Skessuhorn


Skessuhorn - 18.02.1998, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 18.02.1998, Blaðsíða 6
6 Miðvikudagur 18. febrúar 1998 Hvab var markverbast í Þingmenn Vesturland: ÁRIÐ 1997 var viðburðaríkt á Vesturlandi ekki hvað síst fyrir þær sakir að ekki hefur verið jafn mikil gróska í atvinnulífi kjördæmisins um árabil. Blaðamaður Skessuhorns ræddi við þingmenn Vesturlands um hvað væri eftirminnilegast að þeirra mati, hvað þeir hefðu viljað sjá fara á annan veg og hvaða mál yrðu í brennidepli á nýbyrjuðu ári. Císli S. Einarsson Álverib og Göngin „Ég tel markverðast á atvinnusvið- inu ákvörðun um byggingu álvers á Grundartanga og góður árangur við gerð Hvalfjarðarganga. Það sem hefur gerst á þessum stöðum, ásamt góðum sjávarafla, hefur skapað mikla upp- sveiflu á Vesturlandi og á landinu al- mennt,“ sagði Gísli S. Einarsson þing- maður Jafnaðarmanna. Af pólitískum vettvangi taldi Gísli það markverðast að fyrir jól var nánast ljóst að af sameig- inlegu framboði jafnaðar- og félags- hyggjufólks yrði á flestum eða öllum þéttbýlisstöðum á Vesturlandi. „Það tel ég vera merkilegt og tákn nýrra tíma á íslandi", sagði Gísli. „Af öðru er vart unnt að státa. Þess- um atvinnumálefnum hef ég reynt að vinna fylgi og veitt brautargengi eftir minni bestu getu. Ég hef unnið að breyt- ingum á fiskveiðistjómunarkerfinu eft- ir mætti. Braskið verður að afleggja og tryggja £ raun að sameignin sé þjóðar- innar en ekki fárra útvaldra. Mér er einnig ánægja af því að tvær tillögur mínar hlutu náð fyrir augum stjómarflokkanna. Það er líklega helm- ingur þeirra tillagna sem samþykktar vom af stjórnarandstöðunni". Braskkerfi „Það sem olli mér helst vonbrigðum er sú gífurlega vöm ríkisstjómarflokk- anna fyrir sérhagsmunum og lýsir sér í vöm fyrir braskkerfi í sjávarútvegi þar sem tiltölulega fáir misnota þetta kerfi og koma óorði á þá sem saklausir em í þvt. Einnig að fiskveiðistjómunarkerf- ið £ þeirri mynd sem það er rekið er að draga máttinn úr smærri sjávarútvegs- byggðum á landinu. Þessu verður að snúa við. Það er ágætt að koma þvf að hér að jafnaðarmenn telja ekki að auð- lindagjald breyti neinu um þetta, það er aðeins réttlætismál", sagði Gfsli. Brýnasta málið á þessu ári, að mati Gfsla, er að koma á sátt milli sjómanna og útvegsmanna. “Það gerist ekki með öðm móti en að sátt verði um fiskverðs- myndun. Persónulega tel ég að lögbind- ing lágmarkslauna, þ.e. ákvörðun urn afkomu einstaklinga, sé mjög brýnt, skilningur er vaxandi fyrir þessu máli. Hagvöxtur byggist á því að einstak- lingurinn hafi afgang umfram nauð- þurftir til að leggja til samfélagsins, sagði Gísli S. Einarsson að lokum. Góöur árangur Guðjón Guðmundsson þingmaður Sjálfstæðisflokks nefndi fimm atriði sem að sínu mati stæðu upp úr innan kjördæmisins á síðasta áii: “Ákvörðun um mikla uppbyggingu á Gmndartanga sem mun skapa u.þ.b. 150 ný störf auk margþáttaðrar þjónustu sem einnig mun fjölga mjög störfum á Vesturlandi. Stór- framkvæmdir í samgöngumálum á út- jöðmm kjördæmisins; Gilsfjarðarbrú og Hvalfjarðargöng sem munu stórauka umferð um Vesturland og efla ferða- þjónustu og margháttaða atvinnustarf- semi aðra. Sá árangur sem náðst hefur í stjóm ríkisijármála hefur að sjálfsögðu skilað sér til Vesturlands og lýsir sér m.a. í betri rekstrarskilyrðum fyrirtækja og minnkandi atvinnuleysi, meiri kaup- mætti og lækkuðum tekjusköttum ein- staklinga. Síðast en ekki síst öflugt íþróttastarf, m.a. glæsilegt landsmót