Skessuhorn - 17.09.1998, Side 4
4
FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1998
^■usuiiuui
heita vatnið á Hofsstöðum. Þar hefiir
verið komið upp baðaðstöðu til
bráðabrigða sem nýtur mikilla vin-
sælda, ekki síst þeirra sem þjást af
einhverskonar húðsjúkdómum.
„Vatnið hér er talið ekki síðra en í
Bláa lóninu og helstu sérfræðingar í
heilsuböðum telja það hafa einstaka
eiginleika vegna saltanna og stein-
efnanna sem í því eru. Það er alla-
vega ljóst að fólk með húðsjúkdóma
telur sig fá líkn, sérstaklega þeir sem
þjást af Psoriasis. Það læknar sjálf-
sagt ekki sjúkdóminn en veitir sjáan-
lega líkn. Hingað kemur fólk víðs-
vegar að af Nesinu og jafnvel lengra
að til að baða sig við Hofsstaði. Það
fer vel á því að hafa þennan baðstað
þar sem Helgafellið blasir við því að
í Eyrbyggju segir að slík hafi helgi
fjallsins verið að menn máttu ekki líta
þangað óþvegnir. Menn verða því að
gæta sín á að horfa ekki í þá átt fyrr
en þeir eru komnir ofan í. Ég sé fyrir
mér að hér verði í framtíðinni grund-
völlur fyrir heilsubaðstað. Hér er
glæsilegt hótel með mikla hefð fyrir
móttöku gesta og ekki spillir um-
hverfið fyrir. Það þarf að byggja á
þessum grunni og áhugi manna er
mikill hér heima fyrir.
Bara byrjunin
Þrátt fyrir að góður árangur hafi
náðst í Stykkishólmi og íbúar þar fái
heitt vatn í hús sín á næsta ári er rest-
in af Snæfellsnesinu og Dalimir eftir.
Tilraunaboranir hafa farið fram á
fleiri stöðum á Snæfellsnesi og rann-
sóknir standa enn yfir. „Þetta er von-
andi bara byrjunin og við erum enn
mjög bjartsýnir varðandi hina staðina
og það er ljóst að hitaveita á Ber-
serkseyri er hagkvæmur kosmr fyrir
Grundfirðinga en við erum samt sem
áður að leita nær þéttbýlinu. Við höf-
um einnig leitað í Ólafsvík og Snæ-
fellsbæ öllum. Við vitum stöðuna í
Breiðuvíkinni og Staðarsveit vegna
borana þar í sumar. Þá hefur einnig
verið borað á Amarstapa en það hef-
ur ekki gefið mikinn árangur enn. Við
höfum fengið mikinn hita undir
Ólafsvík og Gmndarfirði en þar höf-
um við ekki fundið nákvæmlega hvar
vatnið flæðir fram. Við þurfum að
bora nokkrar hitastigulsholur í
Grundarfirði og djúpholu, allt að
1000 metra djúpa, í Ólafsvík til að
kanna hvort vatnið er nógu heitt en
það má ekki vera kaldara en 60°. Þá
hefur verið markvisst unnið að rann-
sóknum í nágrenni Búðardals. Við
höfum 10-11 sekúndulítra af rúm-
lega 80 gráðu sjálfrennandi vami úr
borholu í Reykjadal í Miðdölum en
vildum leita nær. Sú leit hefur ekki
borið góðan árangur þannig að
Reykjadalurinn er vænlegasti kostur-
inn. Undirbúningur er þegar hafinn
fyrir hitaveitu þaðan og í Búðardal en
endanleg ákvörðun liggur ekki fyrir
en hún fer væntanlega eftir þátttöku í-
búanna.
um og flytja aftur á mölina en þar
staðnæmdist hann ekki lengi. „Ég var
beðinn að taka að mér starf innkaupa-
stjóra RARIK og þáði það. Ég komst
þó fljótlega að því að ég var orðinn
þvílíkur sveitamaður að ég undi hag
mínum ekki í borginni og sótti um að
fara aftur út á land. Mér til mikillar
gleði fékk ég þetta starf hér í Stykki-
hólrni."
