Skessuhorn


Skessuhorn - 19.08.1999, Side 2

Skessuhorn - 19.08.1999, Side 2
SSBSSlHiÖBH 2 FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1999, WWW.SKESSUHORN.IS Borgarnesi: Borgarbraut 49 Sími: (Boigames og Akranes) 430 2200 Akranesi: Suðurgötu 65,2. hæð Fax: (Borgarnes) 430 2201 SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPANR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA Útgefondi: Skessuborn ehf. 430 2200 Fromkv.stjóri: Mognús Mognússon 852 8598 skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjóri og óbm: Gisli Einarsson 852 4098 ritstjori@skessuhorn.is Vefdeild: Bjorki Mór Korlsson 854 6930 vefsmidja@skessuhorn.is Blaðomaður: Kristjón Kristjónsson 892 4098 kk@skessuhorn.is Auglýsingar: Guðrún Björk Friðriksdóttir 430 2200 auglysingar@skessuhorn.is Siljo Allansdóttir 431 4222 auglysingar@skessuhorn.is Fjórmól: Sigurbjörg B. Ólafsdóttir 431 4222 bokhald@skessuhorn.is Umbrot: Skessuhorn Prentun: ísafoldorprentsmiðjo hf Skessuhorn kemur út alla flmmtudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 12:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 800 krónur með vsk. á mánuði verð í lausasölu er 200 kr. 430 2200 Lítum oss nær Gísli Einarsson, ritstjóri. Mikið óskaplega varð ég reiður þegar ég las það í virtu blaði að umhverfisráðherrann, sem ég hafði lagt allt mitt traust á, lýsti því yfir á opinberum vettvangi að sér findust Eyjabakkarnir ekkert sérlega smárt. Eg varð svo reiður að ég reytti hár mitt og var kom- inn vel á veg með skeggið þegar það rifjaðist upp fyrir mér að ég hafði aldrei séð þessa blessaða bakka. Þegar ég hafði kastað mæðinni út um gluggann eftir bræðiskast- ið komst ég að þeirri skynsamlegu niðurstöðu að ég hefði í raun enga skoðun á örlögum einhverra bakka eða slakka sem ég þekkti ekki persónulega. Eg ákvað því að fela málið í hendur þeim sem kunnugri eru og einbeita mér að því sem ég hef séð með eigin aug- um. Eg vil gjarnan láta ffiða fagurt land hvort sem er á Austurlandi eða í öðrum löndum. Ég vil líka friða þá sem búa fyrir austan eða allt annars staðar. Eg vil alveg endilega að hálendið sé fagurt og frítt með fannhvítum jöklanna tindum. Eg er samt ekki víðsýnni en svo að ég hef í augnablikinu mestar áhyggjur af láglendinu enda sé ég það miklu oftar. Síst vil ég draga úr mikilvægi þess að fjöll og firnindi séu með- höndluð með vinsemd og virðingu en það má þó ekki verða til þess að við gleymum okkar nánasta umhverfi. Omenguð náttúran í óbyggðum á ekki að þurfa að vera fióttamannabúðir sem við leyt- um skjóls í á helgidögum á flótta undan ruslahaugum hversdags- ins. Á Vesturlandi byggist atvinnulífið að stórum hluta á matvæla- iðnaði og ferðaþjónustu en báðar þessar greinar byggja tilveru sína á hreinlæti og snyrtimennsku. Það er ekki auðvelt að sannfæra neytandann um gæði fisks sem er framleiddur í sóðalegum kofa sem umkringdur er drasli af ýmsu tagi. Það er heldur ekki létt verk að draga ferðamenn inn í gistihús sem stendur á ruslahaug. Það er því nauðsynlegt fyrir alla þá sem hafa lífsviðurværi af þjónustu við neytendur með beinum eða óbeinum hætti að byggja upp jákvæða ímynd. Þar skiptir umgengnin öllu máli. Byggingar og athafna- svæði eru andlitið og þótt ekki sé öll fegurð í andliti fólgin stoðar það lítt í þessu tilfelli að vísa til innri fegurðar. Það er ekki lengur einkamál hvers og eins hvemig hann hagar sér gagnvart umhverfi sínu. Eitt sóðalegt sveitabýli getur nægt til að vegfarendur sannfærast um að bændur séu upp til hópa subbu- legir drallusokkar og óþrifalegt fiskvinnsluhús getur nægt til að fullvissa fjölda manns um að ekki sé hægt að fá ætan fisk í íslenskri fiskveiðilögsögu. Sem betur fer era íslendingar í heild að verða meðvitaðri um gildi þess að ganga vel um landið. Um síðustu helgi vora umhverf- isverðlaun Skessuhoms veitt í annað sinn. Þar vora fáir útvaldir en sem betur fer margir kallaðir. Asýnd kjördæmisins hefur breyst mjög til bamaðar á einu ári og geta Vestlendingar verið stoltir af öllu því sem vel er gert í umhverfismálum á svæðinu. Betur má þó enn ef duga skal og vona ég að Vestlendingar hafi metnað til að vera þar í fararbroddi. Við þurfum ekki endilega að flækjast upp um fjöll og firnindi til að komast í snertingu við náttúraperlur. Þær