Skessuhorn


Skessuhorn - 30.12.1998, Qupperneq 3

Skessuhorn - 30.12.1998, Qupperneq 3
 MlfíVIKtJDAfiiJR 30. DFRFMRFR IflQfi 3 skessuh @ aknet.is Davíb Oddsson klippir á bor&a vi& opnun Hvalfjar&arganganna 11. júlí í sumar. Halldór Blöndal samgöngurá&herra og Císli Gíslason forma&ur stjórnar Spalar fylgjast spenntir me&. Vibburðaríkt ár á Vesturlandi Litib um öxl og atburöir líöandi árs rifjaöir upp Árið sem senn rennur sitt skeið hefur um margt verið viðburðaríkt fyrir Vesturland og íbúa þess. Ástand í atvinnumálum hefur verið með besta móti, framkvæmdasemi sveitarfélaga og fyrirtækja hefur verið mikil og menningarlíf hefur staðið með blóma. Stærstu viðburðir ársins má þó segja að hafi orðið á samgöngusviðinu fyrst með opnun jarðganga undir Hvalfjörð og síðan með formlegri opnun vegar og brúar yfir Gilsfjörð undir lok ársins. Þannig hefur kjördæmið tengst Vestfjörðum og Suðvest- urlandi mun betur en áður með nýjum og glæsilegum samgöngumann- virkjum. Meðal annarra merkra viðburða má nefna sveitarstjórnarkosn- ingar á liðnu sumri, opnun álvers á Grundartanga, íþróttaviðburði, ákvörðun um uppgröft á bæ Eiríks rauða í Haukadal og áfram mætti lengi telja. Héraðsfréttablaðið Skessuhorn hóf göngu sína um miðjan febrúar og hefur síðan verið dreift vikulega inn á öll heimili og fyrirtæki í kjördæminu. Blaðið hefur flutt fréttir af mannlífi og atburðum vítt og breitt af Vesturlandi. Verður í þessum stutta annál gluggað í gömul Skessuhornsblöð og sagt frá ýmsu sem þar hefur fram komið. Göngin opna Ellefti júlí í sumar verður að teljast merkasti dagur okkar Vestlendinga á líðandi ári. Þá voru Hvalfjarðargöng opnuð með viðhöfn að viðstöddum ráðherrum og fjölda annarra góðra gesta. Þjóðleiðin til Suðvesturhoms- ins styttist við þessa framkvæmd um tugi kílómetra og aðstæður atvinnu- lífs og íbúa hér á Vesturlandi, sem og annarra kjördæma, hafa breyst ótrú- lega mikið á því hálfa ári sem liðið er frá opnuninni. Reynslan hefur auk þess sýnt að umferð um göngin hefur verið mun meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir þannig að á aðalfundi Spal- ar sem haldinn var í nóvember sl. var ákveðið að stefna að lækkun veggjaldsins næsta vor. Verðskráin í göngin varð mörgum að umtalsefni í Skessuhomi og í öðram fjölmiðlum fyrir opnun þeirra. Mörgum fannst sem gjaldið væri of hátt en reynslan hefur þó sýnt að margir nýta sér af- sláttarkjör með kaupum á veglyklum. Fyrstu neikvæðu áhrif ganganna voru e.t.v. þau að verslun dróst saman í Hvalftrði og ekki síst að Akraborgin hætti siglingum milli Reykjavíkur og Akraness kvöldið fyrir opnun Hval- fjarðarganganna. Með því lauk löng- um og farsælum kafla í samgöngu- sögunni og víst er að margir Skaga- menn og ýmsir fleiri hugsa til “Bogg- unnar” með sáram söknuði. Afdrif skipsins urðu þau að Slysavamaskóla sjómanna var fært skipið og sinnir það því þörfum verkefnum framveg- is sem hingað til. í byrjun nóvember var Gilsljarðar- brúin vígð. Fyrir íbúa Vestljarða og Dala