Skessuhorn - 15.07.1999, Blaðsíða 1
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI - 27. tbl. 2. árg. 15. júlí 1999 Kr. 200 í lausasölu
Hluti þeitra sem komu aí fornleifarannsóknum á Eiríksstöðum og hönnun tilgátuhússins við bæjarstæðið. I baksýn se'st toifog hrís sem
búið er að safna saman til húsbyggingarinnar. Frá vinstri: Friðjón Þórðarson formaður Eiríksstaðanefiidar, Þorsteinn Bergsson verktaki,
Guðjón Kristinsson hleðslumeistari, Ingibjörg Kristjánsdóttir landslagsarkitekt, Stefán Om Stefánsson arkitekt og Gunnar St. Ólafsson
verkfræðingur og verktaki. Mynd: G.E.
Byggt yfir Eirík rauða
Smíði tilgátuhúss á Eiríksstöðum hafin
Nú styttist í að hinn harðskeytti
vígamaður og landkönnuður, Ei-
ríkur rauði, fái afitur þak yfir höf-
uðið á Eiríksstöðmn í Haukadal.
Að vísu er ekki búist við að hann
nýti það mikið sjálfur enda mun
hann hafa verið nokkuð til firiðs
síðustu 1000 árin eða svo. Bær-
inn á Eiríksstöðum er ætlaður
ferðamönnum sem vilja berja
augum fæðingarstað mannsins
sem fann Ameríku, Leifs Eiríks-
sonar, og sjá við hvaða kost hann
bjó fyrstu æviárin.
Bærinn sem nú er hafin smíði á í
Haukadalnum er svokallað tilgátu-
hús og er því ætlað að líkjast sem
mest hinni upprunalegu byggingu
Eiríks. Hönnun hússins er byggð á
rannsóknum á rústum hins forna
bæjarstæðis sem staðið hafa yfir
undir stjórn Guðmundar Olafsson-
ar fornleifafræðings.
I samtali við Skessuhorn sagði
Gunnar St. Olafsson verkfræðingur
og verktaki við bygginguna að
stefnt væri að því að loka húsinu í
október næstkomandi. „Grind
hússins er smíðuð í Reykjavík úr
rekaviði af Ströndum en samhliða
verða hlaðnir veggir hér á nýja bæj-
arstæðinu og grindin síðan sett nið-
ur í september,“ sagði Gunnar.
„Það er lögð á það ofuráhersla að
fylgja þeim upplýsingum sem liggja
fyrir um gerð gamla bæjarins.
Grunnurinn er þekktur og útlínum
hans er fylgt upp á sentímeter en
um það sem er ofan á hafa menn
þurft að geta sér til um útfrá rann-
sóknum hér og þekktum upplýsing-
um um húsagerð á þessum tíma,“
sagði Gunnar.
Tilgátuhúsið á Eiríksstöðum
mun standa skammt frá rústum
gamla bæjarins en ffamkvæmdir við
bæjarhlaðið og bílastæði hafa staðið
yfir frá því síðasta haust. Meðal
annars er lögð áhersla á að aðgengi
sé gott fyrir fadaða.
Húsið verður opnað fyrir ferða-
mönnum næsta sumar þegar landa-
funda Leifs heppna Eiríkssonar
verður formlega minnst. G.E.
Mætxun afgangi hjá
bæjaryfirvöldum
Segir Oskar Magnússon stjórnarformaður Baugs
Forsvarsmenn Baugs hf. eru
óhressir með þá fyrirgreiðslu
sem þeir hafa fengið hjá bæjaryf-
irvöldtun í Borgarbyggð varð-
andi lóð undir verslunarhús sem
þeir vilja reisa í Borgamesi.
Oskar Magnússon stjómarfor-
maður Baugs hf. sagði í samtali
við Skessuhom í vikunni að fyr-
irtækið virtist mæta afgangi hjá
bæjarstjóm Borgarbyggðar.
Baugur var einn fimm aðila sem
sóttu um lóð við Brúartorg. Bæjar-
stjórn samþykkti þann 30. maí sl.
að ganga til viðræðna við Kaupfé-
lag Borgfirðinga um þá lóð. Sam-
kvæmt heimildum Skessuhorns
snúast þær viðræður nú um aðra
lóð sem er við hlið Hyrnunnar.
Baugur hefur einnig lýst áhuga á
þeirri lóð en að sögn Oskars hafa
ekki farið frarn neinar viðræður
milli bæjaryfirvalda og Baugs um
úrlausnir fyrir fyrirtækið. „Okkur
mislíkar þegar tekin er pólitísk af-
staða en ekki viðskiptaleg í málum
sem þessu. Það er kannski best að
bæjaryfirvöld ákveði hvað þau ætla
að gera fyrir Kaupfélagið og snúi
sér svo að öðrum með afganginn,“
sagði Oskar.
Sjá nánari umfjóllun á bls 3.
G.E.
Hann borgaði sig ekki framúraksturinn hjá unga jeppamanninum sem ókfram úr
hverjum bílnum áfætur öðrum undir Hafnarfialli á leið norður í land stðdegis áfóstu-
dag. Ökumaðurinn missti stjóm á Willisjeppa sínum við framúrakstur ofan Gufuár í
Borgarfirði. Engin slys urðu á mönnum, en bíllinn hefur vafalaust verið vel útvatnaður
eftir veru sína í barmafullum læktmm sem hann hafnaði í. Aður höfðu nokkrir ökumenn
kvartað undan aksturslagi bílstjórans við lögreglu. Sjáfrétt bls. 9. Mynd: MM
Sóknar-
nefiidir fá
áfelfisdóm
Sigursælar
Bæjarstjóri
flytur um set
EmmEssSkafís2ltr.
SportstangirtOstk.
Hrísmjólk
BorgarnesVínarpylsur
Nektarinur1kg.box
Plómur1kg.box
Ferskiur1kg.box
Opið 8 tii 23:30 aiia daga Sumarsvall 3pk.