UMFÍ í Borgamesi. Margþætt félagslíf vítt og breitt um kjördæmið og almennt gott mannlíf‘, sagði Guðjón. Aðspurður um hvað hann hefði vilj- að sjá fara á annan veg, nefndi Guðjón þróun íbúafjölda. „Á Vesturlandi hefur íbúum fækkað nokkuð eins og í öðmm landsbyggðarkjördæmum. Ég hefði heldur vilja sjá þeim íjölga og trúi því að svo verði á næstunni“. Þá kvaðst hann hefði viljað sjá meiri árangur í samgöngumálum kjördæmisins því þótt góðir áfangar hefðu náðst á undanföm- um ámm væm mörg brýn verkefni sem biðu. „Einnig hefði ég óskað þess að samdrátturinn í sveitunum hefði verið minni en raun ber vitni og að sátt hefði náðst í deilum sjómanna og útvegs- manna. Þá hefði verið ánægjulegt að Islandsmeistaratitillinn í knattspyrnu hefði haldist á sínum stað, þ.e.a.s. á Akranesi“, sagði Guðjón. Hvalveiöar Aukin fjölbreytni í atvinnulífinu er forgangsmál að mati Guðjóns. „I könn- un sem gerð var meðal íbúa Vestur- lands í fyrravor kom fram að það sem þeir eru óánægðastir með er einhæfni atvinnulífsins. Byggðastofnun hefur s.l. 1-2 ár stóreflt atvinnuþróunarstarf á landsbyggðinni og hefur það skilað miklum árangri, t.d. á Suðurlandi þar sem þetta starf hefur þegar skilað 30 nýjum fyrirtækjum með á annað hund- rað ný störf inn á svæðið, jafnt í dreif- býli sem þéttbýli. Nú er þessi starfsemi Cuðjón Guömundsson að komast á fullan skrið hér á Vestur- landi og skiptir miklu að vel takist til. Þá er það forgangsverkefni að hval- veiðar hefjist að nýju og vinnsla f Hval- stöðinni í Hvalfirði“, sagði Guðjón að lokum. Ævintýri líkast „Öflugra atvinnulíf og þar með traustari grunnur undir framtíð þessa landshluta er það sem einkennir síð- asta ár“, sagði Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra og þingmaður Framsóknarflokks. „Opnun Gilsfjarðar- brúar er atburður sem maður kemur til með að minnast. Það var ævintýri lík- Ingibjörg Pálmadóttir ast að vera viðstödd þá miklu hátíð. Þar vom hundruðir manna samankomn- ir til að fagna þessum mikla áfanga f samgöngumálum sem hefur lengi ver- ið beðið. Þá urðu merkileg tímamót þegar Hvalfjarðargöngin urðu að veruleika. Göngin munu hafa mikil áhrif ekki hvað síst á Borgarfjarðarhérað. Við sjá- um t.d. framtíð Hvanneyrarstaðar í allt öðru ljósi ef landbúnaðarháskólinn verður að veruleika. Þá koma göngin til með að auðvelda þá uppbyggingu. Varðandi það sem betur hefði mátt fara nefndi Ingibjörg að hún hefði vilj- að sjá í Reykholti samvinnu við erlenda háskóla eins og hugmyndir voru uppi um. „Það var líka dapurlegt að þegar við höfðum fengið fé til vegafram- kvæmda í Borgarfirði skildi ekki vera samkomuleg um að nýta það“, sagði Ingibjörg. Gób heil- brigbis- þjónusta Ingibjörg sagðist vonast til að sjá áframhaldandi uppbyggingu í atvinnu- lífinu á þessu ári. Þá sagðist hún vonast til að langtímaáætlun í vegamálum yrði ásættanleg fyrir kjördæmið. Aðspurð um sinn málaflokk, heil- brigðismálin, sagðist Ingibjörg sjá fyr- ir sér bjarta framtíð beggja sjúkrahús- anna í kjördæminu. „Við höfum hérna tvö mjög sterk sjúkrahús. Á Sjúkrahúsi Akraness er fjölþætt starfsemi og ég hef trú á að göngin styrki stöðu þess enn frekar. Fólk af öllu landinu hefur nýtt sér það sérsvið sem sjúkrahúsið f Stykk- ishólmi hefur, þ.e.a.s stoðkerfislækn- ingamar. Ég vildi hinsvegar gjaman sjá meiri samvinnu þessara tveggja sjúkra- húsa í framtíðinni. Almennt séð erum við með mjög góða þjónustu í heilbrigðismálum í kjördæminu eins og raunar á landinu öllu. Stundum