Skessuhorn


Skessuhorn - 19.06.1998, Side 4

Skessuhorn - 19.06.1998, Side 4
4 FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ1998 Ferbaáætlun Sæmundar Sæmundur Sigmundsson sérleyf- ishafi hefur lagt fram tillögur að ferðaáætlun fyrir langferðabifreiðar sínar milli Akraness og Reykjavíkur eftir að Hvalfjarðargöngin opna. Samkvæmt tillögunum verður áætl- unin sem hér segir. Frá Akranesi Frá Reykjavík 07:00 08:30 10:00 11:30 13:00 14:30 17:00 18:30 20:30 21:30 22:30 23:30 Bæjarráð Akraness gerði athuga- semd við ofangreindar tillögur og að sögn Gísla Gíslasonar bæjarstjóra er fyrst og fremst fundið að því að ekki sé ferð frá Akranesi kl. 8.00 og þá telur bæjarráð vanta ferð frá Reykja- vík kl. 17.00. Gísli sagði í samtali við Skessu- hom að gott samstarf hefði verið milli Sæmundar og bæjarráðs við gerð nýrrar ferðaáætlunar og sagðist hann vongóður um að endanleg áætl- un yrði á þann veg að hún nýttist Ak- umesingum og þeim sem þangað þyrftu að leggja leið sína sem best enda væri það beggja hagur. G.E. Tvö tilbob í sund- laugarbyggingu Þann 9. júní sl. vora opnuð tilboð í 3. áfanga sundlaugarbyggingar í Stykkishólmi. í verkinu felst að ljúka við uppsteypu búningsklefa og inni- sundlaugar ásamt fullnaðarfrágangi og tengingu við núverandi byggingu. Einnig skal steypa undirstöður og botnplötu útisundlaugar og leggja lagnir í lóð og fylla að lauginni. Tvö tilboð bárast í verkið: Frá Skipavík hf. í Stykkishólmi 97.392.282 kr. og Sprett hf. í Grund- arfirði 94.800.000 kr. Kostnaðaráætl- un vegna verksins hijóðaði upp á 78.359.300 kr. eða töluvert minna en tilboðin sem bárust. Tilboðin verða yfirfarin og tekin afstaða til þeirra á næstu dögum. G.E. Frá einum af kynningarfundum Nýsköpunarsjóbsins. Páll Kr. Pálsson fram- kvæmdastjóri í ræbustóli. Kynningar Ný- sköpunarsjóbs Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins hefur lokið hringferð um landið þar sem kynnt var starfsemi sjóðsins. I fréttatilkynningu frá sjóðnum segir að haldnir hafi verið kynningar- fundir á 9 stöðum umhverfis landið á vordögum. Fyrsti fundurinn var í Borgamesi eins og sagt var frá í Skessuhomi og var hann vel sóttur. "Alls mættu á fimmta hundrað manns á þessar kynningar. Virtust þær vekja mikinn áhuga meðal heimamanna og hafa þegar borist nokkrar umsóknir í kjölfar kynning- anna. Nýsköpunarsjóður stefnir að því að fara aðra sambærilega kynn- ingarhringferð síðar á árinu og halda þá fundi á 9 stöðum til viðbótar og nota jafnffamt tækifærið til að heim- sækja fyrirtæki og einstaklinga sem búa yfir áhugaverðum hugmyndum eða verkefnum sem sjóðurinn telur höfða til sín og einnig þá aðila sem lagt hafa inn umsóknir sem eru til umfjöllunar," segir í fféttatilkynning- unni. Afmælisár Glaös Hestamannafélagið Glaður í Dala- sýslu var stofnað 20. júlí 1928 að Nesodda í Miðdölum og er því sjö- tugt á árinu. Félagið er næstelsta hestamannafélag landsins, aðeins Fákur er eldri. I tilefni afmælisins mun félagið halda veglega árshátíð í haust. En það næsta á döfmni hjá fé- laginu er hestaþing Glaðs sem verður haldið á Nesodda 26. - 27. júní næst- komandi. Keppt verður í A og B flokkum gæðinga, bama, unglinga og ungmennaflokkum og einnig í tölti. Kappreiðar verða að venju og þar verður keppt í 150 og 250 m skeiði, 250 og 300 m stökki og 300 m brokki. Dagskráin hefst kl. 13.00 báða dagana en á laugardeginum verða úrslit í gæðingakeppni og tölt og síðan kappreiðar. Tekið verður við skráningum til fimmtudagsins 