er ekki síður um mikilvæga samgöngubót að ræða en göngin vora fyrir íbúa sunnanverðs kjör- dæmisins. Þjóðleiðin til Vestfjarða styttist þannig um rúmlega 17 erfiða kílómetra eins og vegamálastjóri komst að orði við vígsluathöfnina. Meðal annarra vegaframkvæmda á árinu má nefna nýja vegtengingu Hvalfjarðarganganna við þjóðveg 1 og nýjan veg sem unnið er að fyrir Búlandshöfða á Snæfellsnesi. Framundan í vegamálum í kjördæm- inu era framkvæmdir við Borgar- fjarðarbraut, sem mikið hefur verið deilt um og í umræðunni er viðgerð á vegi um Bröttubrekku, Kerlingaskarð auk áætlana um þveran Kolgrafar- fjarðar. Síðast nefndu framkvæmd- imar era þó meira á umræðustigi en framkvæmdastigi enn sem komið er. Úrslit kosninga Kosið var til sveitarstjórna á Is- landi í maí í vor. Urslit hér á Vestur- landi urðu á margan hátt óvænt. I Snæfellsbæ unnu Sjálfstæðismenn stærsta kosningasigurinn. Bætti flokkurinn við sig um 20% fylgi frá síðustu kosningum og myndar þannig hreinan meirihluta á yfir- standandi kjörtímabili. I Borgarbyggð vann vinstri sam- fylking, Borgarbyggðarlistinn, einnig stóran sigur þó framboðinu hafi ekki Frh. á næstu síðu VELSLEÐAMENN ATHUGIÐ! Að gefnu tilefni vill Lögreglan í Borgamesi vekja athygli á að óheimilt er með öllu að aka vélsleða um götur Borgamess. Lögreglan í Borgamesi 'Tf FRA HROSSARÆKTARSAMBANDI VESTURLANDS. Stóðhestar til notkunar 1999: Hestur: Húsnot: Fyrra tímab.: Síðara tímí Kolfinnur f. Kjamholtum V-Leirárgarðar Suðurland Stóra Fellsöxl Dagur f. Kjamholtum Vesturland Vesturland Vesturland Stígandi f. Sauðárkróki A-Skaftafellssýsla Suðurland Stóra Fellsöxl Oddur f. Selfossi XX XX Hestur Gustur f. Hóli XX XX Vestfirðir Hamur f. Þóroddsstöðum X Stóra Fellsöxl XX Skorri f. Gunnarsholti V-Húnavatnss. Hólsland Dalasýsla Eiður f. Oddhóli XX XX Hólsland Feykir f. Hafsteinsstöðum X Hjarðarholt, Stafh. XX Kjarval f. Sauðárkróki XX Reykhólar XX Galdur f. Laugarvatni XX Álftanes XX Markús f. Langholtsparti Skáney XX XX x= hesturinn er ekki til notkunar hér. Kjarval og Feykir kosta kr. 23.000,- pr. hryssu. Óvíst er enn um verð á Markúsi. Aðrir hestar kosta kr. 17.000,- Innifalið í verði er folatollur, girðing og sónarskoðun. Til athugunar vegna pantana: 1. Hryssueigendur á sambandssvæðinu ganga fyrir. 2. Hryssur séu skráðar í „Feng“ og folaldaskýrslum sé skilað. 3. Takmarkaður fjöldi hryssna frá einstakling ef aðsókn er mikil. 4. Pantanir berist á tímabilinu lO.janúar til 28. febrúar 1999. 5. Tekið er við öllum pöntunum á sama stað. Staðfestingargjald á pönmn skal greiðast fyrir 15. apríl og er ákveðið kr. 6.000,- Gjaldið er óafturkræft (sendur verður gíróseðill). Ef gjald þetta er ekki | greitt fellur pöntunin sjálfkrafa niður. Þegar komið er með hryssu í girðingu verður nafn I hennar og númer að vera til staðar vegna gæðaskýrsluhaldsins. Pantanir berist til formanns í síma/fax 435 1143 F.h. Hrossaræktarsambands Vesturlands, Bjami Marinósson.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.