Skessuhorn


Skessuhorn - 16.07.1998, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 16.07.1998, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ1998 VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI BORGARBRAUT 57, 310 BORGARNES - SÍMI 437 2262 FAX: 437 2263 - NETFANG: skessuh@aknet.is Afgreiðsla á Akranesi að Stillholti 18 er opin eftir hádegi virka daga, sími 431 4222 Útgefandi: Skessuhorn ehf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli Einarsson, sími 852 4098 Framkvæmdastjóri og blaðamaður: Arinbjðrn Kúld, sími 899 6165 Auglýsingar: Magnús Valsson, Borgarnesi sími 437 2262 Arinbjörn Kúld, Akranesi, sími 431 4222 Prófarkalestur: Ágústa Þorvaldsdóttir og fleiri. Hönnun og umbrot: Frétta- og útgáfuþjónustan. Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Aðalskrifstofa blaðsins er opin alla virka daga frá kl.10:00 - 12:00 og 13:00-16:00 Skrifstofan að Stillholti 18 á Ákranesi er opín kl. 13-17. Skessuhorn-Pésinn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga og efnis er kl. 15.00 á mánu- dögum. Litaauglýsingar sem krefjast mikillar hönnunarvinnu þurfa þó að berast biaðinu í síðasta lagi á hádegi á mánudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Blaðið er gefið út í 5.800 eintökum og dreift ókeypis inn á öll heimili og fyrirtæki á Vesturlandi auk Kjalarness, Kjósar og Reykhóla. Akranes í einangrun? Ég á í svolitlum vanda. Ég hafði hugsað mér að fara út á Akranes í dag en kem mér ekki almennilega til þess. í raun og veru þarf ég nauðsynlega að skreppa á Skagann, eða hreint og beint verð að fara þangað en samt get ég ekki almennilega fengið það af mér. Ykkur að segja er á- stæða þessarar togstreitu ummæli sem höfð voru eftir yfirlög- regluþjóninum í Borgarnesi skömmu áður en undirfjarðarvegur- inn var opnaður sl. laugardag. Þórður Sigurðsson sagði nefni- lega að ekki væri ástæða til að auka ferðamannastrauminn á Akranesi en hinsvegar væri full ástæða fyrir hvern sem hyggðist ferðast á annað borð að bregða sér í Borgarnes. Nú fer ég flesta daga í Borgarnes og hef ekkert yfir því að kvarta en ég þarf vinnu minnar vegna að fara nokkuð oft á Akranes líka. Þá vandast málið því síst af öllu vil ég breyta gegn vilja lög- reglunnar enda ná armar laganna mun lengra en mínir þótt ég sé með handleggjalengstu mönnum. Því hagar þannig til að ég á ekki lögheimili á Akranesi og því er hætta á að ég verði tekinn sem ferðamaður ef ég fer þangað. Þó er kannski hugsanlegt að ég geti fengið undanþágu sem blaðamaður en það væri þó ekki sanngjarnt gagnvart öllum hinum sem hugsanlega þurfa að leggjast inn á sjúkrahús, ræða við Skattstjóra eða höndla fiski- mjöl svo eitthvað sé nefnt. Því hefur oft verið haldið fram af öðrum Vestlendingum að Akur- nesingar séu erfiðir í samstarfi og þeirra vegna sé samvinna milli sveitarfélaga í Vesturlandskjördæmi minni en hún ætti að vera. Eflaust kann eitthvað að vera til í því. Akranes hefur þá sérstöðu að vera jaðarsveitarfélag og þar að auki það langstærsta á Vest- urlandi. Að mínu mati eru Akurnesingar ekki að öllu leyti öfunds- verðir af því að vera stærstir. Fyrir vikið eru kröfurnar meiri og þar sem yfirburðir eru fyrir hendi er erfitt að nota þá ekki. Þá er það alþekkt að líta á risann eða tröllið sem óvin af því að hinum smærri stendur ógn af stærðinni, jafnvel þótt hann sé sauðmein- laus og vel meinandi. Þrátt fyrir að Akurnesingar kunni að vera sér á parti í samfélagi sveitarfélaga á Vesturlandi þykir mér síst sæma að opinber starfsmaður skuli í nafni síns embættis hvetja landsmenn alla