Skessuhorn


Skessuhorn - 30.12.1998, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 30.12.1998, Blaðsíða 7
 MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1998 7 Forsvarsmenn þeirra fyrirtækja sem gáfu styrkinn ásamt formanni og vara- formanni Umhyggju. Fyrirtæki á Akranesi styðja langveik börn Styrkur til umhyggju Þann 21. desember sl. var afhentur styrkur til Umhyggju sem eru regnhlífarsamtök styrktarfélaga langveikra barna á íslandi. Það voru 15 fyrirtæki af Akranesi og 1 úr Reykjavík sem tóku sig saman og gáfu út jólakort og söfnuðu á þann hátt 600.000 krónum en það voru: Haraldur Böðvarsson hf., Akranes- kaupstaður, íslenskt franskt eldhús hf., Sjúkrahúsið og heilsugæslustöð- in á Akranesi, Sementsverksmiðjan hf., Olíuverslun íslands hf., á Akra- nesi, Olíufélagið hf., Akranesi, Skelj- ungur hf., Akranesi, Prentverk Akra- ness hf., Runólfur Hallfreðsson ehf., Þorgeir og Ellert hf., Skaginn hf., Nótastöðin hf., Verslunarþjónustan ehf., Bókaverslun Andrésar Níels- sonar hf. og Auglýsingastofa Æ&Ó. Peningunum var síðan úthlutað til styrktarsjóðs Umhyggju. Þess má geta að styrktarsjóður Umhyggju var stofnaður fyrir tilstuðlan HB & co á Akranesi sem gaf eina milljón króna í hann í upphafi. Nú stendur sjóður- inn í um 10.000.000 kr. og hefur margfaldast og á næsta ári mun sjóð- urinn hefja úthlutanir til aðildarfé- laga sinna. I Umhyggju eru foreldra- félög langveikra bama og fagfélög heilbrigðisstétta sem vilja vinna að þessum málum. Það voru Dögg Páls- dóttir formaður Umhyggju og Ragna Marinósdóttir varaformaður Um- hyggju sem veittu styrknum viðtöku og fór athöfnin fram í bæjarþingsaln- um á Akranesi. Jólaleikur Videovals Á abfangadag var dregib í jólaleik Videovals á Akranesi. Á myndinni sést eigandi Videovals, Sæmundur Bæringsson (t.v.), afhenda abal- vinninginn sem var glæsilegt myndbandstæki. Hinn heppni vinnings- hafi er Magnús Þór Þorvaldsson. Niðurgreiðsla ferðakostnaðar. Bæjarstjóm Akraness hefur samþykkt reglur u niðurgreiðslu ferðakostnaðar vegna námsmanna sem stunda nám á Reykjavíkursvæðinu og ferðast með áætlunarbifreiðum á milli Akraness og Reykjavíkur. Reglumar taka eingöngu til námsmanna sem eiga lögheimili á Akranesi og taka þær gildi 1. janúar 1999. Niðurgreiðslan er 15% gegn framvísun kvittunar um greiðslu fargjalds. Reglumar liggja frammi á bæjarsknfstofu Akraness, Stillholti 16-18, þar sem einnig em veittar nánari upplýsingar. Akranesi 28. desember 1998 a Bæjarritari. Horfum til framtíbar Akranes í efsta sæti Ágætu lesendur Við áramót er góð venja að Iíta yfir farinn veg og spá í framtíðina. Sumir stíga á stokk og strengja þess heit að hætta ýmsu neikvæðu en aðrir gefa fyrirheit um nýja sigra á nýju ári. Ekki ætla ég mér í þessum stutta pistli að gera neitt slíkt, aðeins fara í fáum orðum yfrr nokkur sam- eiginleg málefni okkar Akumesinga. Ég bendi á að Gísli Gíslason bæjar- stjóri skrifaði yfirlitsgrein um þessi efni 10. des. sl. og ætla ég ekki að endurtaka tölur né upplýsingar sem þar komu fram. Nýr meirihluti Eftir bæjarstjómarkosningamar í vor, þar sem Akraneslistinn fékk mjög góða útkomu lá beint við að bæjarfulltrúar hans hefðu forgöngu um myndun nýs meirihluta í bæjar- stjóminni. Á örfáum dögum náðist samkomulag við Framsóknarflokk- inn um málefnasamning fyrir yfir- standandi kjörtímabil. Málefnasamn- ingurinn er yfirgripsmikill og í hon- um er fjallað um alla helstu mála- flokkana sem koma til kasta bæjar- stjórnarinnar. Það féll svo í skaut undirritaðs að veita meirihlutanum forystu fyrsta starfsárið. Samstarfið hefur gengið vel og snurðulaust og lofar góðu um framhaldið. "Allir fá þá eitthvaö..?" Á því hálfa ári sem núverandi bæj- arstjóm hefur setið hefur margt á daga drifið. Að vísu má segja að flest dagleg viðfangsefni bæjarstjórnar séu tengd óskum bæjarbúa um þjón- ustu, framgangsmáta og framkvæmd- ir á vegum bæjarins. Ekki em það allt stórmál, en skipta einstaka bæjarbúa miklu máli í hverju tilviki. Bæjar- stjómin vill verða við þessum óskum og ábendingum innan þess ramma sem fjármagn og almennar reglur leyfa. Það er því ljóst að aldrei geta allir fengið sínar óskir uppfylltar. Fjárhagsáætlun samþykkt Ef vikið er að einstökum málum er vert að geta þess að bæjarstjómin hefur þegar samþykkt