Skessuhorn


Skessuhorn - 18.02.1998, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 18.02.1998, Blaðsíða 4
4 Miðvikudagur 18. febrúar 1998 únciaiðutn/kw OSTAURVAL VEISLUÞJÓNUSTA HEILSUVÖRUR Föstudaginn 20. febrúar og laugardaginn 21. febrúar veröur kynning á veisluþjónustu í Ostahorninu. Ef þið ætlið að halda veislu á næstunni þá lítið við og sjáið hvort við getum hjálpað ykkur. OSTAHORNIÐ Sími 437-1640 og 437-1781 Calopinn Akraneslisti Nýtt bæjarmálafélag AKRANESLISTINN, samstarf A flokka á Akranesi ásamt Kvennalista, sendi í síðustu viku út auglýsingu í hús á Akranesi. Þar var óskað eftir hug- myndum um fólk á framboðslista sam- takanna. Bæjarbúum var gefinn kostur á að tilnefna allt að fimm einstaklinga sem þeir vilja sjá sem verðandi bæjar- fulltrúa. Gísli S. Einarsson þingmaður jafn- aðarmanna, er einn af tíu meðlimum í uppstillingarnefnd Akraneslistans. Hann sagði í samtali við Skessuhom að þær tillögur sem bæmst yrðu hafðar til hliðsjónar við gerð listans. Uppstill- ingamefnd hyggst ijúka niðurröðun í sæti fyrir helgi og fer síðan tillaga nefndarinnar til afgreiðslu í stjóm Akra- neslistans. Gísli sagði að með tilkomu Akra- neslistans væru A flokkarnir ásamt Kvennalista í raun hættir afskiptum af bæjarmáium en hið nýja bæjarmálafé- lag tekið við. Formaður Akraneslistans er Guðbjartur Hannesson. Fyrirtæki ársins Frá stofnfundi Kornræktarfélags Vest- uriands í Félagsbæ í Borgarnesi. Leikib á alls oddi Nemendur 1. - B. bekkjar sýndu atri&i úr Gullna hliðinu. Hér er skrattinn á tali vi& kerlinguna. ÞAÐ var leikið af innlifun og anda- skemmta áhorfendum sem fylltu húsið. gift á árshátíð Kleppjámsreykjaskóla í Fjölmargir leikþættir vom færðir á fjal- Borgarfirði, fimmtudaginn 29. janúar imar og í lokin sýndu nemendur dans- s.l. Hátíðin var að venju haldin í fé- fimi sína en undangengnar tvær vikur lagsheimilinu Logalandi í Reykholts- hafði staðið yfir dansnámskeið í skól- dal. Nemendur skólans sáu um að anum. ATVINNUMÁLANEFND Borgar- byggðar hefur tekið upp þá nýbreytni að standa fyrir vali á fyrirtæki ársins í sveitarfélaginu. Úrslitin vom kynnt f samsæti á Hótel Borgarnesi 5. febrúar s.l. Fyrirtæki ársins 1997 varLoftorka hf. sem hlaut að launum veglegan verð- launagrip. Um hönnun og smíði verð- launagrips sá Oddný Þórunn Braga- dóttir í Borgarnesi. I máli Gunnars Guðmundssonar for- manns atvinnumálanefndar kom fram að skoðaðir hafi verið þrír meginþætt- ir í rekstri fyrirtækja þegar val á „fyrir- myndarfyrirtækinu" fór fram. í fyrsta lagi rekstrarumsvif, velta og starfs- mannafjölgun. í öðm lagi nýsköpun í framleiðslu, vöruþróun og markaðs- setning og í þriðja lagi aðbúnaður starfsfólks, umhverfismál og jákvæð ímynd. Nefndin leitaði tilnefninga frá almenningi, Verkalýðsfélagi Borgar- ness, Atvinnuráðgjöf Vesturlands og Markaðsráði Borgarfjarðar. I úrskurði atvinnumálanefndar kom m.a. fram að fjölgun starfsmanna hjá Loftorku var um 40% á síðasta ári, velta þess hafi tvöfaldast og fyrirtækið hafi sótt fram á nýjum sviðum af krafti og áræðni. Einnig hlutu Eðalfiskur hf. og Vír- net hf. sérstakar viðurkenningar. Eðal- fiskur fyrir vöruþróun og sókn á er- lenda markaði og Vímet fyrir jákvæða ímynd og stöðugleika. Komræktarfélag stofnab á Vésturlandi STOFNFUNDUR Komræktarfé- lags Vesturlands var haldinn í Borgar- nesi 3. febrúar s.l. Mikil vöxtur er í þessari búgrein í kjördætninu en ekki em nema tvö ár síðan komrækt hófst fyrir alvöm á Vesturlandi. Tilgangur KV er að gæta hagsmuna kom- og fóðurframleiðenda á Vestur- landi, stuðla að fræðslu um kornrækt og vera aðili að Landssambandi korn- bænda. f stjórn félagsins voru kjörnir: Magnús Eggertsson Ásgarði formaður og meðstjómendur þeir Ásgeir Krist- insson Leirá og Þorkell Guðbrandsson á Mel. Á fundinum kynnti Jónatan Her- mannsson frá RALA, niðurstöður úr komræktartilraunum á Vesturlandi á síðasta ári. Uppskera var í flestum til- fellum góð en sáð var í um 70 hektara. Á þessu ári er gert ráð fyrir að komi verði sáð í allt að 100 hektara lands. Ver&launahafarnir þrír (talið frá hægri): Konrá& Andrésson frá Loftorku hf., Páll Gu&bjartsson frá Vírneti hf. og Ragnar Hjörleifsson frá E&alfiski hf. Konráð Andrésson framkvæmdastjóri Loftorku (t.h) tekur við verðlauna- gripnum úr hendi Gunnars Guðmundssonar formanns atvinnumálanefndar. Auglýsendur ath! Þjónustuauglýsing í Skessuhorni borgar sig. Kynniö ykkur verbib í síma 437 2262. i

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.