Skessuhorn


Skessuhorn - 18.02.1998, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 18.02.1998, Blaðsíða 9
 Miðvikudagur 18. febrúar 1998 9 -4- Fyrst áís- landi Elínborg Lárusdóttir í verslun sinni ab Esjubraut13. ELINBORG Lárusdóttir á Akranesi hefur nýverið koinið á fót verslun sem selur hinar þekktu Arbonne snyrtivör- ur. Þetta vörumerki hefur fram til þessa einungis verið selt í svokölluðum heimakynningum og að sögn Elínborg- ar er verslun hennar sú fyrsta hér á landi sem fær leyfi til að selja vörumar á al- mennum markaði. Elínborg hefur selt Arbonne snyrti- vömrnar í heimahúsum s.l. þrjú ár og verið söluhæst á landsvísu. Akumes- ingar og nágrannar ættu því að vera vömnum vel kunnugir. Þær em amer- ísk framleiðsla eftir svissneskri formúlu unnar úr náttúmlegum efnum eingöngu. Að sögn Elínborgar em Arbonne vör- umar framleiddar bæði fyrir konur og karla. Sagðist hún ennfremur veita við- skiptavinum persónulega ráðgjöf varð- andi val á snyrtivörum. Gróska í tónlðstinni Hluti af lúbrasveit Tónlistarskólans sem fetar sig áfram öruggum skrefum í átt til heimsfrægbar. Sveitin var stofnub fyrir ári síban og fer hún ört vax- andi. Félagar eru í dag átján talsins. Stjórnandi lúbrasveitarinnar er Fribrik Stefánsson, skólastjóri Tónlistarskólans. í Gmndarfirði er mikill tónlistará- hugi sem þó fer ört vaxandi. Sem dæmi má nefna að í janúar voru biðlistar á vorönn Tónlistarskólans. Að sögn Bjargar Agústsdóttur sveitarstjóra, þurfti að auka stöðuhlutfall við skólann til að mæta aukinni eftirspum. Tónlistarskólinn flutti í nýtt hús- næði í desember s.l. í áður ónýttan hluta áhaldahússins. Innangengt er milli skólans og Grunnskólans. Þess má geta að húsnæði Tónlistarskólans var innréttað á mettíma, eða innan við átta vikum, en er þó hið glæsilegasta. I kjölfarið á hinum mikla tónlistar- áhuga þeirra Grundfirðinga var stofn- að félag til styrktarTónlistarskólanum og nefnist það; Samtök áhugafólks um tvíeflingu Tónlistarskólans. Félagið hyggst halda styrktartónleika fyrir skól- ann þann 28. mars n.k. Á tónleikunum munu koma fram allir þeir sem við tón- list fást í Eyrarsveit. Heilsurækt á nesinu Eigendur Sólarsport, Gylfi, jóhanna, Sigurbur og Kristín vib hin vinsælu "spinning" hjól. I Ólafsvík hefur verið komið á fót fullkominni heilsuræktarstöð sem ber nafnið Sólarsport. Stöðin er við Ólafs- braut í nýinnréttuðu húsnæði fyrir ofan Litabúðina. Eigendur Sólarsports eru hjónin Gylfi Scheving og Jóhanna Hjelm og tvö bama þeirra, þau Kristín og Sig- urður. I Sólarspoiti er rúmgóður salur fyr- ir pallaleikfimi og þreksalur þar sem kennt er hið geysivinsæla „spinning”. Þar verða einnig lyftingatæki og önnur tól til að stæla vöðvana. Þá em í stöð- inni þrír fullkomnir ljósabekkir, sauna- bað og nuddaðstaða. Jóhanna og Gylfi sögðu gífurlegan kostnað liggja í nýju stöðinni enda hefðu þau lagt áherslu á að vera með tæki af fullkomnustu gerð. Þau sögðu viðtökumar hafa verið mjög góðar og áhuginn færi ört vaxandi. Dramatískar lokasekúndur ✓ lA-Skallagrímur: 66-64 ÞAÐ var gífurleg spenna í ná- grannaslag Vesturlandsliðanna í DHL deildinni í körfuknattleik. Leikurinn fór fram í íþróttahúsinu við Vesturgötu, 8. febrúar s.l. Segja má að leikurinn hafi verið úrslitaleikur um hvort lið- anna ætti möguleika á að ná inn í úr- slitakeppnina. Skagamenn náðu fljótlega undirtök- um í leiknum og höfðu 12 stiga for- ystu í leikhléi. Þeir voru mun frískari framan af og hittu vel fyrir leikhlé. I upphaft fyrri hálfleiks snerist dæm- ið við. Skagamenn skoruðu aðeins sjö stig fyrstu tólf mínútur hálfleiksins og virtust alveg heillum horfnir. Þá náðu Skallagrímsmenn að vinna upp forskot- ið og komust yfir um miðjan hálfleik- inn. Hnífjafnt var undir lokin. Liðin skiptust á um að hafa forystu þangað til 18 sekúndur voru eftir. Staðan var jöfn 64 -64 og stefndi í framlengingu. Þá tók Ermolinski málin í sínar hendur og skoraði úrslitakörfuna og Skagamenn eiga áfram möguleika á sæti í úrsiita- keppninni en Skallagrímsmenn sitja eftir. Ennolinski og Brynjar vom bestu menn Skagamanna en Bragi var bestur gestanna. Staban í DHL deild- inni Röð Félag Leikir stig 1. Grindavík 18 32 2. Haukar 18 26 3. Keflavík 18 22 4. KFÍ 18 22 5. KR 18 20 6. UMFN 18 20 7. Tindastóll 18 20 8. ÍA 18 18 9. Skallagrímur 18 14 10. Valur 18 10 11. Þór Ak. 18 6 12. ÍR 18 0 íþrótta- dagur Á morgun, fimmtudag, verður íþróttadagur í Borgamesi undir kjör- orðinu „Upp með fþróttir - niður með vímuefni". Meðal þess sem boðið verður upp á er ókeypis aðgangur að sundlaug og þreksal. Eftir hádegi hefst íþróttahátíð Grunnskólans og seinni part dags kynna yngri flokkar Skallagríms sínar íþróttagreinar. Klukkan 17:00 verður íþróttamaður ársins heiðraður.Ýmis- legt fleira verður boðið upp á þennan Iþróttadag sem hefst kl 7:00 og lýkur með leik Skallagríms og Njarðvíkur í DHL deildinni kl. 20:00. Ný félagsaðstaða Skallagríms í Skallagrímshúsinu verður kynnt gest- um og gangandi þennan dag. í húsinu eru deildir Skallagríms með skrifstof- ur. Þegar blabamann bar ab garbi var Liija Stefánsdóttir erobikk- og íþrótta- kennari meb stóran hóp kvenna í pallaleikfimi og þar var ekkert gefib eft- ir. M METRÓ Tilbob á Quick Step plastparketi. 1.795 kr. pr. fm.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.