Skessuhorn


Skessuhorn - 17.09.1998, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 17.09.1998, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1998 SSESSlMOíæi Umhverfisvíður- kenningar Akraness Hluti rá&stefnugesta vi& kvöldver&arboröiö í Hótel Reykholti á laugardags- kvöldiö. Myndir: G.E. Norræn rábstefna í Reykholti Félög til styrktar langveikum börnum Fimmtudaginn 9. september sl. voru afhentar viðurkenningar um- hverfisnefndar Akraneskaupstaðar fyrir snyrtilega garða og viðurkenn- ing bygginganefndar fyrir framúr- skarandi viðhald og fallegt útlit hús- eignar. Garbarnir Furugrund 26, eigendur: Guðjón Guðmundsson og Guðrún Ellerts- dóttir. Garður þeirra þótti stflhreinn, formfastur og fjölbreytileiki í teg- undavali mikill jafnt í trjágróðri og fjölæringum. Einnig var garðurinn jafnsnyrtilegur hvort sem litið var á iðagræna flötina, beðin eða malar- svæðin. Esjubraut 31, eigendur: Eyjólfur Harðarson og Ása Ó. Valdimarsdótt- ir. Þeirra garður er vel gróinn, vel hirtur og með náttúrulegu yfirbragði. I miðjum garðinum er átthymt garð- hýsi og umhverfis það stéttar lagðar úr náttúrusteini sem semr skemmti- legan blæ á garðinn. Auk þess er að húsabaki matjurtagarður sem ber með sér hversu hagstætt sumarið var. Laugarbraut 7, eigendur: Þórólfur Ævar Sigurðsson og Kristín Eyjólfs- dóttir. Garðurinn hefur rennislétta, þéttgróna og fagurgræna flöt sem er laus við illgresi. Auk þess er í honum stórar breiður sumarblóma og bjargið í flötinni minnir á heiti hússins. Fyrirtæki Þau fyrirtæki sem fengu viður- kenningu að þessu sinni vom Pípu- lagningarþjónustan og Haraldur Böðvarsson hf. I umsögn um lóðir þeirra kom fram að eftir að Pípulagn- ingarþjónustan flutti í húsnæðið við Esjubraut 47 hafi lóðin tekið algjör- um stakkaskiptum. Snyrtilegt gras og malarsvæði eru innrömmuð með bjálkatimbri. Gömul olíufýring setji skemmtilegan svip á lóðina um leið og hún minni á þá starfsemi sem þar fer fram. I umsögn um HB segir að öll umgengi sé til fyrirmyndar, snyrtimennska er í fyrirrúmi og þar sem því er við komið er plantað út tijám og gerðar grasflatir. Þess má geta að þetta er önnur viðurkenning- in sem HB hlýtur fyrir snyrtilegt um- hverfi á þessu sumri en fyrirtækið hlaut önnur verðlaun í flokki fyrir- tækja þegar umhverfisverðlaun Skessuhoms vom veitt. Húseign Viðurkenningu bygginganefndar Akraneskaupstaðar fyrir framúrskar- andi viðhald og fallegt útlit hlaut Vesturgata 10 og var nefndin sam- dóma í því vali. Eigendur Vesturgötu 10 em: Hörður Jóhannesson og Ingi- björg Bjömsdóttir, Sigurður Haralds- son og Bjamey Jóhannesdóttir. Húsið var byggt 1929 og meistari var Ingi- mar Magnússon, það er steinsteypt, tvær hæðir og kjallari. í umsögn nefndarinnar kemur fram að vel hafi tekist til að varðveita uppmnalegt form þess, það er snyrtilegt og lítur vel út. Það var samdóma álit nefndar- innar að eigendur hússins hafa sýnt mikið hugrekki og dugnað við að varðveita það. Um síðustu helgi var haldin í Reykholti ráðstefna norrænna félaga sem vinna til stuðnings langveikum bömum. Á ráðstefnunni voru 80 fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum, þar af tuttugu frá íslandi. Félögin heita NOBAB á hinum Norðurlönd- unum en íslenska félagið er Um- hyggja, félag til stuðnings langveik- um bömum. í samtali við Skessuhom sagði Dögg Pálsdóttir formaður Um- hyggju að markmið allra félaganna væri að bæta stöðu langveikra bama, ekki síst inni á sjúkrahúsunum. ,JFé- lögin halda ráðstefnur á hverju ári til skiptis í löndunum fimm þar sem fjallað er um fagleg mál er lúta að stöðu langveikra bama. Á ráðstefn- unni hér í Reykholti var efnið tví- þætt. Annars vegar áhrif niðurskurð- ar á þjónustu við langveik böm og hinsvegar Intemetið sem tengiliður og upplýsingamiðill fyrir foreldra og langveik böm. Hingað komu foreldr- ar sem lýstu reynslu sinni af að afla upplýsinga á netinu og fatlaður drengur sem sýndi okkur hvemig hann notar tölvuna til samskipta við annað fólk. Þá var einnig rætt um nauðsyn þess að foreldrar og heil- brigðisstarfsmenn töluðu saman og að heilbrigðisstarfsmenn hlustuðu á foreldrana því þeir em sérfræðingar í sínum bömum,“ sagði Dögg. Hún sagði að foreldrum þætti vanta meiri tengsl þarna á milli. Að sögn Daggar er Umhyggja með sérstöðu í hópi norrænu félaganna að því leyti að það er bæði fagfélag og foreldrafélag en NOBAB em bara fagfélög. Umhyggja er stofnað 1980 sem fagfélag en breytt 1995 í regn- hlífarsamtök yftr þau níu foreldrafé- lög sem em starfandi í landinu og fagaðila. „Þetta er form sem hefur gefist vel og NOBAB em að hugsa um það taka það upp hjá sér.“ Umhyggja hefur nýverið opnað skrifstofu í Reykjavflc að Laugavegi 7. Framkvæmdastjóri félagsins er Ester Sigurðardóttir og sagðist Dögg vilja hvetja þá sem vantaði upplýs- ingar um málefni langveikra bama að snúa sér þangað. Aðspurð um hversvegna Reykholt hefði orðið fyrir valinu fyrir ráð- stefnuna sagði Dögg að upphaflega hefði hún átt að vera á Nesjavöllum en það hefði breyst á síðustu stundu. „Þá stóð okkur til boða að vera hér í Reykholti og við sjáum ekki eftir því. Þjónustan hér er stórkostleg og sömu sögu er að segja um umhverfið. Við fengum að setja ráðstefnuna í kirkj- unni og hér hefur allt verið gert fyrir okkur,“ sagði Dögg að lokum. G.E. Dögg Pálsdót+ir forma&ur Um- hyggju.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.