Skessuhorn


Skessuhorn - 19.06.1998, Qupperneq 2

Skessuhorn - 19.06.1998, Qupperneq 2
2 FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ1998 SBESSiliiQBKi VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI BORGARBRAUT 57, 310 BORGARNES - SÍMI 437 2262 FAX: 437 2263 - NETFANG: skessuh@aknet.is Afgreiðsla á Akranesi að Stillholti 18 er opin eftir hádegi virka daga, sími 431 4222 Útgefandi: Skessuhorn ehf. _ ; Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli Einarsson, sími 852 4098 V' Framkvæmdastjóri og blaðamaður: Arinbjörn Kúld, sími 899 6165 Auglýsingar: Magnús Valsson, sími 437 2262 Fjóla Ásgeirsdóttir, sími 431 4222 Hönnun og umbrot: Frétta- og útgáfuþjónustan. Prentun: ísafoldarprentsmiója hf. Aðalskrifstofa blaðsins er opin alla virka daga frá kl.10:00 - 12:00 og 13:00-16:00 Skrifstofan að Stillholti 18 á Akranesi er opin kl. 13-17. Skessuhorn-Pésinn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga og efnis er kl. 15.00 á mánu- dögum. Litaauglýsingar sem krefjast mikillar hönnunarvinnu þurfa þó aö berast blaðinu i síðasta lagi á hádegi á mánudögum . Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Blaðið er gefið út í 5.800 eintökum og dreift ókeypis inn á öll heimili og fyrirtæki á Vesturlandi auk Kjalarness, Kjósar og Reykhóla. Vændis- konur og banka- sljórar Gísli Einarsson, ritstjóri. Fyrir skömmu gerði eitt dagblaðanna athyglisverða skoðanakönn- un. Þar var fólk sem lenti í hinu margumtalaða úrtaki, eða viðkom- andi úrtaksaðilar eins og það heitir væntanlega á fjölmiðlamáli, spurðir að því hvort þeir teldu að vændi væri stundað á íslandi. Að því er mig minnir voru um 90% aðspurðra harðir á því að umrædd þjónustugrein væri til staðar. Það kom þó ekki fram á hvaða forsend- um það mat var byggt. Eins og svo oft áður var ég ekki spurður álits enda hef ég svosem ekki hugmynd um hvort greiðasala af þessu tagi er stunduð í borg- um, bæjum eða sveitum þessa lands. Ég hef heldur ekki þurft sér- staklega á þessari þjónustu að halda og þar að auki er oft á tíðum nógu erfitt að fá þá þjónustu sem maður veit fyrir víst að stendur fólki til boða, t.d. þjónustu einstakra iðnaðarmanna, stofnana og annara þjónustuaðila. A meðan svo er ástatt dytti manni síst í hug að fara að eltast við þjónustu sem maður hefur ekki hugmynd um hvort er yfirleitt fáanleg og mun aukinheldur vera ólögleg. Mér er því nokkumveginn slétt sama hvort einhver fyrirtæki eða einyrkjar leggja stund á vændi sem atvinnuveg. Reyndar er ég hlynntur allri nýsköpun í atvinnumálum hvers eðlis sem hún kann að vera. Þó ber að gæta þess að vændi er ólöglegt og þótt 90% landsmanna telji að það sé stundað þá er það ekki full sannað. En sé það svo að einhveij- ir athafnamenn eða konur leggi stund á vændi sem aðalstarf eða aukabúgrein þá ht ég á það sem stóran kost að þessir aðilar em ekki að þvælast fyrir mér. Hvar sem maður drepur niður fæti er maður á augnabliki um- kringdur sölumönnum með blik í auga. A manns eigin heimili er maður ekki einu sinni óhultur fyrir áreiti þeirra. Þeir koma úr öllum áttum til að selja, bækur, blöð og harðfisk. Það má aftur á móti segja vændiskonum þessa lands til hróss að þær era ekki inni