Skessuhorn


Skessuhorn - 15.07.1999, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 15.07.1999, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 15.JULI 1999 «>£39UIIUk.í VIKUBLAÐ A VESTURLANDI Akranes: Suðurgötu 65, 2. hæð. Sími: 431 4222. Fax: 431 2261. Netfang: skessa@aknet.is Borgames: Borgarbraut 57, 2. hæð. Sími: 437 2262. Fax: 437 2263. Netfang: skessuh@aknet.is Skrifstofur blaðsins eru opnar kl. 10-12 og 13-16 alla virka daga. Utgefandi: Skessuhorn ehf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli Einarsson, sími 852 4098 Blaðamaður: Kristján Kristjánsson, sími 892 4098 Auglýsingar: Guðrún Björk Friðriksdóttir, Borgarnesi sfmi 437 2262 Silja Allansdóttir, Akranesi, sími 697 4495 & 431 4222. Prófarkalestur: Ágústa Þorvaldsdóttir og fleiri. Hönnun og umbrot: Frétta- og útgáfuþjónustan. Prentun: isafoldarprentsmiðja hf. Skessuhorn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 16.00 á mánudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tfmanlega. Blaðió er gefið út í 4.000 eintökum og seit til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 800 krónur með vsk. á mánuði. Verð í lausasölu er 200 krónur með vsk. Áskriftar- og auglýsingasími er 437 2262. Sumarfrí Skallagrímur heitdnn á Borg var sagður iðjumaður mikill. Hann smíðaði skip, lúði jám í smiðju sinni, drap ambáttir og kunni ekki að una sér hvíldar. Snorri Sturluson páraði með slitinni fjöður á kálísskinn dag- inn út og daginn inn og tók sér ekki pásu nema til þess eins að skola af sér rykið í heita pottinum sínum í Reykholti. Þorgeir Hávarsson hjó menn á báðar hendur ef þeir lágu vel við höggi, hvort sem var að sumri eða vetri. Þessir menn tóku sér ekki sumarffí. Síðan þeir Skallagrímur, Snorri og Þorgeir lögðu af sína iðju sakir eigin andláts hefur íslensku samfélagi hnignað stöðugt. Is- lenskt veðurfar er þannig hannað að sumarið hentar betur til ffam- kvæmda, í það minnsta utanhúss, og skildi maður því ætla að þeir sem á annað borð hafa áhuga á þvi að vinna ærlegt handtak nýti sumarið til stórvirkja af ýmsu tagi. Því er þó ekki þannig farið. Fyrri hluti sumarsins hjá meginþorra Islendinga fer í það að skipuleggja sumarffíið. Sjálff ffíið nær síðan yfir besta part sumars- ins og síðsumars og ffam á haust fer tfminn í að jafiia sig effir ffí- ið og ná upp starfsorku að nýju. Eg verð að játa að ég hef ekki upplýsingar um það hver það var sem fann upp sumarffíin. Eg verð líka að meðganga það að ég hef ekki minnstu hugmynd um hvað honum hefur gengið til með þeir- ri uppfinningu sinni. Mér dettur það helst í hug að honum hafi þótt fyndið að sjá á effir öllum vinnufærum körlum og konum rjúka í burt ffá fyrirliggjandi verkefnum íklædd stuttbuxum og ermalausum bolum og það hér á norðurhjara. Eg átta mig reynd- ar ekki á því skopskyni því mér þykir það þvert á móti sorglegt að horfa upp á fullorðið fólk leggja ffá sér skófluna og hakann yfir há- bjargræðisd'mann til þess eins að leika sér. Það má svosem segja að mér komi það lítið við hvernig aðrir verja d'ma sínum. Það ættd náttúrulega ekki að vera mitt mál hvort þeir mæta til sinnar vinnu eða mæna upp í rigninguna með sólgler- augu á nefinu. Því miður er það þó svo að í nútíma samfélagi þarf maður á hverjum degi að treysta á aðra til að sinna einhverskonar þjónustu. Því miður er það þannig að það eina sem maður gemr treyst er að þeir sem treysta þarf á eru yfirleitt