Skessuhorn


Skessuhorn - 12.08.1999, Síða 3

Skessuhorn - 12.08.1999, Síða 3
saasstíHöBK FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1999 3 Betri þjónusta fyrir bömin Beðið um barnalækni í hálft starf við SA Nú í vikunni var Ingibjörgu Pálmadóttur heilbrigðisráðherra og Sigurði Olafssyni fram- kvæmdastjóra Sjúkrahúss Akra- ness afhentir undirskriftalistar þar sem foreldrar ungra bama á Akranesi skora á stjóm SA að ráða bamalækni í að minnsta kosti 50% starf. Eins og staðan er í dag er bamalæknir til viðtals á sjúkrahúsinu tvisvar til þrisvar í mánuði. Að sögn Jóhönnu Olafsdóttur, sem var í forsvari fyrir undirskrifta- söfnuninni, eru foreldrar ungra barna á Akranesi óánægðir með að þurfa að sækja sérfiræðiþjónustu til Reykjavíkur. „Það er almenn ánægja með bamalækninn, sem starfar við spítalann, en hann annar engan veginn þeirri þörf sem er fyrir hendi þá tvo daga sem hann er hér í mánuði. Það er kostnaðarasamt og tímafrekt að þurfa að sækja þessa þjónusm til Reykjavíkur og okkur finnst ótrúlegt að jafn gott 11 ; Jóhanna Ólafsdóttir afhendir Siguröi Ólafssyni undirskrifialistana. sjúkrahús og SA skuli ekki getað boðið upp á þá sérffæðiþjónustu sem böm þurfa á að halda. Við bendum m.a. á að á Selfossi er barnalæknir til viðtals tvisvar í viku,“ sagði Jóhanna. „Við viljum gjarnan bjóða upp á sem besta þjónustu og á sem flest- um sviðum en það hefur reynst erfitt að fá stöðugildum fjölgað við Sjúkrahúsið þótt þörfin hafi aukist. Þess má reyndar geta að stöðugildum hefur fækkað úr 161 í 148 á fáum árum,“ sagði Sigurður Olafsson ffamkvæmdastjóri SA. G.E. Framhaldsskóli í Grundarfirði Undirbúningur fjarnámsins gengur vel Eins og greint hefur verið ffá í Skessuhomi mun kennsla á framhaldsskólastigi með fjar- námi hefjast í Gmndarfirði í haust. Að sögn Bjargar Agústs- dóttur sveitarstjóra Eyrasveitar hefur xmdirbúningur gengið vel og ljóst er að aðsókn verður góð. „Það verða átta eða níu nemend- ur sem stunda þetta nám í vetur á 1. og 2. ári á framhaldsskólastigi og við erum mjög ánægð með þennan áhuga. Menntamálaráðuneytið setti það skilyrði að nemendur yrðu að lágmarki 5 en þetta er mjög þægi- legur fjöldi í fyrsta skiptið,“ sagði Björg. Fjarnámið í Grundarfirði er unnið í samstarfi við FVA og Verk- menntaskólann á Akureyri og er það hugsað sem tilraunaverkefni í vetur. Björg kvaðst bjartsýn á fhamhaldið en vildi þó ekki fullyrða um hver þróunin yrði. Aðspurð um hvort hún sæi ffam á að á næstu árum yrðu útskrifaðir stúdentar í Grundarfirði, sagði Björg: „Það er vissulega spennandi tilhugsun að svo gæti orðið en við tökum eitt skref fyrir í einu.“ Upphaflega stóð til að útbúa aðstöðu fyrir fjarnámið í Grunnskóla Eyrarsveitar en þar er allt pláss fullnýtt. Að sögn Bjargar er verið að ganga frá leigusamningi um hús í næsta nágrenni og þar verður útbúin fjarkennslumiðstöð sem einnig er ædunin að nýtist fyrir nám á vegum Símenntunarmið- stöðvarinnar, fundi ofl. I fjar- Bj'órg Agústsdóttir sveitarstjóri í Grund- arftrdi kennslumiðstöðinni verður komið fyrir fjarfundabúnaði en öll stærri sveitarfélögin á Vesturlandi hafa ákveðið að festa kaup á slíkum búnaði. G.E. Fpmleifarannsóknir hafnar í Irsku búðum í Snæfellsbæ Vestasta víkingaaldarbýli í Evrópu Síðastliðinn þriðjudag hófust fomleifarannsóknir í Irsku búð- um skanunt ffá Gufuskálum en þar eru tóftir landnámsbýlis sem