Skessuhorn


Skessuhorn - 30.12.1998, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 30.12.1998, Blaðsíða 5
^unuw MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1998 5 góður bæjarbragur sem litið er til. íbúar sveitarfélagsins eru að meðal- tali yngri en víða á landsbyggðinni og böm því hlutfallslega stór hluti íbúa og atvinnulíf er í blóma. Stofnuð var ný verslun og hótel staðarins var opn- að eftir gagngerar endurbætur. At- hafnasvæði hafnarinnar var fegrað, svo fátt eitt sé nefnt. í Grundarfir&i er mikiö og gott mannlíf. Sveitarfélagib hlaut vibur- kenningu á árinu sem snyrtilegasta sveitarfélagib á Vesturlandi. Hreinna og vænna Vesturland I kjölfar umhverfisátaks Skessu- homs var Eyrarsveit valin snyrtileg- asta sveitarfélagið á Vesmrlandi. Því vali réði nefnd sem samanstóð af full- trúum þeirra fyrirtækja og stofnana sem átakið studdu. Eyrarsveit er talin skara fram úr öðmm sveitarfélögum hvað almenna umhirðu mannvirkja og umhverfis varðar og heildarsýn séð með gests auga. Umhverfisverð- laun blaðsins vom, í samráði við Búnaðarsamtök Vesturlands, Sorp- urðun Vesturlands og Vegagerð ríkis- ins, einnig veitt snyrtilegustu bónda- bæjunum, fyrirtækjum og görðum í einkaeign. Snyrtilegasta sveitabýlið var valið Lyngholt í Melasveit. Snyrtilegasti garðurinn var að Fum- gmnd 29 á Akranesi og það fyrirtæki sem þótti skara framúr í fegmn og viðhaldi utanhúss var Mjólkursam- lagið í Búðardal. Verðlaunagripi átaksins gerði listamaðurinn Bjami Þór og vom þeir veittir við athöfn í gamla veiðihúsinu við Langá sl. sum- ar. Mikil þensla í Hólminum Eins og áður er getið um fannst heitt vatn í nágrenni Stykkishólms og er nú unnið hörðum höndum að virkj- un vatnsins með tilheyrandi lögnum og mannvirkjagerð á staðnum. Áætl- að er að taka nýju hitaveituna í gagn- ið nk. haust. í byggingu er ný sund- laug í Hólminum og áhorfendastúka við íþróttasvæðið sem einnig hýsir varmaskiptistöð nýju hitaveitunnar. Gamla löndunarbryggja staðarins var einnig endurgerð á árinu. Lokið var við að gera upp gamla kaupfélagshús staðarins í lok ársins og þangað fluttu bæjarskrifstofumar í stórbætta að- stöðu. Margt jákvætt Af öðmm verkefnum í atvinnumál- um landshlutans má nefna ýmislegt sem skjalfest var á síðum Skessu- homs á árinu. Kombændur stórauka með hveiju árinu ræktun koms á ákveðnum svæðum. Byijað var að þreskja kom í Borgarfirði í lok ágúst og af því tilefni var rætt við formann félags kombænda, Magnús Eggerts- son í Ásgarði. Sagði hann að sáð hafi verið komi í um 170 hektara sl. vor. Uppskera bænda var víða allgóð og ljóst er að veruleg búdrýgindi em af komrækt á Vesturlandi enda mörg svæði veðurfarslega vel fallin til komræktar. Sementsverksmiðjunni á Akranesi var snemma árs veitt vottorð fyrir nýtt gæðakerfi, ISO 9002, og er nú unnið eftir því kerfi hjá verksmiðj- unni. Sementssala ársins stefnir í að verða sú mesta í tíu ár og komið hef- ur fram í blaðinu að vel horfi með sölu næsta árs, þó ekki sé áætlað að hún verði eins mikil og á líðandi ári. Mikið hefur verið deilt um flutning Landmælinga íslands til Akraness. Nú rétt fyrir jólin var flutningur stofnunarinnar staðfestur með lögum frá Alþingi eftir að Hæstiréttur hafði dæmt aðgerðina ólöglega. Landmæl- ingar Islands verða til húsa í Stjóm- sýsluhúsinu á Akranesi og hefur þar verið útbúin glæsileg skrifstofa fyrir starfsemina, svo ekki ætti að væsa um starfsfólkið. Eðalfiskur í Borgamesi fékk nú í lok ársins viðurkenningu frá Þroska- hjálp fyrir atvinnusköpun fyrir fatl- aða einstaklinga. Ragnar Hjörleifsson framkvæmdastjóri sagði þegar hann móttók viðurkenninguna