Skessuhorn


Skessuhorn - 17.09.1998, Page 2

Skessuhorn - 17.09.1998, Page 2
r-°r 'Ætitfktö'ÁébR ir. 1998 VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI BORGARBRAUT 57, 310 BORGARNES - SÍMI 437 2262 FAX: 437 2263 - NETFANG: skessuh@aknet.is Afgreiðsla á Akranesi er á Suðurgötu 62, sími 431 4222 fax 431 2261 Útgefandi: Skessuhorn ehf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli Einarsson, sími 852 4098 Framkvæmdastjóri og blaðamaður: Arinbjörn Kúid, sími 899 6165 Auglýsingar: Guðrún Björk Friðriksdóttir, Borgarnesi sími 437 2262 Arinbjörn Kúld, Akranesi, sími 431 4222 Prófarkalestur: Ágústa Þorvaldsdóttir og fleiri. Hönnun og umbrot: Frétta- og útgáfuþjónustan. Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Aðalskrifstofa blaðsins er opin alla virka daga frá kl. 9:00 -16:30 Skrifstofan að Suðurgötu 62 á Akranesi eropin mán.&þri: kl. 09-18, mið: 9-12, fi.&fö: 13-15. Skessuhorn-Pésinn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga og efnis er kl. 15.00 á mánu- dögum. Litaauglýsingar sem krefjast mikillar hönnunarvinnu þurfa þó að berast blaðinu í síðasta lagi á hádegi á mánudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Blaðið er gefið út í 5.800 eintökum og dreift ókeypis inn á öll heimili og fyrirtæki á Vesturlandi auk Kjalarness, Kjósar og Reykhóla. Sveita- skylda Þrátt fyrir jarðgöng og brýr, malbik og aðrar samgöngubætur hefur bilið á milli höfuðborgar- Q|s|j gjnarsS0n svæðisins og dreifbýlisins síst minnkað á und- ritstjóri anfömum árum. Þau tvö ólíku þjóðarbrot sem byggja þessi tvö ólíku landssvæði, í öfugum hlutföllum, færast ekki nær hvort öðm í hugsun þótt lengdir vega kunni að styttast. Hugsanlega þyk- ir höfuðborgarbúum að vegalengdimar hafi styst fúll mikið og nálægðin við hallærislegan sveitamanninn orðin þrúgandi. Það er svo sem ekki skrýtið þótt velgreiddum Verslunarskólanemum með þverslaufu og GSM síma þyki sú tilhugsun óbærileg að fá inn á gafl til sín gamaldags sveita- menn og sjóara í gúmmískóm með neftóbaksldút um hálsinn. Hversu margir íslendingar hafa eldd hlegið að svömm útlendinga þeg- ar þeir em spurðir hvað þeir viti um ísland? Allmargir þeirra standa í þeirri góðu trú að íslendingar búi í snjóhúsum, aki um á hundasleðum og eigi í kynferðislegu sambandi við ísbimi. Að minnsta kosti em svör út- lendinga oft skemmtilega hjákátleg. í þessu sem svo mörgu öðm þarf þó eldd að leita langt yfir skammt. Ef svo fer sem horfir er ekki langt í að sú ímynd sem landsbyggðin hefur í hugum borgarbúanna verði jafn fjar- stæðukennd og sú mynd sem margir útlendingar hafa dregið upp af Is- landi og Islendingum. Þeir þættir sem vega hvað þyngst í að skapa ímynd, ef eigin reynsla er ekki íyrir hendi, em fjölmiðlar og kvikmyndir. Hvaða mynd skyldu þess- ir miðlar draga upp af íslensku dreifbýh? Fjölmiðlar sem starfa á lands- vísu sýna dreifbýlinu vissulega nægan áhuga þegar einhverjar hörmung- ar dynja yfir. Þá hafa margir fjölmiðlamenn verið naskir á að grafa upp kynlega kvisti en sýna hinum almenna Pétri og vísitölu Páli engan áhuga. í íslenskum kvikmyndum er til staðlað form fyrir