talið er vestasta víkingaaldarbýli í Evrópu. Rannsóknin er meðal annars sérstök að því leyti að hún er kostuð af heimamönnum að stórum hluta. „Það er afar sjaldgæff að fyrirtæki styrki rannsóknir af þessu tagi og mér vitanlega hafa heimamenn aldrei stutt slíkt verkefhi með jafn beinum hætti;“ sagði Bjarni Einars- son hjá fslensku fornleifaffæðistof- unni sem sér um uppgröftinn. Þeir sem kosta rannsóknina eru Snæfellsbær, Kristján Guðmunds- son hf og Hraðfrystihús Hellis- sands. Þá hlaut verkefnið styrk frá Samgönguráðuneytinu en Irsku búðir þykja einkar vel staðsettar með ttilliti til ferðamennsku. Það sem öðru fremur vekur áhuga manna á þessum rústum er að þær eru vel varðveittar og hér má finna um tíu hús og meira að segja vatnsból, brunn og kuml þannig að segja má að hér sé allt í einum pakka. Ég þekki raunar engar heillegri minjar landnáms- jarðar með nánast öllum þeim rúst- um sem slíkum býium hefur fylgt. Við vitum að þetta er landnámsbýli sem hefur verið komið í eyði fyrir árið 1000 en rústimar hafa verið aldursgreindar, bæði húsagerðar- ffæðilega og með geislakolgrein- ingu C-14.“ Bjarni sagði að rannsóknirnar miðuðu ma. að því að varpa ffekara ljósi á uppmna býlisins. „Við von- umst til að fá að vita eitthvað um þá sem bjuggu hér. Hversvegna býlið fór í eyði og hvert fólkið fór. Þetta hefur verið stórt býli og möguleikamir era miklir. Við gróf- um rannsóknarholur hér árið 1996 og niðurstöður gáfu tilefni til að að ætla að margra gripa sé að vænta úr uppgreffrinum,“ sagði Bjarni. Ekki írskar búðir Nafriið írskubúðir gefur mönn- um óneitanlega til kynna að land- námsmennirnir hafi verið af kelt- nesku bergi brotnir en Bjarni segir engar líkur á því. „Við vitum að þetta er ósköp hefðbundið skandi- navískt býli. Það era mestar líkur á að nafnið sé seinni tíma tilbúningur vegna annarra ömefina á svæðinu. Líklega hafa rústimar verið settar beint í samband við Irskra brann en Irsku búða er fyrst getið í rituðum heimildum í ffásögn dansks kaup- manns í Iok 18. aldar. Sýslumaðurinn með Fyrirhugað er að rannsóknirnar á Irsku búðum standi í tvær til þrjár vikur en Bjarni sagði ffamhaldið ráðast af fjármögnun. „Við tökum fyrir afmarkað svæði sem er hluti skálans og hugsanleg viðbygging. Ef það ætti að fullgrafa svæðið er það tíu ára verk.“ Fimm manns taka þátt í rannsókninni. Auk Bjarna eru það Daníel Lindblatt sænskur forn- leifafræðingur, Sæmundur Krist- jánsson á Rifi, Magnús Sigurðsson minjavörður Vesturlands og sýslu- maður Snæfellsness- og Hnappa- dalssýslu; Olafur K Olafsson. G.E. Starsfólk vantar \ sauðfjárslátrun í sláturhúsi okkar í Borgarnesi í haust. Vinsamlegast hafið samband við sláturhússtjóra í síma 430 5703 eða skrifstofu í síma 430 5700. Sláturfélag Vesturlands h.f. NVB Búðardal Sláturhús Erum að taka í notkun nýja vinnslulínu í slátursal. Vantar fólk til starfa. Slátrun hefst í september. Vinsamlegast hafið samband við Svein sláturhússtjóra í síma 434 1195 og á kvöldin í síma 434 1288. ISLAN DSBAN Kl Islandsbankamót Hið árlega fslandsbankamót verður haldið á félagssvæði Dreyra Akranesi, dagana 14. og 15. ágúst. Keppt verður í öllum greinum hestaíþrótta. Mótið qiídir sem stigasöfnun í Woríd Cup. Skráningar í símum 431 2212 og 899 7355. Skráningu lýkur fimmtudaginn 12. ágúst. Hestamannafélagið Dreyri.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.