Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 01.09.2018, Blaðsíða 27

Fréttir - Eyjafréttir - 01.09.2018, Blaðsíða 27
September 2018 | Eyjafréttir | 27 Ég verð með móttöku fyrir bæði nýja og eldri sjúklinga á Heilbrigðis- stofnun Vestmannaeyja mánudaginn 17. sept. kl. 11-15 Bóka má tíma í síma 432 2500 Vonast til að sjá sem fl esta. auðun sigurðsson frCs ( gen ) Yfi rlæknir Gravitas Efnaskipta- og o tuskurðlækningar /magaband.is Magaband.is Móttaka í vestmannaeyjum mánudaginn 17. september En ég gat róað hann með því að sýna honum hina hlið minnismerkisins þar sem við vorum byrjuð að skafa málninguna af og stafirnir að koma í ljós. Hann sagði okkur daginn eftir að þegar hann sá minnismerkið fyrst hafi hann haldið að við værum í skemmdaverkastarfsemi. En það var öðru nær, við hömuðumst allan daginn og seint um kvöldið vorum við búin og gátum loksins farið heim á hótel og fengið okkur að borða. Þar biðu okkar þau stórkostlegu tíðindi að Brooke, dóttir okkar sem gifti sig í Starfkirkjunni, hefði eignast heil- brigt barn. Tvö kraftaverk á einum og sama deginum. Ætlið þið að koma aftur til Eyja? Án nokkurs vafa. Við vorum óskaplega hrifin af sýningunni í Sagnheimum og munum hvetja skyldfólkið sem á rætur að rekja til Vestmannaeyja til að koma og skoða sýninguna. Svo eru tveir litlir blettir á minnismerkinu sem eru ekki alveg nógu sýnilegir og ég hefði þurft að fara betur yfir. Það verður afsökun mín fyrir að koma aftur! Vinir okkar hjóna öfunda mig af íslenska blóðinu Skiptir máli fyrir þína kynslóð í Bandaríkjunum að vera afkomendur einstaklinga frá Vestmannaeyjum og hvernig er unnt að láta það skipta máli fyrir næstu kynslóð og kynslóðir? Ég get allavega sagt að það skiptir miklu máli fyrir mig og mína fjölskyldu. Vinir okkar hjóna öfunda mig af íslenska blóðinu og það er einhverra hluta vegna þannig að margir sem ég tala við vita meira um tengsl sín við Vestmannaeyjar og Ísland en önnur lönd. Lykillinn að því að viðhalda tengslunum er með ferðum hingað og meira og nánara samstarfi, hvort heldur sem er á sviði menningar eða viðskipta. Faðir minn talaði mikið við mig um Íslendingadaginn í Utah og amma mín var alltaf að segja mér sögur frá Vestmannaeyjum og Íslandi. Svo jarðvegurinn er fyrir hendi, við þurfum bara að halda áfram að vökva hann reglulega. Kári Bjarnason og Fred Woods prófessor í háskólann í BYU eru að vinna mikið verk við að tengja saman Utah og Vest- mannaeyjar og sú vinna er að skila auknum ferðum hingað, einskonar pílagrímsferðum þar sem Kári fer með afkomendurna á staðina þar sem frumherjarnir, forfeðurnir bjuggu. Síðan væri stórkostlegt ef unnt væri að tengja betur saman frændur og frænkur beggja vegna Atlantshafsins. Ég hitti t.d. um 10 frænkur þegar ég var hér í heimsókn í fyrra sem sögðu okkur að það væri íslensk hefð að gefa bækur í jólagjöf og lesa þær yfir jólin og borða súkkulaði. Þetta er akkúrat það sem ég ólst upp við og vissi ekki að tengdist Íslandi á neinn hátt – við hjónin höfum líka vanið okkur á þennan sið, eitt af því sem ég tók með mér úr foreldrahúsum án þess að velta fyrir mér hvaðan hefðin væri komin. Við höfum einnig passað upp á að hafa íslensk og skandínav- ísk nöfn innan fjölskyldunnar. Þannig eigum við t.d. börnin Ísak, Jón og Lars og barnabörnin Leif og Thorin svo dæmi séu tekin. Svona sýnileg tákn eru einnig mjög mikilvæg. En ekkert kemur í stað heimsókna til Eyja og við höfum og munum halda áfram að koma hingað reglulega til að viðhalda rótunum. Sjálf var ég að eignast barnabarn meðan ég var í Vestmannaeyjum núna og ég er byrjuð að sauma ábreiðu fyrir barnið með víkingamynstri. Vonandi á hún svo eftir að koma til Vestmannaeyja síðar! ég er stolt af því að tilheyra Vestmannaeyjum Viltu segja eitthvað að lokum við lesendur Eyjafrétta? Í lokin langar mig til að segja að það að gera við minnismerkið með því að hreinsa stafina þannig að þeir verði læsilegir var ákveðin opinberun fyrir okkur hjónin og fjölskylduna. Við komum til Vestmannaeyja eftir að hafa verið í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi þar sem yngsta dóttir okkar, Heidi var skiptinemi. Þar á maðurinn minn rætur, en hann sagði við mig að það hefði ekki verið fyrr en við komum til Vestmannaeyja og fórum við að vinna við minnismerkið að hann áttaði sig á því hvað það þýðir í raun og veru að tilheyra ákveðnum stað. Við ætluðum okkur að vinna þessa vinnu okkur án þess að vekja eftir- tekt á okkur, því það eru forfeðurnir sem hér skipta máli. Faðir minn gaf töluverðan pening til að þess að koma minnismerkinu upp og gerði það til minningar um móður sína, ömmu mína sem sagði mér svo fal- legar sögur frá Vestmannaeyjum og Íslandi. Ég er stolt af því að tilheyra Vestmannaeyjum, ég er óskaplega hamingjusöm yfir því að dóttir mín ákvað að gifta sig í Stafkirkjunni og halda þannig við arfleifðinni. Við fjölskyldan munum örugglega koma hingað aftur og aftur. Bestu þakkir fyrir að hafa treyst okkur til að vinna við minnismerkið. Ánægð að loknu vel lukkuðu verki.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.