á gafli hjá manni upp á hvem dag. Einnig mætti finna umræddri atvinnugrein það til málsbóta að mér skilst að sú þjónusta sem verið er að selja byggist á mjög náinni samvinnu kaupanda og seljanda. Það hlýtur því að kalla á umtals- verða þjónustulund en eins og hér hefur áður verið bent á skortir mjög á slíkt í mörgum þjónustugreinum. Enn er eitt sem má telja vændi til tekna en það er að í öllum tilfellum ætti það að vera ljóst að seljandinn er sannanlega að selja það sem hann sjálfur á, en það getur verið vafa undirorpið í ýmsum öðram greinum. Þá er það í engum tilfellum vafamál að viðkomandi vændiskona eða vændis- karl er að fá greitt eingöngu fyrir þá þjónustu sem hann eða hún læt- ur í té. Þannig er því afturámóti ekki farið með brottrekna banka- stjóra sem fá biðlaun í átta mánuði eftir að þeim er vísað á dyr, svo dæmi sé tekið. Engu að síður era þeir taldir réttu megin við lögin en portkonur og portkarlar ekki og þurfa því að stunda sína atvinnu í skjóli myrkurs utan við lög og rétt. Eins og ég hef áður sagt hef ég ekki minnstu hugmynd um hvort vændi er stundað á íslandi en ég tel mig þó hafa fulla vissu fyrir því að gleðikonur eigi ekki rétt á átta mánaða biðlaunum. Einnig tel ég litlar líkur á því að þær hafi stundað laxveiðar í sínum vinnutíma á kostnað opinberra stofnanna. Né heldur að þeim hafi boðist góðar stöður hjá utanríkisráðuneytinu ef þær hafa ekki staðið sig sem skildi á sínum vettvangi. Gísli Einarsson Borgarfjaröar- brú í þurrkví Á undanfömum vikum hefur stað- ið yfir viðgerð á Borgarfjarðar- brúnni. Þessa dagana er verið að koma fyrir sérsmíðaðri þurrkví í kringum einn stöpulinn til að hægt sé að gera við steypuskemmdir sem or- sakast af seltu, frosti og ís. Um 30 milljón króna er veitt til þessa verks á árinu og á það að duga til að gera við einn stöplanna en gert er ráð fyrir að halda verkinu áfram á næsta ári. Það eru brúarsmiðir frá Vegagerðinni sem sjá um viðgerðina. Ekki hefur þurft að loka fyrir umferð um brúna vegna verksins en umferð hefur tafist lítillega af þessum sök- um. G.E. Unnib ab viðgerbum á Borgarfjarbarbrú. Mynd: G.E. Dómur vegna Lang- eyjarhrossanna í síðustu viku var felldur dómur yfir þremur mönnum í svokölluðu Langeyjarmáli. Málið snerist um vanrækslu á tæpleg þijátíu hrossum sem voru á útigangi í Fremri- Lang- ey í mynni Hvammsfjarðar á árunum 1992 -1997. Dómurinn taldi sannað að hrossin sem gengu í Fremri-Langey og á Amey hafi ekki fengið fullnægjandi fóður á tímabilinu og beðið sannan- lega skaða af. í dómsorði segir m.a.: „Enda verður að telja óviðunandi að hross gangi úti eins og var í Fremri- Langey án eftirlits og umönnunar, eftir atvikum, svo vikum og jafnvel mánuðum skipti að vetri til, eins og búskaparháttum er nú háttað í land- inu." Mennimir þrír sem vom eigendur Langeyjarhrossanna vom dæmdir til að greiða 100.000 kr sekt hver í rík- issjóð fyrir brot á lögum um dýra- vemd. G.E. Gób afkoma hjá Fiskibjunni Samkvæmt rekstramppgjöri fisk- iðjunnar Skagfirðings fyrir fyrstu átta mánuði rekstrarársins, þ.e. frá september 1997 til apríl 1998 er hagnaður rúm 61 milljón króna. Rækjuvinnsla fyrirtækisins er í Gmndarfirði og þar hefur verið mik- il aukning