fjárhagsáætlun fyrir árið 1999. Er það nýlunda að fjárhagsáætlun sé afgreidd svo snemma fyrir næsta ár. Bæjarstjómin hyggst með þessum hætti feta inn á þá braut að gera fjárhagsáætlunina að góðu og markvissu stjómtæki í fjár- málum bæjarins, en nokkuð hefur þótt skorta á að svo hafi verið. Við munum kappkosta að halda fjármál- unum innan rammans sem settur er. Margir hafa heyrt að skuldastaða Akraneskaupstaðar sé slæm. Svo er þó ekki. Hér tíðkast hins vegar að telja fram allar skuldir og skuldbind- ingar í reikningum en það gera flest sveitarfélög ekki. Þess vegna er allur samanburður okkur óhagstæður. Hitt er alveg ljóst að ekkert vit er í að auka skuldir verði með einhverju móti hjá því komist. Tekið í pyngjuna Næstu stórverkefni á vegum bæj- arins eru einsetning gmnnskólans og fráveitumál. Þetta em framkvæmdir sem gætu kostað um 600 milljónir króna. Fé til svona risaverkefna verð- ur ekki hrist fram úr erminni. Því var ákveðið að hækka holræsagjöld til þess að hala upp í þann kostnað sem liggur í framkvæmdum í holræsamál- um, en framkvæmdum við þennan málaflokk þarf að ljúka fyrir árið 2005. Hins vegar er lítill vafi á því að einsetningin kemur til með að auka skuldir bæjarsjóðs eitthvað á kjör- tímabilinu, en einsetningunni á að ljúka 2001. Greiðar samgöngur- góð þjónusta Við Akumesingar búum nú við gjörbreyttar aðstæður í samgöngu- málum. Opnun Hvalfjarðarganga er þvílík bylting að áhriftn em ekki öll komin í ljós. Þessarar samgöngu- breytingar var beðið með von og ótta í bland. í mínum huga er enginn vafi á jákvæðu áhrifunum. Auðvitað verða menn að standa sig gagnvart þéttbýlinu sunnan fjarðar, nú dugir engin fjarlægðarvemd. Ég veit að þjónustuaðilar hér í bæ hafa bmgðist við nýrri ógnun og reynt að nýta sér tækifærin sem skapast hafa. Við breyttar aðstæður er mikil- vægt að gera sér grein fyrir þeim já- kvæðu kringumstæðum sem búið er við. Akumesingar eiga því láni að fagna að njóta góðrar þjónustu á sviði samfélagsmála. Skólarnir, heilsu- gæslan, öldrunarþjónustan og almenn félagsþjónusta er með því besta sem þekkist. Almennur bæjarbragur er ágætur og gróska á mörgum sviðum. Þess vegna er gott að búa hér. Húshitunar- kostnaður hefur hins vegar verið hér í hærra lagi, en nú hefur stjóm HAB ákveðið að lækka gjaldskrána um 5% á næsta ári. Mikilvægt er að vinna á- fram að lækkunum og munu fulltrúar Akumesinga í stjórn fyrirtækisins beita sér fyrir því. Akranes er vax- andi bær með bjarta framtíð. Fólki fjölgar og atvinna vex. Bæjaryfirvöld eru þess fúllvis að vel sé tekið á móti þeim sem hingað vilja flytja. Þess vegna eigum við að líta til næsta árs með gleði og bjartsýni. Við skulum saman vinna að því að Akranes verði í efsta sæti á sem flestum sviðum. Ég vil að lokum óska öllum bæjarbúum gleðilegs nýs árs og þakka kærlega fyrir samstarfið á árinu 1998. Sveinn Kristinsson forseti bœjarstjómar Akraness. Sveinn Kristinsson PJÓNUSTfi P]ÓNCJSTfi PJÓNUSTfi VÍRNET H F JARNSMIÐJA -gjafagrindur fyrir sauðfé -iðnaðarhurðir - hesthúsinnréttingar - rúllugreipar - zepro vörulyftur - -öll almenn smíði og sérsmíði - efnissala Einnig gerum við viðskiptavinum tilboð þeim að kostnaðarlausu s: 437 1000 fax: 437 1819 tölvupóstur: vimet@itn.is #2l 8' SKI LTAGÉRt) Ö HÚSAMÁLUN Bjarni Steinarsson móiarameistari Borgarnesi Sími 437 1439 Fax 437 1590 Steypa - Garðasandur - Fín möl - Gróf möl - Grús - Vörubílar - Traktorsgrafa - Pínulítil grafa - Jarðborar - Brotfleygar - Steinsagir - Jarðvegsskipti - Innkeyrslur - Garðveggir og margt fleira Höfðaseli 4 - Akranesi - Sími 431 1144 ÞORGEIR & HELGI vötwfwmtiGHR nmtív. SÓtaAKKA 9. SlíHASU 4J7-2039, 852-4974 böstödaítutnfogar TÖKUÍ4 AfGRoosu t arrmvlK: m Kim&sðapuM ioparnOwer: nom STEINSOGUN KJARNABORUN STÍFLULOSUN RÖRAMYNDUN REYNIÐ VIÐSKIPTIN SIMAR: 434 7883 854 5883 GÚSTAF JÖKULL Hef til leigu: Vinnulyftu er nœr 3,5 metra, körfu- bíl er nœr 13 metra og spjót er fer Í20 metra hœð. Oft má spara tíma,fé og fyrirhöfn með réttu tcekjunum. S: 431 2180 & 893 5536 Sími 4312028 DUtJHV Ægisbraut 30 • Gjafavara • Leikföng ’ Myndir • Málverk • Innrömmun • Speglar • Rúllugardínur • Kappar • Gardinubrautir Tek hross í tamningu og þjálfun Baldur Bjömsson, Múlakoti S: 435 1396

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.