landsbyggðarfólk. Bændumir em yfirleitt sóðalegir búskussar, illa gefnir og gjaman eitt- hvað afbrigðilegir í hugsun. Fólk í sjávarþorpum er helst með illa lykt- andi slor uppfyrir axlir. Þar ráða ríkjum orðljótir sjóarar sem skyrpa mórauðu í allar áttir og drekka séniver. Konumar em yfirleitt bældar og feitlagnar húsmæður eða vergjamar heimasætur í lopasokkum.Yfirleitt er heldur ekkert sem bendir til þess að á landsbyggðinni búi aðrir en bændur og sjómenn að því undanskildu að á hverjum stað er einn sam- viskulaus kaupfélagsstjóri og eða illa innrættur sægreifi. Kvikmyndir Hrafns Gunnlaugssonar hafa þó sérstöðu í þessi sambandi því í þeim em yfirleitt allir fremur ógeðslegir. Enda gerast þær margar hveijar á þeim tímum þegar allir íslendingar vom sveitamenn og engu líkara en Kmmmi karlinn hafi gleymt sínum eigin uppruna. Fyrir ekki svo margt löngu síðan var algengt að böm af höfuðborgar- svæðinu væm send í sveit til að læra að vinna og verða að góðu fólki. Ekki er annað vitað en það hafi í flestum tilfellum orðið þeim til góðs. Mörg þeirra hafa haldið tryggð við sína gömlu sveit eftir að þau vom komin á fullorðinsár og varðveitt þannig tengslin við landsbyggðina for- dómalaust. Mjög hefur dregið úr sveitadvöl unga fólksins hin síðari ár. Astæðum- ar em sjálfsagt bæði áhugaleysi bamanna, foreldra og ekki hvað síst sú einfalda ástæða að bændum hefur fækkað. Afleiðingin er sú að nú er að vaxa úr grasi kynslóð höfuðborgarbúa sem þekkir ekki önnur spendýr en hvalinn Keikó og halda jafnvel að hann sé fiskur! Þekking blessaðra bamanna á íslenskum sjávarháttum er jafhvel takmörkuð við þessa undraskepnu og enginn veit hvað það er að draga þorsk úr sjó. Hér er úrbóta vissulega þörf. Ekkert er ungu fólki í uppvexti hollara en að moka skít og fá þannig angan náttúmnnar beint í æð í stað þess að fá visku sína einvörðungu í gegnum spjallrásir Intemetsins frá jafnvitmm aðilum. Fyrir ekki margt löngu viðraði hæstvirtur menntamálaráðherra hugmyndir sínar um herskyldu á íslandi. Þær féllu í grýttan jarðveg og vom hafðar að háði og spotti. Það tel ég hafa verið ómaklegt en í stað herskyldu vildi ég sjá hér á landi sveitaskyldu þar sem öllum ungmenn- um yrði gert skylt að dvelja um tíma í sveit. Um nánari útfærslu læt ég vera að koma með að þessu sinni, en víst er að hér gæti verið um tals- verða atvinnusköpun að ræða. Ef þetta verður gert mun vísitöluþéttbýl- isbúinn á tvítugsaldri brátt vita að heyskaparlag hefur breyst frá því Ómar tók Gísla á Uppsölum tali, lömbin fæðast ekki í vacumpakkning- um, sveitabýlin em nýstárlegri en í Óðali feðranna og Keikó er spendýr eftir allt saman. Það er hagur okkar sem byggjum dreifbýlið að hinn hluti þjóðarinnar viti að við eram flest ósköp venjulegt fólk... ég endurtek; FLEST. Gísli Einarsson, dreifbýlingur. Leggjumst ekki í þunglyndi segir bæjarstjóri Snæfellsbæjar um lokun rækjuverksmiðjunnar Fyrirhuguð lokun rækjuverk- smiðju Snæfells í Ólafsvík hefur að vonum mælst illa fyrir í Snæfellsbæ. Á fundi bæjarstjómar Snæfellsbæjar 6. sepember sl. var eftirfarandi bók- un samþykkt sam- hljóða: „55. fundur bæj- arstjómar Snæfellsbæj- ar, 6 september 1998. Bæjarstjórn Snæ- fellsbæjar harmar þá á- kvörðun stjómar Snæ- fells hf. að loka rækju- verksmiðju fyrirtækis- ins í Ólafsvík og skorar bæjarstjórn á stjórn Snæfells að endurskoða þessa ákvörðun þegar í stað.