Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 01.09.2018, Blaðsíða 31

Fréttir - Eyjafréttir - 01.09.2018, Blaðsíða 31
September 2018 | Eyjafréttir | 31 SARA SjöfN GREttiSdóttiR sarasjofn@eyjafrett ir. is Vestmannaeyjahlaup var haldið í áttunda sinn á laugardaginn. Boðið var upp á 5, 10 og 21 km og voru það félagar í eyjaskokk sem stóðu að skipulagningu á hlaupinu. Fyrstur í mark í 10 km hlaupinu var Vilhjálmur Þór Svansson á tímanum 37:44. Arnald-ur Kárason, sem er níu mánaða gamall, hafnaði í öðru sæti í 10 km, reyndar var Arnaldur í kerru sem pabbi hans, Kári Steinn Karls- son, ýtti á undan sér en Kári Steinn hafnaði í þriðja sæti. Eyjamenn voru stór partur af hlaupinu og þó nokkrir í verðlaunasæti. Alls tóku 100 manns þátt í hlaupinu en skráðir voru til leiks um 300 manns, en veðrið var ekki að leika við okkur á laugardaginn og sigldi Herjólfur í Þorlákshöfn. 1-3 sæti í öllum hlaupunum er sem hér segir: Hálfmaraþon Karlar 1. Nicholas Chase á tímanum 01:27:44. 2. Dolfi Egede Lund á tímanum 01:43:40 3. Ásgeir Guðmundsson á tímanum 01:43:51. Konur 1. Elín Edda Sigurðardóttir á tímanum 01:30:40. 2. Johanna Medyk á tímanum 01:48:53. 3. Thelma Gunnarsdóttir og Gyða Arnórsdóttir voru jafnar í 3-4 sæti á tímanum 01:54:42. 10 km hlaup Karlar 1. Vilhjálmur Þór Svansson 2. Kári Steinn Karlsson 3. Sindri Viðarsson á tímanum Konur 1. Guðbjörg Guðmannsdóttir á tímanum 00:50:14. 2. Steinunn Þorsteinsdóttir á tímanum 00:54:58 3. Hannah Cross á tímanum 00:55:32. 5 km Karlar 1. Arnar Richardsson á tímanum 00:24:25. 2. Stefán Björn Hauksson á tímanum 00:25:15 3. Oleksy Stanislay á tímanum 00:25:17. Konur 1. Ragna Sara Magnúsdóttir á tímanum 00:26:32. 2. Guðlaug Sigríður Gunnarsdóttir á tímanum 00:27:55 3. Gerður Garðarsdóttir á tímanum 00:28:30. Vestmannaeyjahlaupið haldið í áttunda sinn Sjáðu fleiri myndir á Eyjafrettir.is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.