Skessuhorn


Skessuhorn - 03.12.1998, Qupperneq 2

Skessuhorn - 03.12.1998, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1998 3SKSSiiHaiBH VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI BORGARBRAUT 57, 310 BORGARNES - SÍMI 437 2262 FAX: 437 2263 - NETFANG: skessuh@aknet.is Afgreiðsla á Akranesi er á Suðurgötu 62, sími 431 4222 fax 431 2261 Útgefandi: Skessuhorn ehf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli Einarsson, sími 852 4098 Framkvæmdastjóri og blaðamaður: Arinbjörn Kúld, sími 899 6165 Auglýsingar: Guðrún Björk Friðriksdóttir, Borgamesi sími 437 2262 Arinbjörn Kúid, Akranesi, sími 431 4222 Prófarkalestur: Ágústa Þorvaidsdóttir og fleiri. Hönnun og umbrot: Frétta- og útgáfuþjónustan. Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Aðalskrifstofa blaðsins er opin alla virka daga frá kl. 9:00 -16:30 Skrifstofan að Suðurgötu 62 á Akranesi er opin mán.&þri: kl. 09-18. mið: 9-12, fi.& fö: 13-15. Skessuhorn-Pésinn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga og efnis er kl. 15.00 á mánudögum. Litaauglýsingar sem krefjast mikillar hönnunarvinnu þurfa þó að berast blaðinu í síðasta lagi á hádegi á mánudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Biaðið er gefið út í 6.000 eintökum og dreift ókeypis inn á öli heimili og fyrirtæki á Vesturlandi auk Kjalarness, Kjósar og Reykhóla. §rín, mikib gaman Þessi fleygu orð notaði spéfuglinn Laddi eitt sinn óspart í túfkun sinni á persónu af asískum uppruna. Ef ég man rétt hefur þessi gulleyti gleðigjafi aðallega starfað við að auglýsa flugelda í kringum áramót. Hann kemur samt sem áður ekki nálægt þeim flugeldasýningum og því mikia gríni sem einkenna íslensk stjómmál í dag. I hans stað er kom- inn annar spéfugl, Sverrir Hermannsson laxveiðibóndi og fyrrum bankastjóri í hlutastarfi. Og grínið virkar. Mönnum er skemmt. Hvem skyldi hafa órað fyrir því að þessi margsjóaða Austfjarða- þokuhetja og stórlaxaveiðimaður gæti brennt sig svo illa á flugeldun- um. Hveijum hefur svosem tekist að klúðra jafn miklu á jafn stuttum tíma í íslenskum stjómmálum og Sverri blessuðum? Ekki var laust við að farið hefði um ýmsa á liðnu hausti þegar Sverr- ir kynnti þá fyrirætlun sína að stofna nýtt stjómmálaafl og mældist ó- stofnaður flokkur hans jafnharðan með merkilega mikið fylgi. Húskar- lar gömlu flokkanna byrjuðu að skjálfa á beinunum útaf yfirvofandi harðindum, væntanlegum fylgismissi og háðung. Sjálfstæðismenn töldu sig geta misst nokkur þingsæti af þeirri ástæðu að Sverrir var mjög nýlega Sjálfstæðismaður. Framsóknarmenn töldu að laxveiði- bóndinn mikli myndi höggva stór skörð í ömggt landsbyggðarfylgið. Vinstri flokkamir töldu Sverri stela málstað sínum frammi fyrir augun- um á þeim. Kvennalistinn einn hélt sínum hlut þar sem ekki var af neinu að taka. Allir vora því að tapa fjölda þingsæta fyrirfram og Sverri óx ásmeg- in dag frá degi. Hann fékk til liðs við sig fólk sem á einni hélunóttu náði að tortíma glæstum draumum veiðimannsins. Aldrei á þessari öld hef- ur „langar-að-verða pólitfkusum" tekist jafn hrapalega upp og fylgis- mönnum væntanlegs Lýðræðisflokks, sem fékk ekki einu sinni að nota nafnið sitt. Aldrei á þessari öld hafa fylgismenn núverandi kvótakerfis í fisk- veiðum grætt jafn mikið og þegar Bárður nokkur Halldórsson ákvað að kljúfa flokkinn áður en hann var stofnaður. Aldrei hafa A flokkamir og Kvennalistinn heldur grætt eins mikið á því að fréttamenn höfðu öðr- um hnöppum að hneppa, en þeirra eigin. Ymsir hafa spurt þeirrar spumingar í kjölfar þessara hrakfara, hvort samsúða ólíkra stjómmálaafla geti nokkum tímann gengið upp án stór- slysa? Fólk með ólíkan bakgmnn og lífsskoðanir þarf vafalaust að gefa núkið eftir til að slíkt sé hægt. Sameiningartilraunir vinstri aflanna hafa e.t.v. þess vegna ekki gengið eins og fylgismenn þeirra vonuðu og helsta niðurstaðan er sú að stjómarflokkamir hafa innbyrðis orðið enn meira sammála því að vera sammála á hverju sem gengur. Þannig ganga prófkjör þessara flokka ákaflega smurt fyrir sig þessa dagana og einhugúr og bræðralag ríkir sem aldrei fyrr. Þingmenn Framsóknar á Suðumesjum og Vestfjörðum hamast við að gefa sæti sín eftir og helst er að skilja á Sjálfstæðismönnum að þeir geti vel sætt sig við kartöflu- bóndann á Stórhöfða, Áma Johnsen í ráðherrasæti. Þannig cru allir að verða vinir í stjómarflokkunum meðan núverandi og væntanlegir stjómarandstæðuflokkar grafa að því er virðist gröf hvers ánnars. Eftir stendur þó það sem skiptir öllu máli: Mikið grín, mikið grín. Gísli Einarsson, stjómmálafrœðingur. rw m m m ar-mm mmrm-mm tmm m. Arinbjörn Kúld Cu&rún Björk Sigurgeir Erlendsson bakari vib einn af ofnunum í Geirabakaríi. Geirabakarí stækkar -kaupir Brauðgerð KB Geirabakarí í Borgamesi hefur fest kaup á Brauðgerð KB í Borgamesi og er þar með orðið stærsta brauð- gerð á Vesturlandi samkvæmt upp- lýsingum Skessuhoms. Geirabakarí kaupir hús, vélar og tæki Brauðgerð- ar KB og tók við rekstrinum 1. des- ember. Að sögn Sigurgeirs Erlends- sonar, eiganda Geirabakarís ætlar hann að reka fyrirtækið á báðum stöðunum út þetta ár, þ.e. að Borgar- braut 57 og við Egilsgötu. „Eftir það verður tekin ákvörðun um framtíðar- fyrirkomulag“, sagði Sigurgeir. Samhliða kaupunum var gerður viðskiptasamningur milli KB og Geirabakarís um bakstur fyrir versl- anir KB. Að sögn Sigurgeirs verður öll framleiðslan undir vömmerkjum Geirabakarís. „Ég mun nota desem- ber til að búa til einhvem góðan pakka en síðan ræðst vöruúrvalið náttúmlega af því sem markaðurinn vill“, sagði Sigurgeir. Aðspurður um aðdragandann að kaupunum sagði Sigurgeir. „Ég ræddi einfaldlega við kaupfélags- stjórann og athugaði hvort þessi möguleiki væri inni í myndinni og það fór svo að lokum að samkomu- lag tókst“, sagði Sigurgerir og bætti því við að hann væri mjög sáttur við vinnubrögð Kaupfélagsins í þessu máli. írskir dagar á Akranesi Fyrirhugað er að halda írska daga á Akranesi næsta vor að sögn Bjöms S. Lárassonar, markaðs- og kynningarfulltrúa Akraneskaup- staðar. Bjöm er nýkominn af fundi með