17.000 tonn, í ýsu yfir
7.500 tonn, í ufsa 10.500 tonn , karfa
nálægt 5000 tonnum, í öðrum botn-
fisk- tegundum er aflinn rúm 3.500
tonn og 8500 tonn í Íslandssíldinni.
Á fimmtudaginn fara íslensku rann-
sóknarskipin Árni Friðriksson og
Bjarni Sæmundsson í umfangsmikill
leiðangur með áherslu á magn og
útbreiðslu loðnu, en þessu greindi
Morgunblaðið frá í gær. Niður-
stöðurnar úr þessum leiðangri mun
segja til um loðnuveiðar í vetur. Auk
íslensku rannsóknaskipanna taka
Grænlendingar þátt í verkefninu og
hafa þeir tekið norskt uppsjávarskip á
leigu, áætlað er að leiðangurinn taki
þrjár vikur.
eyjaskip með 10,6% kvótans
:: engri loðnu var úthlutað að þessu sinni
Þorskur Ýsa Ufsi Karfi/gullkarfi Langa Blálanga Keila Steinbítur Hlýri Skötuselur Gulllax Grálúða Skarkoli Þykkvalúra Langlúra Sandkoli Síld Úthafsrækja Litli karfi
Breki VE 61 2.670.621 1.392.004 3.492.779 1.759.513 131.248 19.731 6.942 38.722 99 14.958 37.152 178.216 68.046 6.028 529 126 6.768
Þórunn Sveinsdóttir VE 401 2.223.886 1.160.960 1.745.451 321.994 61.290 146.858 2.408 63.619 6.430 24.706 234.334 2.115 80.452 43.412 8.367 28.070 91.604
Heimaey VE 1 850.133 560.525 654.229 22.818 60.099 32.934 19.534 37.030 2.218.000
Drangavík VE 80 1.448.613 621.755 699.908 887.496 126.078 7.303 22.539 13.096 1.081 21.292 543 143.733 18.613 5.615 16.757 2.609
Vestmannaey VE 444 1.351.611 1.131.539 785.307 291.312 101.593 2.356 3.123 50.764 619 10.461 11.791 57.800 73.189 59.454 9.697 2.250 122.189
Dala-Rafn VE 508 1.783.358 592.394 1.231.586 227.267 29.580 2.978 1.139 12.973 2.488 12.874 2.160 41.742 23.815 1.802 4 1.107
Bergey VE 544 1.351.611 1.131.539 785.306 291.311 95.433 2.344 2.574 21.696 532 10.353 7.028 57.800 48.972 28.576 4.836 1.971 21.592
Brynjólfur VE 3 2.037.531 497.738 596.258 101.164 47.543 11.598 10.559 48.798 729 25.901 1 2 41.643 3.949 31.354 2.930 13.326
Ottó N Þorláksson VE 5 2.097.638 498.005 430.811 100.013 52.505 3.433 5.374 55.436 2.293 2.662 524 4.113 29.613 22.658 5.228 897 38.483 274
Sigurður VE 15 23.954 549.587 298.799 2.155.000
Bylgja VE 75 1.146.310 324.494 574.124 42.774 7.141 478 887 13.658 3.616 9.976 1.489 18.901 10.895 658 11.774
Bergur VE 44 1.000.771 458.740 161.121 320.933 5 5.926 4 9.390 1.976 12.158 112 15.260 15.104 2 11
Kap VE4 1.444 1.848.000
Frár VE 78 634.610 478.093 466.489 25.536 36.646 623 247 13.542 103 5.443 55 41.558 11.083 109
Ísleifur VE 63 1.478.000 1.353
Kap II VE 7 890.208 2 321.092
Sleipnir VE 83 587.367 56.558 315.977 19.939 57.141 931 1.827 1.660 1 50.752 40 589 409 1.275 20
Huginn VE 55 739.000
Beta VE 36 356.187 64.775 73.933 6.341 12.844 70 11.552 5.462 279
Víkurröst VE 70 43.407 75 31.307 5.216 223 279 59
Þrasi VE 20 36.789 167 28.174 769 395 198 148
Þorsteinn VE 18 24.513 75 18.061 3.940 164 184 59
Hlöddi VE 98 32.288 809
Byr VE 150 65 10.020 2.012
Sindri VE 60 1.246
20.535.229 8.993.390 12.682.716 4.729.956 819.928 204.629 69.836 382.016 22.938 221.070 291.373 446.778 750.898 306.014 74.971 53.439 8.438.000 67.671 243.534
leiðangur-
inn á eftir
að segja til
um loðnu-
veiðar í
vetur
Taflan hér að neðan sýnir úthlutað aflamark í upphafi fiskveiðiársins 2018/2019. Tölurnar miðast við slægðan fisk þar sem við á. Sérstakar úthlutanir
aflamarks eru ekki innifaldar í tölunum. Aflamark er gefið upp í kg Skipunum er raðað eftir úthlutuðu magn í þorskígildum.