25. júní hjá eftirtöldum: Þórður: 434 1171 - 852 1766 Ásta: 434 1614 Gyða: 434 1443, 434 1284 Stórdansleikur verður í Dalabúð um kvöldið og hljómsveitin Papar sér um fjörið. Uppl. / símum t Innilegar þakkir til allra, sem auðsýndu samúð og vinarhug við andlát og útför sonar míns, bróður okkar og mágs. Eiríks Ágústs Brynjúlfssonar bónda Brúarlandi Hraunhreppi Guð blessi ykkur öll. Halldóra Guðbrandsdóttir Helga Brynjúlfsdóttir Borge Jónsson Ölöf Brynjúlfsdóttir Ragnheiður H. Brynjúlfsdóttir Halldór Brynjúlfsson Brynjólfur Brynjúlfsson Guðbrandur Brynjúlfsson Guðmundur Þ. Brynjúlfsson Páll Sigurbergsson Haukur M. Arinbjarnarson Ásta Sigurðardóttir Fanney Einarsdóttir Snjólaug Guðmundsdóttir Ásdís Baldvinsdóttir og fjölskyldur. Lokafrágangur gjaldskýla Nú er verið að ljúka lokafrágangi á hinum alræmdu tollheimtuskýlum við norðurenda Hvalfjarðarganga. Þegar Skessuhomið var á vettvangi var Garðar Jónsson málarameistari frá Akranesi að fara síðustu umferð- ina á skýlin og það leyndi sér ekki að þar var fagmaður á ferð því málað var þrátt fyrir að hafáttin hefði náð sér upp og reyndi að tefja verkið. Að- spurður kvað hann verkið hafa geng- ið vel til þessa og nóg væri að gera í málningarbransanum í dag enda hefði blíðan að undanfömu kallað á mikla málningarvinnu hjá Vestlend- ingum. A.Kúld Garöar jónsson lífgar upp á gjaldskýlin. Mynd: A.Kúld Leynishverf- ib ab verba tilbúib Framkvæmdum við Leynis- hverfið á Akranesi miðar vel og að sögn Gísla Gíslasonar bæjarstjóra eru fyrstu tveir botnlangarnir orðn- ir byggingarhæfir og næstu tveir verða tilbúnir innan skamms. Síð- asti botnlangi hverfisins mun síðan verða klár í ágústlok eða um miðj- an ágúst. G.E. Menningar- sjóöurinn lagður nR»ir Á fundi Bæjarráðs Akraness fyr- ir skömmu var samþykkt erindi Menningarmála og safnanefitdar þar sem lagt var til að Menningar- sjóður Akraness yrði lagður niður og eftirstöðvum hans varið til að sinna verkefnum varðandi lista- verk í eigu bæjarins og til upp- byggingar Kirkjuhvols, lista og menningarsetursins á Akranesi G.E. Mikill skóg- ræktaráhugi í Grundar- firbi Þann 11. júní sl. hélt Jón Geir Pétursson hjá Skógræktarfélagi Is- lands námskeið í Grundarfirði á vegum Skógræktarfélags Eyrar- sveitar. Að sögn Bjargar Ágústs- dóttur sveitarstjóra Eyrarsveitar var námskeiðið vel sótt, enda vax- andi áhugi fyrir skógrækt í Grund- arfirði og má m.a. nefna að árlegt gróðursetningarkvöld Skógræktar- félags Eyrarsveitar var haldið þann 12. júní sl. Að sögn Bjargar hefur Erla Bryndís Kristjánsdóttir landslags- arkitekt í Grundarfirði unnið að skipulagi framtíðar skógræktar- svæðis fyrir Grandfirðinga en það verður hluti af nýju aðalskipulagi sem er verið að leggja lokahönd á vegna þéttbýlisins í Grundarfirði. G.E. Ríkharb oddviti I „Borgarfirði"1 nýju sveitarfé- lagi fjögurra hreppa í Borgarfirði norðan Skarðsheiðar var Ríkharð Brynjólfsson, kennari á Hvanneyri kjörinn oddviti með öllum greidd- um atkvæðum á fyrsta fundi nýrrar hreppsnefndar. Varaoddviti var kjörinn Ágústa Þorvaldsdóttir. Auglýst hefur verið eftir sveitar- stjóra fyrir nýja sveitarfélagið og mun hann hafa aðsetur á Klepp- jámsreykjum eða í Reykholti en ekki hefur enn verið tekin ákvörð- un um húsnæði fyrir skrifstofur sveitarfélagsins. Ríkharð mun gegna starfi sveitarstjóra þar til gengið hefur verið frá ráðningu á manni í starfið en það verður vænt- anlega síðla sumars. G.E.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.