ekki þar sem þeir eiga að vera. Verst er ástandið þó yfir sumartímann. Það er sama hvort um er að ræða fisksala eða ffjótækna, sauma- konur eða söðlasmiði, þingmenn eða þvottakonur, allir þurfa sitt sumarfrí og engar refjar. Heilu fyrirtækin era óstarfhæf fyrir vikið frá því snemma að vori og fram á haust. Það er líka segin saga að þurfi maður að ná sambandi við einhvem starfsmann hjá fyrirtækj- um eða stofhunum á þessum árstíma er það næsta víst að sá hinn sami er í sumarfríi og loksins þegar búið er að hafa upp á einhverj- um sem hugsanlega gæti komið í staðinn þá er hann kominn í stuttbuxurnar líka. Eg gæti svo sem umborið það tillitsleysi sem viðkomandi aðilar sína mér með því að rjúka í sumarffí þegar ég þarf á þeim að halda ef ég sæi einhvem tilgang með uppátækinu. Eg hef sjálfur prófað að fara í sumarffí til að reyna að vera eins og allir hinir. Því get ég fullyrt útffá eigin reynslu að sumarffí era stórlega ofmetinn mun- aður. Eg átta mig einfaldlega ekki á því hvaða sæla er í því fólgin að rjúka landshlutanna á milli með fullan bíl af sólbrunakremi og niðursuðudósum og grenjandi krakkaskara í affursætinu í leit að sólarglætu. Hvað þá að rjúka til annarra landa til þess eins að fjár- festa í magakveisu og moskítóbiti. Guði sé lof fyrir veturinn. Gísli Einarsson, á sínum stað Tveir lambshausar og lærleggur við greni fyrrverandi dýrbíts í Borgarfirði. Mynd: SM Unnið á dýrbít Rætt við Snorra Jóhannesson grenjaskyttu Nokkuð hefur borið á því und- anfarin misseri að tófur leggist á fé og drepi. Snorri Jóhannesson grenjaskytta á Augastöðum í Borgarfirði vann á dýrbít nýlega. A meðfylgjandi mynd má sjá hluta af matarbúri rebba, en ef myndin prentast vel má sjá tvo lambshausa og einn lær- legg við einn af mörgum munnum grenisins. Aðspurður um ástæður þess að tófur leggðust á fé sagði Snorri að þær geti verið margar. „Tófur eru afar misjafnar að eðlisfari. Sumar eru „original" hrædýr en aðrar fæð- ast og alast upp sem veiðidýr. T.d. er líklegt að yrðlingur sem elst upp við að éta ferskt kjöt, haldi áffam að nálgast slíkt þegar hann fullorðnast og þarf að bjarga sér sjálfur. Ef tóf- ur komast einu sinni á bragðið með að éta heitt kjöt og blóð virðist eins og ekki verði aftur snúið. Efrir að fé fór almennt að bera á húsi fækkaði dýrbítum verulega. Tófan átti það til að éta ferskar hildir úr ám sem bára úti og þá komust þær á bragð- ið. Einnig kom það fyrir að dýrbít- ar næðu fyrra lambinu á meðan áin bar því seinna“. Snorri sagði að í sumar hafi ver- ið erfitt að vinna á tófunni. „A mín- um veiðislóðum virðist eins og tóf- an setjist að á nýjum stöðum í auknum mæli og leiði þar út en þá getur verið erfitt að hafa uppi á henni. Það virðist sem þessi nýju greni hafi verið í notkun í nokkur undanfarin ár án þess að hafa fund- ist. Skýrir það hátt hlutfall dýra á fyrsta ári sem náðust sl. vetur, en um 90% þeirra voru dýr á fyrsta ári. I sumar hefur veðrið einnig sett strik í reikninginn við veiðarnar. Hins vegar held ég að hvorki sé meira né minna af dýrbítum nú samanborið við undanfarin ár“, sagði Snorri að lokum. -MM Flótti bæjarstjómarmanna? Þrír farnir á rúmu ári úr bæjarstjórn Borgarbyggðar Töluverðar breytingar hafa orð- ið á bæjarstjóm Borgarbyggðar á aðeins rúmu ári sem liðið er ffá síðustu sveitarstjómarkosning- um. í bæjarstjórn Borgarbyggðar eru níu fulltrúar og nú þegar hafa verið gerðar þrjár breytingar. Kristín