“ Áfall í samtali við Skessuhom sagði Kristinn Jónasson bæjarstjóri að lok- un verksmiðjunnar hafi komið mönnum á óvart. „Menn töldu sig hafa tryggingu fyrir því að verk- smiðjan yrði rekin áfram. Stjórn Snæfells gaf út viljayfirlýsingu þess efnis og á þeim forsendum sam- þykkti bæjarstjórn samrunann,“ sagði Kristinn. Kristinn Jónasson bæjar stjóri. Kristinn sagði það að sjálfsögðu á- fall fyrir sveitarfélagið þegar stórt fyrirtæki hætti rekstri en þrátt fyrir það væri útlit fyrir áframhaldandi gott atvinnuástand. „Það er engin á- stæða til að leggjast í þunglyndi en þetta er vissulega áfall. í rækju- verksmiðjunni starfaði sérhæft starfsfólk með mikla fagþekkingu sem á ekki möguleika á sambærilegum störfum hér í staðinn." Kristinn sagði að menn héldu í þá von að kaupandi fyndist að verksmiðj- unni sem væri tilbúinn að reka hana áfram í Ólafsvík. Verksmiðjan og húsnæðið em til sölu saman eða í sitthvora lagi þannig að svo gæti farið að hún yrði seld úr bænum. Snæfellsbær hefúr nýverið selt hlut sinn í Snæfelli en aðspurður um hvort bærinn myndi hugsanlega taka þátt í stofunun nýs fyrirtækis sagði Kristinn: „ Það er ekki stefna bæjarins að taka beinan þátt í rekstri atvinnufyrirtækja en það er ekkert útilokað í þessum efnum.“ Húsnæ&i Snæfells í Ólafsvík. Óvíst er hvort verksmi&jan verður seld úr bæn- um. Vesturland á vefinn Nú er unnið að því að hvetja fyrir- tæki og stofnanir á Vesturlandi til aukinnar markaðssóknar á Intemet- inu. í s.l. viku stóð Atvinnuráðgjöf Vesturlands fyrir fundaferð á sex stöðum í kjördæminu í þeim tilgangi að kynna það sem á döfinni er í Net- væðingu Vesturlands sem heildar. Á fundunum, sem haldnir vom í Búðar- dal, Stykkishólmi, Gmndarfirði, Ó- lafsvík, Borgamesi og Akranesi, var kynnt verkefni sem í gangi er undir heitinu „Vesturlandsvefurinn“. Vefn- um og gerð hans er ætlað að stuðla að því að sem flest fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök í kjördæminu geri sér heimasíður og hafi þar sameigin- legann vettvang til að kynna starf- semi sína. Intemetið er í dag vaxandi markaðstæki sem ástæða þykir til að hvetja til notkunar á enda sýna kann- anir að sífellt fleiri tölvunotendur nýta miðilinn til þekkingaröflunar og viðskipta. Það em Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) sem kostað hafa undirbúning að vefsíðugerð Vestur- landsvefsins undir stjórn sérstakrar undirbúningsnefndar sem í eiga sæti þeir Jón Pálmi Pálsson bæjarritari á Akranesi, Ólafur Hilmar Sverrisson bæjarstjóri í Stykkishólmi og Ólafur Sveinsson forstöðumaður Atvinnu- ráðgjafar Vesturlands. Meðal efnis á fundunum kynnti Bjarki Már Karlsson kerfisfræðingur ýmis tæki og aðferðir til markaðs- setningar á Internetinu. Bjarni P. Magnússon ritstjóri greindi frá þeirri vinnu sem fyrirtæki hans, Ferðanet- ið, hefur unnið á undanförnum áram samkvæmt samningi við