í vinnslu á síðustu mánuð- um. Að sögn Áma Halldórssonar rekstrarstjóra fyrirtækisins í Gmnd- arfirði hefur vinnslan aukist úr 1800 tonnum á ársgmndvelli í 2600 tonn. Starfsmannafjöldi er þó svipaður en verksmiðjan var stækkuð um síðustu áramót og afköst hennar aukin. Stærstur hluti fjárfestinga FISK það sem af er rekstrarárinu er vegna kaupa á rækjukvóta. Að sögn Áma var keyptur 400 tonna varanlegur kvóti til viðbótar á Skapta sem legg- ur upp í Gmndarfirði. Þá hafa einnig verið keyptar veiðiheimildir innan ársins. Ami sagði útlitið vera gott í rækjunni til haustins en fyrsta sept- ember tekur skelin við. G.E. Ásbjöm forseti í Snæfellsbæ Ásbjörn Óttarson oddviti sjálf- stæðismanna í Snæfellsbæ var kjör- inn forseti bæjarstjórnar á fyrsta fundi hennar þann 11. júní sl. Ólína Björk Kristinsdóttir, D lista var kjör- in 1. varaforseti og 2. varaforseti Sveinn Þór Elínbergsson af S lista. Jón Þór Lúðvíksson af D lista var kjörinn formaður bæjarráðs en aðrir í bæjarráði era Ólafur Rögnvaldsson af D lista og Sveinn Þór Elínbergsson af S lista. Pétur Jóhannsson af B lista verður áheymarfulltrúi í bæjarráði með málfrelsi og tillögurétt. Guðjón Petersen mun gegna starfi bæjar- stjóra þar til nýr bæjarstjóri, Kristinn Jónasson tekur við störfum. G.E. Fitja- kirkja 100 ara Sunnudaginn 21. júní nk. verður minnst 100 ára afmælis Fitjakirkju í Skorradal með há- tíðarguðþjónustu í kirkjunni. Fitjakirkja sem er önnur tveggja bændakirkna í Borgar- fjarðarprófastsdæmi hefur ver- ið endumýjuð umtalsvert á síð- ustu áram og í tilefni afmælis- ins verður vígð ný altaristafla sem listakonan Æja hefur gert. Hátíðarguðsþjónustan hefst kl. 14.00 og þar mun Sigurður Sigurðarson vígslubiskup pré- dika en sr. Geir Waage þjónar fyrir altari. Að guðsþjónustu lokinni verður boðið upp á kirkjukaffi að gömlum og góð- um sið. G.E. Fundur meb skipulags- stjóra Skipulagsstjóri ríkisins, Stef- án Thors hélt fund á Hótel Borgamesi fyrir sveitarstjóm- armenn og starfsmenn sveitar- félaga á Vesturlandi mánudag- inn 8. júní sl. Á fundinum vom kynnt drög að nýjum reglu- gerðum (skipulagsreglugerð og byggingareglugerð). Frekar fá- mennt var á fundinum enda em sveitarstjómir að ganga frá nefndaskipan þessa dagana, þ.á.m. í skipulags- og bygg- inganefndir. Launa- kröfum hafnað Starfsmannafélag Akranes- kaupstaðar óskaði í kjölfar samninga við kennara á Akra- nesi eftir viðræðum um kjör sinna félagsmanna. í samtali við Skessuhorn sagði Gísli Gíslason bæjarstjóri að erind- inu hefði verið hafnað þar sem ekki væm efni til að taka upp slíkar viðræður. G.E. Óska- steinar Fyrirhuguð er Jónsmessu- ganga úr Gmndarfirði á fjallið Klakk á Jónsmessunótt. Haldið verður af stað frá Bárarfossi kl. 22.30 þriðjudagskvöldið 23. júní og gengið á Klakk að Klakkstjörn en samkvæmt þjóðsögunni eiga að fljóta þar óskasteinar á Jónsmessunótt. Þeir sem hreppa steinana eiga að fá þrjár óskir uppfylltar en til þess að eiga möguleika á því þurfa þeir að leggja á sig um klukkutíma göngu á fjallið. Að sögn Gunnars Kristjánssonar starfsmanns FAG í Grundar- firði gengu um 70 - 80 manns á Klakkinn á Jónsmessunótt í fyrra. G.E.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.