Kalt svæöi
Eins og fyrr segir hóf Erling fljót-
lega að berjast fyrir því að leitað yrði
að heitu vatni í nágrenni Stykkis-
hólms. „Ég skoðaði flutningskerfi
Rafmagnsveitunnar og þá kom í ljós
að það er mjög takmarkað og þolir
ekki mikla viðbót. Flutningslínan frá
Vatnshömrum í Borgarfirði til Vega-
móta á Snæfellsnesi getur borið 20
megavött og er nálægt því fulllestuð á
köldum dögum. Tveir þriðju raf-
Lagning abveituæbarinnar er vel á veg komin.
Gífuiieg lífsgæöi í
heita vatninu
Erling Garbar Jónasson umdæmisstjóri RARIK
á Vesturlandi
„Ég trúði ekki að hér væri kalt
svæði, hér ofan á þessum eldfjalla-
hring og mitt fyrsta verk var að
ræða við Orkustofnun um rann-
sóknir með jarðhitaleit í huga,“
sagði Erling Garðar Jónasson um-
dæmisstjóri RARIK á Vesturlandi
um upphafið að þeim rannsóknum
sem leiddu til þess að heitt vatn
hefur fundist á nokkrum stöðum á
Snæfellsnesi.
Eins og kunnugt er hefur umfangs-
mikil jarðhitaleit staðið yfir, vítt og
breitt um Snæfellsnes, í nokkur ár.
Nú hefur sá árangur náðst að fyrsta
hitaveitan er orðin að veruleika á
bænum Amarstöðum í Helgafells-
sveit. Notendafjöldi þeirrar veitu er
að vísu ekki mikill en hún er vísirinn
að því sem koma skal og nú er vinna
við lagningu hitaveitu í Stykkis-
hólmsbæ í fullum gangi. Það kom
mörgum á óvart þegar heitt vatn
fannst við Stykkishólm enda hafði
Snæfellsnesið verið skilgreint sem
kalt svæði. Einn aðalhvatamaðurinn
að því að þær rannsóknir hófust sem
nú hafa skilað áðurnefndum árangri
er Erling Garðar Jónasson. Blaða-
maður Skessuhoms tók hús á honum
í Hólminum fyrir stuttu og ræddi við
hann um jarðhitaleitina, pólitfk og
fleira.
Erling Garðar er fæddur í Hafnar-
firði á Jónsmessuni 1935. Hann lærði
rafvirkjun í Iðnskólanum og hóf störf
hjá RARIK 1953. „Ég flæktist víða
um landið á vegum RARIK m.a. við
línulagnir og uppsetningu aðveitu-
stöðva og sú síðasta sem ég kom að
var á Akranesi 1959. Um það leyti
fann ég það út að ég var ekki nógu
vel að mér í rafmagnsfræði og fór því
í tækninám til Danmerkur 1960. Þar
var ég við nám og störf til 1965 og
þegar ég kom heim fór ég aftur til
RARIK. Árið eftir var ég síðan gerð-
ur að umdæmisstjóra RARIK á Aust-
urlandi, með aðsetur á Egilsstöðum
og þar var ég í 24 ár.“
Borað eftir vatni í
vatniö
Á Austurlandi kynntist Erling jarð-
hitaleit fyrst af eigin raun og það við
svipaðar aðstæður og á Snæfellsnes-
inu eða á svæði sem talið var kalt. „I
Droplaugarsögu er sagt frá þrælavök-
unum í Lagarfljóti en þar misstu
þrælar Droplaugar nautgripi niður
um ís. Það kom í ljós að það var
metangasuppstreymi sem olli því að
ís lagði ekki á þessu svæði. Það var
svo mikið að hægt var að kveikja eld
á vatninu þar sem gasið streymir upp.
Samskonar fyrirbrigði var að finna í
Urriðavatni.
Gísli í Skógargerði og Jónas Pét-
ursson, þá alþingismaður voru báðir
framsæknir menn með mikinn áhuga
á náttúrufyrirbrigðum. Þeir fundu út
að hitinn var meiri í Urriðavatni og
þar streymdi upp heitt vatn. Við sem
vorum í forsvari fyrir Egilsstaða-
hrepp á orkukreppuárunum ákváðum
að prófa að bora í vatnið. Með því að
bora átta djúpholur náðist sá árangur
að hitaveita Egilsstaða og Fella var
sett af stað 1979. Átján árum síðar er
endurgreiðslutíminn liðinn. Fyrirtæk-
ið er að skila um sextíu milljón króna
hagnaði og er að hefja orkuleit á nýj-
um svæðum. Þetta er náttúrulega sú
framtíð sem mann dreymir um hér.