ferðamálaráði íra þar sem rætt var um fyrirhugaða dagskrá. Að sögn Bjöms verður um að ræða mikla hátið þar sem lögð verður á- hersla á írska menningu og írskar vömr. írskir dagar á Akranesi heflast á degi heilags Patreks þann 17. mars en þeir verða haldnir í samvinnu Akraneskaupstaðar, Ferðamála- ráðs frlands og Samvinnuferða Landsýn. Æbri máttarvöld gripu í taumana Segir farþegi í rútu sem fór útaf veginum í Borgarfirði um helgina Það mátti litlu muna að stórslys yrði s.l. föstudagskvöld þegar rúta frá Teiti Jónassyni, með um 50 manns, fór út af veginum við bæinn Síðu- múlaveggi neðst í Hvítársíðu. Ein- ungis tvo farþega þurfti að flytja á sjúkrahús eftir slysið. Það vom tvær ungar stúlkur sem hlutu bakmeiðsl, en þó ekki alvarleg. Það var laust fyr- ir klukkan 23 sem lögreglu og björg- unarsveitinni OK barst tilkynning um að stórslys hafi orðið þar sem rúta hafi farið út af vegi. Þegar slíkar tilkynningar berast em menn jafnan fljótir að bregðast við og hraðatakmarkanir í umferð em að engu hafðar til að komast sem fyrst á vettvang. Það var því mikill léttir þegar björgunarmenn komu á slys- stað og sáu að rútan hafði ekki oltið, heldur stungist niður í rnýri utan veg- ar * . ' ! Rútan hafði, að sögii bflsljóra. lcnt í snarpri vindhviðu með þeim afleið- ingum að hún fór útaf veginum. Með ólíkindum þótti að hún skyldi ekki hafa oltið því þarna var allhár kantur á veginum. Farþegamir vom ungt fólk frá trú- félaginu Krossinum í Reykjavík á leið í Reykholt þar sem þau héldu mót um s.l. helgi. Farþegum og far- angri var bjargað í rútu frá Sæmundi Sigmundssyni og var þeim ekið í á- fangastað í Hótel Reykholt. í viðtali við Skessuhom sagði Eiður Einars- son aldursforseti hópsins að þama hafi æðri máttarvöld gripið í taumana og forðað stórslysi. „Það er með ólík- indum hversu vel þetta fór, miðað við aðdraganda slyssins. Ég var farþegi í framsæti rútunnar og varð því ekki um sel þegar snörp vindhviða rífur í bffinirmeð'þtíín afleiðfn'gTim að'þsg- ar bílstjórinn beygir á móti vindinum, lendir bíllinn utan malbiksins og fer strax að hallast ískyggilega mikið. Hraðinn var mikill á bílnum þegar þetta gerðist og það var guðsmildi að aðstæður vom afar heppilegar til útafaksturs", sagði Eiður og bætir við; „Ég var búinn að finna það áður að rútan var ekki í lagi, því hreyf- ingar hennar vom ó- eðlilegar. Það var eins Frá slysstab vi& bæinn Sí&umúlaveggi í Hvítársíðu. og hún væri of svög í hreyfingum og það var greinilega eitthvað í ólagi, engu líkara en að jafnvægisstöng bflsins virkaði ekki. • Þetta er greinilega gömul rúta og hún var'hreinlega ekki í lagi“, sagði Éið- - ur Éinarsson að lokum, eilítið „sjokkeraðúr“ én feginn því að vera komihn í hús heill á húfi. Lqgregla flutti ökumann bflsins í nánari yfirheyrslu í Borgames eftir ó- happið. Bílnum var bjargað til byggða næsta dag., : Farþegarnir, sem sluppu án mei&sia, komnir um borð í rútu frá Sæmundi 'IsfihTTluffFþaTReýkhoítr.. -”7 ~ ~ "~ZZ~ZZZZZZ~Z~ZZ 1

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.