SSV og tengist því að skrá öll ferðaþjónustu- fyrirtæki á Vesturlandi á Netið. Að sögn Magnúsar Magnússonar atvinnuráðgjafa tókust fundirmr vel og vom þeir almennt vel sóttir. Um 60 áhugasamir aðilar mættu og lýstu margir gestanna ánægju sinni með kynninguna á stöðu og framtíð þess- ara mála í kjördæminu. Ýmis fyrir- tæki og stofnanir huga á landvinn- inga í þessum efnum en jafnframt kom fram á fundunum að fyrirtæki em misjafnlega vel í stakk búin, bæði þekkingarlega og tæknilega, til að Netvæðast. Því er langt í land með að viðunandi og almennur árangur náist í þessum efnum. Framundan er því mikið kynning- arstarf með það fyrir augum að hvetja fyrirtæki og stofnanir til að huga meira að markaðsmöguleikum Intemetsins sér og sínum til hagsbót- ar. Nokkur sveitarfélög á Vesturlandi hafa nú þegar hafið undirbúning að vefsíðugerð fyrir sín svæði og má í því sambandi nefna Akranes, Borgar- byggð, Snæfellsbæ og Stykkishólm. Gatnagerb- argjöld felld nibur Á fundi bæjarráðs Akraness þann 3. september sl. var m.a. rætt um framkvæmdir við væntanlegt sambýli á Akranesi. Félagsmál- stjóri Akraneskaupstaðar, Sólveig Reynisdóttir mætti á fundinn til viðræðna. Bæjarráð ítrekaði fyrri samþykktir um að sem fyrst verði hafist handa við byggingu fyrir- hugaðs sambýlis og fagnaði því að af því geti orðið innan skamms tíma. Til þess að fiýta fyrir málinu var samþykkt að gefa eftir gatna- gerðargjöld af húsinu sem sam- kvæmt teikningu nema ura 2.100.000 kr. G.E. Góbur hey- fengur Heyfengur er í góðu meðallagi á Vesturlandi í sumar samkvæmt upplýsingum frá Búnaðarsamtök- um Vesturlands. Þeir sem slógu snemma fengu almennt ekki mikla uppskem úr fyrri slætti en þeim mun meiri há. Sprettan var mest síðari part sumars en að sögn ráðu- nauta höfðu bændur alla mögu- leika á að ná mjög góðum heyjum í sumar. Niðurstöður úr heysýna- rannsóknum liggja ekki fyrir en þær verða birtar á næstu vikum. G.E. Kræklinga- eldi á Vest- uriandi? Búnaðarsamtök Vesturlands em að leita að aðilum á Vesturlandi sem hafa áhuga á að reyna fyrir sér í kræklingaeldi að sögn Guðmund- ar Sigurðssonar framkvæmda- stjóra samtakanna. Guðmundur sagði að ráðgjafaþjónustan Nýsir hefði sett sig í samband við Bún- aðarsamtökin en Nýsir er að reyna að koma á samstarfi við aðila á King Edwards eyju. Kræklingaeldi er nokkuð stór atvinnuvegur á eyj- unum en eyjaskeggja vantar meira pláss í sjó fyrir eldið. Að sögn Guðmundar hafa fáir sýnt þessu á- huga enn sem komið er en hann sagði að farin yrði vettvangsferð á næstunni og málið kannað nánar. Það sem þarf til að stunda kræk- lingaeldi er aðgangur að sjó þar sem er sæmilega djúpt og fremur veðursælt. Þá þarf flotholt með köðlum eða streng neðan í og góða kæligeymslu. Kræklingurinn sest á kaðlana og síðan er hann tíndur af þeim og gengið frá honum til út- flutnings. Að sögn Guðmundar em fýsilegustu staðimir fyrir kræk- Ungaeldi á Vesturlandi Gilsfjörður og Hvammsfjörður í Dalasýslu. G.E. • Skönnun • Fréttabréf • Umbrot • Bæklingar Frétta- og ú fgófu|> j ónuslan sími: 437 2360 fax: 437 2361

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.