þurfum við að láta er- lenda aðila benda okkur á það eins og kom í ljós ekki alls fyrir löngu þegar ís- lensk erfðagreining gerði góðan samn- ing við erlenda aðila. Samningurinn var gerður á gmndvelli þess að erlenda fyr- irtækið taldi að hér væri skilvirkasta og besta heilbrigðisþjónusta sem völ væri á“, sagði Ingibjörg að lokum. Stórir áfangar „Samgöngumálin em að mínu mati brýnustu hagsmunamálin víðast hvar í kjördæminu", sagði Magnús Stefáns- son þingmaður Framsóknarflokks. “Þar náðust stórir áfangar á síðasta ári. Gils- fjörður var þveraður og nú sér fyrir endann á þeirri framkvæmd. Gilsfjarð- arbrú er mikið hagsmunamál fyrir Dala- menn enda hafa þeir lagt mikla áherslu á þá framkvæmd. Þá var það stórvið- burður í sögunni þegar Hvalfjarðargöng urðu að vemleika. Tilkoma þeirra mun skipta mjög miklu máli fyrir allt kjör- dæmið. Göngin munu færa menn nær höfuðborgarsvæðinu sem allt virðist snúast um. En það sem skiptir meira Magnús Stefánsson máli er að þau færa höfuðborgarsvæð- ið nær okkur. Þar skapast möguleikar á aukningu í ferðaþjónustu sem kemur til með að styrkja tilvera kjördæmis- ins í búsetu— og rekstrarlegu tilliti. Það er einnig ánægjulegt að heldur hef- ur þokast í uppbyggingu vegakerfisins víða annars staðar“, sagði Magnús. Hann nefndi einnig átök um álver á Grundartanga meðal þess sem stæði upp úr frá síðasta ári. “Sú uppbygging sem þar á sér stað skiptir vemlegu máli og þau margfeldisáhrif sem fylgja í kjölfarið em lyftistöng fyrir atvinnu- lífið í öllu kjördæminu og víðar. Nú reynir hins vegar á Vestlendinga að hag- nýta sér þau tækifæri sem fylgja þess- ari uppbyggingu“. Framtíbin björt Magnús sagði það hafa verið ákveð- in vonbrigði að framkvæmdir við Borg- arfjarðarbraut skildu ekki geta hafist á síðasta ári. Einnig kvaðst hann hefði viljað sjá Björgunarskólann á Gufu- skálum verða að veruleika en það tæk- ist vonandi á þessu ári. „Það eru mörg áhugaverð mál í far- vatninu á þessu ári. Þjóðgarður undir jökli er spennandi verkefni sem verður unnið að á þessu ári. Þá er það brýnt að fáist ásættanleg niðurstaða við gerð vegaáætlunar næstu fjögurra til fimm ára. Ég vona einnig að það takist að stofna landbúnaðarháskólann á Hvann- eyri. Það skiptir verulegu máli fyrir Borgarfjörðinn og landbúnaðinn sem atvinnugrein. Það sem er þó markverðast er að framtíðin er björt á Vesturlandi og mikl- ir ónýttir möguleikar á ýmsum svið- um. Vesturland er landssvæði framtíð- arinnar á íslandi en það er undir okkur sjálfum komið að hagnýta þá mögu- leika sem við höfum“, sagði Magnús að lokum. Varnarbar- átta spítalans „Af persónulegum högum vil ég nefna mitt nýja hlutverk að vera orðinn afi. Næst elsta bam mitt, Elínborg, eign- aðist á haustdögum dóttur sem ber nafh- ið Hallgerður Kolbrún. Nýfætt bam er Ijósgeisli hverrar fjölskyldu. Bamið, ekki síst afabamið, vekur mann ræki- lega til umhugsunar um skyldumar sem hver heilbrigður maður ber gagnvart uppvaxandi kynslóð", sagði Sturla Böðvarsson þingmaður Sjálfstæðis- flokksins aðspurður um eftirminnilega atburði á síðasta ári. „Af öðmm og ópersónulegri mál- um vil ég nefna sem eftirminnilega at- burði þá orrustu sem þurfti að heyja til vamar St. Franciskusspítalanum. St. Franciskusreglan hefur starfrækt þenn- an einkaspítala síðan 1935, eða í yfir sextíu ár. Byggt hann upp að nær öllu leyti með eigin framlögum á gmndvelli samnings við ríkið og þjónað Snæfell-

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.