Þ. Halldórsdóttir oddviti Borgar- byggðarlistans er að flytjast í næstu sveit, Hvítársíðu, og hefur því sagt af sér sem bæjarfulltrúi. Af þeim sökum féll embætti forseta bæjar- stjórnar í hendur annars manns á listanum, Guðrúnar Jónsdóttur, þegar nýr meirihluti var myndaður á vordögum. Onnur breyting fylg- di í kjölfarið. Fyrsti varamaður B orgarbyggðarlistans var Runólfur Agústsson og hefði hann því átt að taka sæti í bæjarstjóm við brott- hvarf Kristínar. Þar sem Runólfur hafði þá tekið við embætti rektors Samvinnuháskólans varð ekki af því og í hans stað fór 6. maður Borgar- byggðarlistans, Anna Ingadóttir í lausa sætið. Síðasta endurnýjunin varð í síðustu viku þegar Óli Jón Gunnarsson oddviti sjálfstæðis- manna og fyrrverandi bæjarstjóri sagði sig úr bæjarstjórn þar sem hann hefur verið ráðinn bæjarstjóri í Stykkishólmi. I hans stað kemur þriðji maður á lista Sjálfstæðis- manna, Andrés Konráðsson. G.E. Fimmtíu tonn á gamalli brú I síðustu viku var flutt fi'á Egilsstöðum mólunarvél sem ætlað er að mala grjót í nýjan veg sem verið er að leggja um Borgarjjarðarbraut. Vél þessi er sannarlega engin smá- smíði, enda vóg flutningabíllinn og vélasamstæðan samtals um 50 tonn. A myndinni er Leifur Guðjónsson verktaki að flytja ferlíkiðyfir gömlu brúna yfir Flóku. Eftir er að keyra fyllingu að nýjubrúnni sem sést íbaksýn. . / " ~ OL* ■—... Myridi MM- Aukin umsvif Fosshótel Stykkishófmur hefur tekið Hótel Eyjaferðir á leigu frá og með 1. júlí s.l. til ársins 2008. Að sögn Sæþórs Þorbergssonar era bæði hót- elin þétt setin og er stærstur hluti gestanna útlendingar. Hótel Eyjaferðir verður að öllum líkindum lokað yfir há- veturinn en Sæþór sagði að enn ætti eftir að marka ákveðnar línur í rekstrinum. KBen. Lagðist til svefns Brotist var inn í tvo sumar- bústaði og eitt veiðihús í Borgarfirði um helgina. I öðr- um bústaðnum gerði þjófur- inn sig heimakominn, eldaði sér málsverð og lagðist síðan til svefns. I samtali við Skessu- hom sagði Theodór Þórðar- son lögregluþjónn f Borgar- nesi að ástæða væri til að benda fólki á að hafa samband við lögreglu ef það verður vart við grunsamlegar mannaferðir við sumarbústaði að nóttu til. G.E. Vamargarður endurhlaðinn Unnið er að því að endur- hlaða fremsta hluta vamar- garðsins við aðalhafnargarð- inn á Akranesi. Fínn grjótsalli f kjarna garðsins hefur skolast út með árunum og var hluti garðsins að hrani kom- inn.Verið er að bæta í hann grjóti til styrkingar. Að þessu sinni verður ríflega 100 metra kafli endurbættur en stærri hluti varnargarðsins þarnast lagfæringar á næstu misserum. KK Öflug beltap-afa er notuð við lag- fieringu vamargarðsins. Mynd K.K Reykjavík eða Eyrarsveit Fyrir skömmu var sagt frá því í fféttum RÚV að á sfð- ustu 10 árum hefði íbúum Reykjavíkur fjölgað um 18%. Sú fjölgun hefur að stóram hluta verið á kosmað sveitar- félaga á landsbyggðinni, þar á meðal á Vesturlandi. Eitt sveitarfélag á Vesturlandi virðist þó njóta álíka mikilla vinsælda og Reykjavík en það er Eyrarsveit. Þar hefur fjölg- unin síðusm tíu árin verið ná- kvæmlega sú sama og í Reykjavfk, eða 18%. Skessu- hom hefur ekki í höndunum upplýsingar um hvort eitt- hvert sveitarfélag hefur farið yfir þessi mörk en samkvæmt þessu eru Reykjavík og Eyrarsveit a.m.k. með allra vinsælusm valkosmm þeirra sem vilja færa sig um set. G.E. ~ . ’ ' '

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.