að hann liti á hana sem staðfestingu á því að fatl- aðir væm góðir starfskraftar og gott væri að hafa þá í vinnu. Ekki horfir eins vel með störf hjá vinnu- og hæf- ingarstaðnum Fjöliðjunni á Akranesi og í Borgamesi. Segja varð fólki upp þann 1. nóvember í haust vegna sam- dráttar í fyrri verkefnum og taka upp- sagnimar gildi 1. febrúar í vetur tak- ist ekki að skapa fleiri verkefni fyrir vinnustaðinn. Á árinu fékk eitt minnsta pósthús landsins viðurkenningu fslandspósts fyrir besta þjónustu pósthúsa á land- inu. Hér er átt við Pósthúsið í Reyk- holti í Borgarfirði og starfsfólk þess. Fyrir nokkmm ámm hlaut Pósthúsið á Akranesi samskonar viðurkenn- ingu. sig á landinu í febrúarmánuði. Sóttin kom fljótt upp á Akranesi og breidd- ist síðan hægt um héraðið og Vestur- land allt þegar leið að vori. Læknar vom ráðalausir gagnvart eðli þessa sjúkdóms og smitleiðum hans. Mörg hross drápust úr þessari veiki um allt Vesturland og hjó hún víða skörð í hrossahópa bænda og frístundahesta- manna. Vibburbaár Það færist í vöxt að sveitarfélög standi fyrir viðburðahelgum eða -vik- um á hverjum ári. Snæfellingar héldu í sumar færeyska daga, Gmndfirðing- ar franska daga og kunnir em dönsku dagamir í Stykkishólmi sem hafa hvað lengsta sögu að baki. Þessar há- tíðir vom allar haldnar með miklum “stæl” í sumar og gengu vel. Nú hafa Akumesingar ákveðið að haldnir verði írskir dagar á Skaganum í byrj- un ársins. Viðburðir sem þessir hafa sýnt sig að styrkja verslun og þjón- ustu á svæðunum. Mikil dagskrá og hátíðahöld vom á Akranesi í kjölfar opnunar Hvalfjarðarganganna. Skipulögð var mikil dagskrá dagana eftir opnun þar sem þjónustuaðilar og verslanir bættu við opnunartímann, skemmtanir vom haldnar og bærinn skreyttur. Spölur ákvað að gefa frítt í göngin fyrstu dagana eftir opnun þeirra og urðu margir til að notfæra sér það og skreppa í bfltúr á Vestur- land. í ágústmánuði stóðu Hvanneyring- ar fyrir glæsilegri hátíð til heiðurs dráttarvélunum á íslandi. Þann 15. á- gúst var svokallaður D dagur haldinn hátíðlegur í blíðskapar veðri og þess minnst að 80 ár em liðin frá því fyrsta Frh. á næstu síðu Myndarlegur hópur nemenda sem útskrifabist í vor úr námsbraut fullorb- insfræbslu fatlabra í Fjölbraut á Vesturlandi. Skólameistari og leibbeinend- ur eru meb þeim á myndinni. HBYOtaO 0$ C3^f(z%an£±i deetx PiýýU'if .m.. 9 9; Öskum íbúum BorgarbyggÖar svo og Vestlendingum ollum árs ogfrukur. Þökkum samskiptm á tíðnu ári. Bæjarstjóm og staxfsfólk Borgarbyggðar Óskiiiu Vestlendmgum Vesturgötu 48 - 300 Akranes - 431 4311 ,4. ' . x. ■ . . Heilbrigöi manna og dýra Nú hefur verið leyst úr læknaskorti þeim sem ríkti sl. sumar í Borgamesi. í kjölfar gríðarlegrar aukningar sumarhúsa í Borgarfirði má segja að íbúatala svæðisins margfaldist þegar mest er um helgar. Þetta olli miklu á- lagi á lækna Heilsugæslustöðvarinnar eins og fram kom í viðtali við einn þeirra sl. sumar. Fyrsta vatnsfæðingin fór fram á Sjúkrahúsi Akraness í apnlbyrjun um sama leyti og fæðingardeild Sjúkra- hússins varð 20 ára. Vatnsfæðingin fór fram í “kvótalausu” fiskikari eins og hressar ljósmæðumar kölluðu það og bættu við að slíkt væri vel viðeig- andi í fiskibænum Akranesi. Það voru víðar vandamál innan heilbrigðisgeirans á árinu. Bráðsmit- andi hitasótt í hrossum gerði yart við VliRSLIJININ IIÆTTIR! LOKAAFSLÁTIUR! 15% AFSLÁTTUR AF \\ .11AI VÖItl M! 50% AFSLÁTTUR AF ÖÐRIIM \ Öltl M Þökkum vidskiptavinum okkar viðskiptin á liðnum árum. KONNÝ s/f Kirkjubraut 14 rs Tf-iji' Akranesi Knstm og Kiddy Sími: 431-2014

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.