Gjaldskrá hitaveitunnar var að vísu
hærri en raforkukynding í upphafi en
orkukreppan réttlætti það og í dag eru
menn að njóta ávaxtanna af því. Eg-
ilsstaðir eru eini staðurinn á Austur-
landi þar sem fólki hefur ekki fækkað
á síðustu tveimur áratugum en hvort
jarðhitinn sé aðalástæðan skal ósagt
látið en hann hlýtur að vera býsna
stór þáttur.“
Oröinn sveitamaöur
Eftir nær aldarfjórðungs dvöl á
Austurlandi ákvað Erling að söðla
magnsnotkunar á Snæfellsnesi eru til
húshitunar. Ný lína myndi kosta um
600 milljónir króna með rofabúnaði.
Þessi athugun leiddi mig til að skoða
aðra möguleika sem myndu a.m.k.
seinka þörfinni fyrir nýja línu. Ég
byrjaði því að leita eftir fjármagni í
jarðhitaleit.
Fyrst í stað talaði ég fyrir daufum
eyrum og það tók tvö ár að fá ráða-
menn til að samþykkja fjárveitingu í
þetta verkefni en 1995 var fyrsta hol-
an boruð á Hofsstöðum í Þórsnes-
þingi.
Snæfellsnesið í heild sinni hafði
verið úrskurðað kalt svæði en á tím-
um orkukreppunnar síðari um 1979
kom þessi skilgreining frá jarðvís-
indamönnum að til væru heit svæði
og köld svæði. Meiningin var sú að á
köldu svæðunum væri ekki sjáanleg-
ur jarðhiti, hverir eða heitar upp-
sprettur. Menn misskildu reyndar
þessa skilgreiningu og hún gerði það
að verkum að það var lítið sem ekkert
leitað að jarðhita á svæðum þar sem
ekki var sýnilegur jarðhiti. Núna sjá
menn eftir þessari skilgreiningu því í
ákveðnum tilfellum hefði verið hægt
að spara stórfé með því að leita sér
nær. Það kemur líka fleira til því bor-
tækninni hefur fleygt fram og borhol-
ur eru orðnar mun ódýrari en fyrir
tuttugu árum. Hitaveita Akraness og
Borgamess er gott dæmi. Kostnaður-
inn við þá framkvæmd skapast af því
að sækja vatnið um langan veg yfir á
heitt svæði í stað þess að leita á kalda
hlutanum. Síðar hefur komið í ljós að
það er geysilega mikill jarðhiti á
Hvalfjarðarsvæðinu og við Hval-
fjarðargöng."
Trúöi ekki tækjunum
Erling Garðar segir að þrátt fyrir
mikla bjartsýni heimamanna hafi ár-
angurinn verið framar björtustu von-
um. „Dr. Kristján Sæmundsson frá
Orkustofnun hefur stýrt þessum rann-
sóknum ötullega frá upphafi en þrátt
fyrir að hann hefði trú á verkefninu
komu fyrstu niðurstöðumar honum í
opna skjöldu. Hann vildi fá mælitæk-
in suður til athugunar þegar búið var
að bora fyrstu holuna því honum þótti
þetta vera of gott til að vera satt. Það
kom hinsvegar í ljós að tækin lugu
ekki og þama var um jarðhitalekt að
ræða, þ.e. spmngu sem hleypir vatn-
inu fram. Á Amarstöðum í Helga-
fellssveit er önnur slík framrás sem
síðar fannst. Þar hafa ábúendumir
Daníel Hauksson og Hólmfríður
Hauksdóttir gangsett fyrstu hitaveit-
una á Snæfellsnesi.“
Lækningamáttur
Tilraunaboranimar á Hofsstöðum
og rannsóknir sem á eftir fylgdu skil-
uðu þeim árangri að nú er lagning
hitaveitu í Stykkishólm í fullum
gangi en þrátt fyrir að hún verði ekki
tekin í notkun fyrr en á næsta ári er
nokkuð síðan fólk fór að nýta sér
Vib babstabinn hjá borholunni á Hofstöbum.