til að sniðganga Skipaskaga líkt og hann sé eitthvert pestarbæli sem skuli vera í sóttkví. Það er engan veginn við hæfi að yfirmaður löggæslu allt í kring- um Akranes skuli ætla sér að girða nesið af með gulum borða. Það kunna einhverjir að hafa haldið af umræðunni um Hvalfjarð- argöng að þau lægju bara upp á Skaga og aftur til baka þótt við hin vitum að þau liggja á Vesturland og helst ekki til baka. Þessi misskilningur er einfaldlega til kominn vegna þess að Akurnes- ingar vissu að það var von á göngum undir Hvalfjörð og höguðu sér eftir því. Skagamenn hafa unnið sína heimavinnu þannig að sómi er af og mér þykir ekkert eðlilegra en að þeir njóti ávaxt- anna en séu ekki girtir af. Menn geta ef þeir vilja verið í fýlu við Skagamenn á öðrum sviðum en hvað viðvíkur opnun ganganna eiga þeir hrós skilið enda mun þeirra vinna einnig koma öðrum í- búum Vesturlands til góða. Það er tími til kominn og það fyrir löngu að Vestlendingar líti á sig sem eina heild líkt og Vestfirðingar, Sunnlendingar og Aust- firðingar gera svo dæmi sé tekið. Við þurfum að hætta að skipta okkur upp í Akurnesinga, Borgnesinga, Borgfirðinga, Ólsara, Hólmara o.s.frv. Við getum náð árangri með góðri samvinnu á fjölmörgum sviðum en við gerum það síður ef það „kroppar hver úr klofinu á sér,“ ef mér leyfist að taka þannig til orða. Göngin stytta vissulega mikið leiðina milli Akraness og höfuð- borgarsvæðisins og auðvelda allan samgang þar á milli. Það eina sem skilur þessi stórveldi að er Anton Ottesen og hans menn í Innri-Akraneshreppi sem vissulega er treystandi til að vera eins og Davíð á milli tveggja Golíata. Ég vona vona samt að Akurnesingar stari ekki of stíft í gegnum gatið því ég tel að þeirra sómi sé meiri að vera stór hluti af Vesturlandi en lítill hluti af höfuðborgarsvæðinu. Ég lít einnig þannig á að það sé styrkur af því fyrir önnur sveitarfélög að hafa Akranes „ hárna megin við gatið“. Eg vona það að í framtíðinni muni yfirlögregluþjónninn í Borgar- nesi bjóða ferðamenn velkomna á allt Vesturland og að með hans leyfi geti ég farið á Akranes hvenær sem mér býður svo við að horfa, jafnvel þegar ég hef ekkert þangað að gera. Gísli Einarsson, ferðamaður. Gísli Einarsson, ritstjóri. Dómur í meíbyrbamáli Þriðjudaginn 7. júlí sl. var kveðinn upp dómur í meiðyrðamáli sem Jón Kjartansson bóndi á Stóra - Kroppi í Reykholtsdal höfðaði gegn Jóni Bjömssyni bónda og hreppstjóra í Deildartungu í sömu sveit. Dóminn kvað upp Hervör Þorvaldsdóttir dómstjóri á dómþingi Héraðsdóms Vesturlands. Jóni Bjömssyni var stefnt vegna ummæla sem hann hafði uppi á hreppsnefndarfundi Reykholtsdals- hrepps hinn 1. júlí 1997 og færð vom til bókar í fundargerðarbók hrepps- nefndar og hljóða svo: „Ég fékk gmn þegar Jón Kjartansson hóf endur- byggingu gamla fjóssins í stað þess að byggja nýtt. Mig gmnaði að Jón Kjartansson væri ekki eins stöndugur og hann vildi vera láta og taldi hann hafa óhreint mjöl í pokahominu. Hafi maðurinn átt peninga þá færi hann ekki að gera við svo gamalt fjós. Til- gangur minn að verða mér út um veðbókarvottorð fyrir Stóra-Kropp er svipaður og hjá blaðamönnum þegar þeir em að fletta ofan af mönnum sem em í svona fjárglæfrastarfsemi og fékk ég gmn minn staðfestan við athugun á veðbókarvottorðinu.