Skessuhorn


Skessuhorn - 17.09.1998, Síða 9

Skessuhorn - 17.09.1998, Síða 9
 FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1998 9 Gott „túristasumar ' Nú er aðal vertíðinni nánast lokið hjá flestum ferðaþjónustuaðilum á Vesturlandi. Það er að heyra á fólki í greininni að viðskiptin hafi verið með betra móti í sumar, veðrið var ó- venju hagstætt og það er mál manna að tilkoma Hvalfjarðarganga hafi haft sitt að segja. Enn má sjá einstaka „túrista“ á ferli þrátt fyrir að sumarið sé á för- um, eins og þessa tvo sem spókuðu sig í norðanáttinni í Olafsvík í síð- ustu viku. G.E. Fram- kvæmdir hafnar viö í- þróttahúsiö Byijað er að grafa fyrir grunni nýja íþróttahússins í Ólafsvík. Þegar ljósmyndari Skessuhoms var á ferð- inni í Ólafsvík í síðustu viku vom starfsmenn Snæfellsbæjar að rífa girðingu við lóð gmnnskólans en hún varð að víkja fyrir húsinu góða. Mynd: G.E. Ert þú umhverfisvæn(n)? Vissir þú að glanspappír er a.m.k. 1-2 ár að eyðast úti í náttúrunni en venjulegur dagblaða- pappír ekki nema 9 vikur? „Og svo þegar kartaflan er sprottin..." Þóra og Helgi í Hraunsmúla vib upp- töku í Hraunsmúla. Mynd: G.E. Kartöfluuppskeran meö betra móti „Þetta er bölvað puð,“ sögðu hús- bændur og hjú á Hraunsmúla í Stað- arsveit þegar blaðamaður Skessu- homs leit við í kartöflugarðinum þar á bæ í síðustu viku. Þau Þóra Krist- jánsdóttir og Helgi Sigurmonsson vom ásamt vinnufólki að grafa upp jarðeplin í hávaðaroki en létu það ekki á sig fá þótt varla væri stætt í í garðinum. Þau Þóra og Helgi hafa stundað kartöflurækt í Hraunsmúla síðustu 25 ár og selja m.a. í Borgames. „Þetta em nokkrir hektarar,“ sagði Þóra þega hún var spurð um umfangið. „Uppskeran er nokkuð góð í ár, eða fimmtán föld. Það mesta sem ég man eftir er þó 1991 en þá var hún átján- föld,“ sagði Þóra. Veg a m ót opin í vetur Þetta hefur verið mjög gott í sumar,“ sagði Erla Guðjónsdóttir einn eig- enda verslunarinnar Vegamóta á Snæfellsnesi. Verslunin Vegamót hefur síðustu árin aðeins verið opin á sumrin en í vor tóku nýir aðilar við rekstrinum og ætla þau að hafa opið allt árið um kring. Opnunartíminn í vetur verður frá kl. 11.00 til 21.00 og sagði Erla að það yrði bara að koma í ljós hvemig gengi. Hún sagði að fólk í sveitunum í kring kynni vel að meta þessa auknu þjónustu. G.E. Glitnir - verslun Borgarnesi Heimilis- og raftæki í miklu úrvali Allar tegundir af Osram perum Opið mánudaga til fimmtu- ---tfaga frá kl. 10 til 18 föstudaga frá kl. 10 til 19 og laugardaga frá kl. 10 til 14 LITNIR VERSLUN Brákarbraut 7 - Sími 437 1372 Byggt í Leynishverfi Nokkur hús em í byggingu í hinu nýja Leynishverfi í útjaðri Akraneskaup- staðar. Blaðamaður Skessuhoms hitti einn húsbyggjandann, Gunnar Ragnars- son í síðustu viku. Gunnar er smiður og því lá nokkuð beint við að hann réði sjálfan sig til verksins. Á myndinni em Gunnar Ragnarsson (t.h.) og Einar Halldórsson að vinna við grind hússins sem ætlunin er að gera íbúðarhæft fyrir jól. Mynd: G.E. HamftBmkank ; Mikið ún/aí\ , em komnk |P£3nrvðl pottablóm | ÍOpið virka daga 13 -19^\ Akranes i ÚrVall | l Laugardaga 13-15 ) * I ' s Guðbjörn Oddur Bjarnason, skrúðgarðyrkjumeistari. v^(Ath. Lokað vegna sumarleyfa 30. sept. - 8. okt.) Símar: 431 3392 og 893 8200. J iiSi VmmjK , * j # NAVisiotf Financials Wl&' Aldamótin 2000 nálgast nú óðfluga. Er þitt fyrirtæki í stakk búið fyrir nýja öid? Navision Financiais er Windows viðskipta- hugbúnaður sem að sjálfsögðu er reiðubúínn til að takast á við framtíðina með þér. DcsigneJ for m? * aM — wmauræ Vesturgötu 48 - 300 Akranesi -431-4311

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.