Skessuhorn


Skessuhorn - 16.07.1998, Side 6

Skessuhorn - 16.07.1998, Side 6
6 FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ1998 Hátíðar- stemmina vib og undir Hvalfiiði Opnun Hvalfjarðarganga sl. laug- ardag var fagnað með tvískiptri at- höfn. Upp úr kl. 14.00 klippti Davíð Oddsson forsætisráðherra á borða sem strengdur var fyrir suðurenda ganganna. Skólalúðrasveit Akraness lék nokkur lög við munnann og á- vörp voru flutt. Gísli Gíslason stjóm- arformaður Spalar hf. stjómaði at- höfninni og sagði m.a. í sinni ræðu að Vestlendingar vildu gjaman líta svo á að göngin lægju á Vesturland en bætti því við að til góðs vinar lægju gagnvegir. Hann kvaðst vonast til að göngin myndu efla samvinnu milli landshluta og verða þjóðinni allri til hagsbóta. Hann þakkaði Dav- íð Oddsyni sérstaklega fyrir sinn þátt í því að göngin urðu að veruleika. Páll Siguijónsson framkvæmdastjóri verktakans, Fossvirkis, vitnaði í Landnámu og fyrstu sagnir hennar af mannaferðum um Faxaflóa. Þá sagði hann að með Hvalfjarðargöngum væri hafinn nýr þáttur í þróun Faxa- flóasvæðisins. Jón Hreggvibsson og göngin Að athöfninni við gangamunnann að sunnanverðu óku boðsgestir í gegn með Davíð Oddsson í broddi fylkingar. Við norðurmunnann fluttu ávörp Ingibjörg Pálmadóttir heil- brigðisráðherra, Halldór Blöndal, samgönguráðherra og Anton Ottesen oddviti Innri Akraneshrepps. Anton sló á létta strengi er hann bauð gesti velkomna í Innri-Akraneshrepp. Hann kvað það traustvekjandi fyrir Akumesinga og Reykvíkinga að vita af Innri Akraneshrepp á milli sín. Hann sagði að líklega hefðu aldrei jafn margir verið saman komnir á einum stað í þessu fámenna sveitar- félagi. Þá sagði Anton að fyrir fáein- um áratugum hefði heldur engan órað fyrir því að þjóðvegur myndi allt í einu koma upp úr jörðinni í hreppnum. Anton nefndi nokkur dæmi úr sögunni þar sem Hvalfjarð- argöng hefðu getað komið að góðum notum, m.a. þegar frægasti snæris- þjófur sögunnar, Jón Hreggviðsson var fluttur til varðhalds á Bessastöð- um. Við athöfnina söng Karlakór Reykjavíkur nokkur lög og Óskar Pétursson, einn Alftagerðisbræðra, söng einsöng með kómum. Hvalfjaröarganga- hlaup Um klukkan 16 hófst einstæður viðburður í íþróttasögunni en þá var ræst fyrsta íþróttakeppni undir sjó sem haldin hefur verið hér á landi, Hvalfjarðargangahlaupið. Um 2000 manns hlupu, gengu, hjóluðu eða fóm á línuskautum í gegnum göngin og voru þátttakendur almennt á- nægðir með að fá þetta einstaka tæki- færi til að skoða mannvirkið á þenn- an hátt. Bo&sgestir foru til veislu um borb i Akraborginni a& dagskra lokinni Álftager&isbró&irinn Óskar Pétursson söng á- fram veginn meö Karla- kór Reykjavíkur. Hluti bo&sgest- anna við Hvalfjarö- argangamunnann að sunnanverðu. Karlakór Reykjavíkur í lengstu tónleikahöll landsins. Mikill mannfjöldi tók þátt í hátíðahöldunum vi& norðurenda ganganna enda spillti ve&riö ekki fyrir. Smári Vífilsson knattspyrnudómari kemur í mark. Páll Sigurjónsson forstjóri Fossvirk- is. Forsætisráðherra sag&i í ræðu sinni að seint hef&i menn óraö fyr- ir því að farið yrði undir kelduna í stað þess að taka krókinn. Á hjólastól undir Hvalfjörð. Ceir |ón Sveinsson stýrði löggæsl- unni að sunnanverðu. En Þórður Sigurðsson yfirlögreglu- þjónn í Borgarnesi hafði stjórn á hlutunum á hinum endanum. Ýmis önnur farartæki voru líka notuð. í fyrsta og eina skiptið. Þátttakendur í Hvalfjarðargangahlaupinu koma móðir og másandi á Vesturland. Hlátrasköllin hafa vafalaust heyrst alla leið í gegnum göngin þegar Anton Ottesen bóndi á Ytra Hólmi og oddviti Innri-Akraneshrepp sló á létta strengi í ávarpi sínu við norðurenda ganganna. Gísli Gíslason formaður Spalar hf. stýrði hátíðahöldun- um sem voru með miklum glæsibrag.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.