Skessuhorn


Skessuhorn - 19.08.1999, Qupperneq 1

Skessuhorn - 19.08.1999, Qupperneq 1
VIKUBLAÐ Á VESTURLANPI - 32. tbl. 2. árg. 19. ágúst 1999 Kr. 200 í lausasölu Einar Trausti með heimsmet Vestlendingar náðu góðum ár- angri á Evrópumeistaramóti spastískra í firjálsum íþróttum. Iþróttamaður Borgaríjarðar og Borgarbyggðar 1998, Einar Trausti Sveinsson, setti heimsmet í spjótkasti á Evrópumeistaramóti spastískra í Nottingham á Eng- landi og bætti um leið eigin árang- ur um sjö metra. Heimsmetið sem Einar Trausti setti í sínu fyrsta kasti í greininni stóð að vísu ekki lengi því helsti keppinautur hans bætti það um fáeina sentimetra í sínu fjórða kasti. Eftir stendur hinsvegar Islands- og Norður- landamet og árangurinn óneytan- lega ffamúrskarandir hjá þessum unga og efnilega íþróttamanni. Þess má einnig geta að Einar Trausti varð fyrir því óláni í síð- ustu viku að togna í baki og það gerir árangur hans enn glæslegri. A mótinu í Nottingham voru aðeins tveir íslenskir keppendur og voru þeir báðir af Vesturlandi. Jón Oddur Halldórsson frá Hellissandi keppti í hlaupagreinum á mótinu og náði einnig góðum árangri. Hann komst ma. í úrslit í 100 og 200 metra hlaupi. Einar Trausti keppti, auk spjót- kastsins, í kúluvarpi, þar sem hann hafnaði í 6. sæti og kringlukasti þar sem hann varð í 5. sæti. Um næstu helgi verður íslandsmót fadaðra í frjálsum íþróttum haldið á Laugar- vami. Þar má fasdega búast við að Einar Trausti reyni að endur- heimta heimsmetíð. G.E. Gusugangurinn gekk yfirjafnt keppendur sem áhorfendur t spratttuboltakeppninni á Dönskum dögum í Stykkishólmi um síðustu helgi. Mynd: GE -------------------------------------«-s-e----------------------------------- Bæjarráð Akraness í lamasessi Fundi í bæjarráði Akraness sem fyrirhugaður var fimmtudaginn 12. ágúst var ffestað að tillögu Gunnars Sigurðssonar Sjálfstæð- isflokki þar sem bæjarráð var ekki löglega skipað. Inga Sigurðar- dóttir fulltrúi Akraneslistans mætti á fundinn í stað Kristjáns Sveinssonar löglega kosins vara- manns. Inga óskaði eftir að bókað yrði að henni væri treyst af hálfu flokks síns að færa fram álit hans og stefnu og að málin snerust um stefhur en ekki einstaklinga. I samtali við Skessuhorn sagði Inga Sigurðardóttir að henni fynd- ist Gunnar Sigurðsson með þessu eingöngu vera að tefja ffamgang mála sem bíða afgreiðslu og setja þar með pólitíska hagsmuni ofar hagsmunum bæjarfélagsins. Aðspurður sagði Gunnar Sig- urðsson þetta alls ekki snúast um pólitík heldur einfaldlega það að þeir sem eru réttkjörnir til setu í bæjarráði sitji fundi þess. „Eg van- treysti Ingu Sigurðardóttir í engu sem persónu en það er reyndar mis- skilningur hjá henni að Akraneslist- inn sé flokkur því hann er kosn- ingabandalag,11 sagði Gunnar. „Það sem málið snýst um er að eðlilegast er að þeir sem kjörnir eru aðalmenn eða varamenn í bæjarráð fari með þau málefni sem heyra undir það,“ sagði Gunnar Sigurðsson. K.K. Umhverfis- verðlaun Skessuhoms o KB byggir á tveimur lóðum

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.