“ Niðurstaða dómsins var sú að framangreind ummæli skulu vera ó- merk. „Stefndi Jón Bjömsson, greiði krónur 15.000 í sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins, en sæti ella varðhaldi í fjóra daga. Stefndi greiði stefnanda, Jóni Kjartanssyni, krónur 90.000, ásamt dráttarvöxtum auk 50.000 króna til að standa straum af birtingu dóms- orðs í opinbem blaði. Einnig greiðir stefndi stefnanda krónur 80.000 í málskostnað." í rökstuðningi dómsorðs segir m.a.: „Ummæli stefnda, sem fram koma í a. lið stefnu teljast ærumeið- andi aðdróttanir í garð stefnanda og til þess fallin að sverta mannorð hans.“ Eftirfarandi ummæli Jóns Bjöms- sonar vom einnig tekin til dóms: „Það skiptir ekki máli fyrir búskap á Stóra-Kroppi hvort þar kemur vegur eða ekki. Þessi spilaborg hrynur." Jón var sýknaður af öllum kröfum vegna þeirra. Vinsæll sundstaður Það hefur verið mikil aðsókn í sundlaugina í Borgamesi í sumar og á einstök veðurblíða sjálfsagt sinn þátt í því. Útisundlaugin á ársafmæli um þessar mundir og þrátt fyrir efa- semdir manna um nýtingu hennar hefur aðsóknin sannað tilvemrétt hennar svo um munar. Þessa mynd tók ljósmyndari Skessuhoms af bað- gestum í Borgamesi í vikunni. Knattspyrnukonur úr ÍA bu&u þá sem komu í gegnum göngin velkomna á Vesturland og afhentu þeim Skessuhorn. Skessuhorn vib qöngin Síðasta tölublað Skessuhoms var gefið út í 12.000 eintökum og var 40 síður á stærð sem telst þó nokkuð mikið á mælikvarða héraðsfrétta- blaða. Meistaraflokkur kvenna í knattspymu hjá ÍA tók að sér að dreifa blöðunum í alla bfla sem komu í gegn um göngin fyrstu tvo dagana sem þau vom opin. Óhætt er að segja að blaðinu hafi verið vel tekið hjá ferðalöngum og vonumst við til að þessi tilraun okk- ar til að kynna Vesturland fyrir ferða- mönnum beri sem mestan árangur. Lifandi handverk á laugar- dögum í tilefni af opnun Hvalfjarð- arganganna verður "lifandi handverk á laugardögum" f Gallerí Hönd í Borgarnesi næstu laugardaga. Það em fé- lagar í Hnokka, samtökum handverksfólks, sem sýna hvað þeir eru að vinna. Laugardag- inn 18. júlí kl. 14-17 mun Jak- obína Jónasdóttir ptjóna úr ein- spinnu og Sverrir Vilbergsson vinna úr homi. Síðasta laugar- dag sýndi Þórir Ormsson hvemig hann sker út í muni sem hann rennir og Sigríður Þórisdóttir var með peysu á pijónunum og leiðbeindi þeim sem þess óskuðu. í Gallerf Hönd í Borgamesi er greinilega eitthvað fyrir alla þá sem leggja leið sína í Borgames. Nnæstu laugardaga verður m.a. sýnd þæfing, spuni, dúka- pijón, frágangur á hnepptum lopapeysum og margt fleira. Nánar verður fjallað um lifandi handverk í næsta Skessuhomi. Nýrq vol æslu- vollur f sumar var tekinn í notkun nýr gæsluvöllur í Skallagríms- húsinu við íþróttasvæðið í Borgamesi. Borgarbyggð hefur til umráða 30% af húsinu en deildir Skallagríms 70%. Nýi gæsluvöllurinn leysir af hólmi eldri völl við grunnskóla Borg- amess. Sjóstang- v^iöimót í Olafsvík Opið sjóstangveiðimót SJÓ- SNÆ verður haldið frá Ólafs- vík 16.-18. júlín.k. Mótið verð- ur sett í Gistiheimilinu Höfða fimmtudagskvöldið 16. júlí og róið föstudag og laugardag. Mökum verður boðið í Hvala- skoðun og fleira skemmtilegt. Á föstudagskvöldinu verður grillveisla í boði SJÓSNÆ og Fiskmarkaðs Snæfellsness og á laugardagskvöld verður loka- hóf í Félagsheimilinu á KUft. Nýr skóla- stjóri Kristján Þór Gíslason hefur verið ráðinn skólastjóri Gmnn- skólans í Borgamesi og tekur hann við af Guðmundi Sigurðs- syni sem lætur af störíum fyrir aldurs sakir. Kristján hefur ver- ið skólastjóri í Laugaskóla í Sælingsdal frá 1986 og kennari við sama skóla frá 1981. Að sögn Óla Jóns Gunnarssonar bæjarstjóra Borgarbyggðar hef- ur tekist að manna allar kenn- arastöður í Gmnnskóla Borgar- ness fyrir næsta vetur en ekki er búið að ganga alveg frá ráðn- ingum að Varmalandsskóla.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.