era á hverju strái en stundum era þær of nærri okkur til að við sjáum þær. Þótt við höfum óbyggðir landsins til brúkunar á tilli- dögum þá megum við ekki forsmá þann hluta landsins sem við notum hvunndags. Dr. Gísli Einarsson, láglendisfræðingur Þetta geitungabií famist í Skógnektinni á Akranesifyrir skömmu. Mynd: K.K. Akranes Geitungamir komnir til að vera Það sem af er sumri hefur Óiaf- ur Þór Jónsson, meindýraeyðir eytt 23 geitungabúum á Akra- nesi. Ólafur Þór segir búunum fjölga ár ffá ári og greinilegt að geitung- arnir séu komnir til að vera. I fyrra eyddi Ólafur Þór 42 búum og segir hann að búast megi við svipuðum fjölda í ár. Geitungabú hafa fundist Vegfarendur um þjóðveg eitt undir Hafharfjalli hafa undanfar- ið orðið varir við vegafram- kvæmdir á þeim slóðum. Menn og tæki ffá Borgarverki vinna nú að ffæsingu og lagningu nýs slit- lags á veginn ffá Hvanneyrar- vegamótum að Höfh í Melasveit. Við verkið er notuð ný tækni þar sem gamla malbikið er ffæst jafn- harðan og tjöranni er blandaðsam- anvið. Á vegagerðarmáli er þessi aðferð kölluð bikfesting. Að sögn Sigvalda Arasonar forstjóra Borg- arverks er hér um veralega sam- göngubót að ræða þar sem tjaran er fræst niður í um 15 cm dýpt. Gamla aðferðin við endurbyggingu slitlagsvega felst í því að lagt er þunnt lag ofaná eldra slitlag og því koma gamlar hæðir og holur fljótt í ljós. Þessi nýja tækni eykur hins vegar burðarþol veganna til muna ffá því sem verið hefur. „Þetta er veruleg samgöngubót og í raun bylting. Vegirnir endast mun betur effir um allan bæinn og í nágrenni hans en þeim er eytt að næturlagi þegar flugurnar halda sig heima við. „Að- altíminn er eftdr en flest búin finn- ast seinni partinn í ágúst,“ segir Ólafur Þór. Hann segir geitungabú á svæðinu öragglega fleiri þvf alltaf sé eitthvað um að menn fjarlægi þau sjálfir. K.K þetta og þola meiri þungaumferð,“ sagði Sigvaldi í samtali við Skessu- horn. „Þessa dagana erum við að fá aðra fræsi- og blöndunarvél frá Þýskalandi og verðum því enn bet- ur í stakk búnir til að sinna verkefn- um af þessu tagi. Undanfarin ár hefur Borgarverk verið í tilrauna- verkefni á þessu sviði með Vega- gerðinni en sl. vor var þessi verk- þáttur boðinn út á landsvísu til tvegferja ara af Vegagerð ríkisins og Borgarverk var lægstbjóðandi. í sumar höfum við því verið á hring- ferð um landið og endurgert slidag, fyrst á Suðurlandi fórum síðan austurfyrir, á Norðurland og eram að ljúka hringnum hér undir Hafn- arfjalli“, sagði Sigvaldi. Næstkomandi mánudag er vænt- anlegur Þjóðverji sem kynnir vega- gerðarmönnum þessa nýju tækni á sviði endurbyggingar gamalla slit- lagsvega. Að kynningu Iokinni býð- ur Borgarverk síðan tíl samsætís á Módel Venusi í Hafnarskógi. -MM Fjölbrauta- skólinn settur á mánudag Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi verður settur mánudaginn 23. ágúst kl. 10. Um 650 nemendur stunda nám í dagskóla og fer kennsla fram á þremur stöðum á Vest- urlandi, í Styklcishólmi, Snæ- fellsbæ og á Akranesi. Kennsla hefst fyrr þetta árið eins og á síðasta ári en þá var haustönn- in lengd til að jafha annirnar. K.K Banaslys Banaslys varð á laugardag um borð í loðnuskipinu Bjar- na Ólafssyni AK 70. Skipið var við kolmunnaveiðar suð- ausmr af landinu þegar slysið varð. Hinn látni hét Ragnar Már Ólafsson til heimilis að Aðalbraut 2 Raufarhöfn. Ragnar Már var 19 ára gamall. K.K. Bráðvantar fólk Nú styttist í að skólafólk leggist yfir bækurnar og hverfi þar af leiðandi úr sum- arstörfum sínum. Skessuhorn fregnaði að illa gengi að manna störf sem era að losna af þessum sökum. Bæði á þetta við urn byggingarverktaka, verktaka í vegagerð, slámr- húsastörf og e.t.v. fleiri grein- ar. Að sögn þeirra Sigvalda Arasonar hjá Borgarverki og Þórðar Þorsteinssonar hjá Sólfelli vantar tilfinnanlega menn til starfa f verkamanna- vinnu, vinnuvélastjómun og í bygginarvinnu á svæðið. Sem kunnugt er hefur tals- verð þensla ríkt á vinnumark- aði og atvinnuleysi af þeiin sökum er lítið eða ekkert í þessum greinum á svæðinu. -MM Síldar- mannagötur stikaðar Síðastliðinn laugardags- morgun hélt hópur fólks af stað úr Botnsdal í þeim tíl- gangi að merkja hina fomu þjóðleið, Síldarmannagötur. Leiðin liggur upp með Brunná í Bomsdal að Tví- vörðum sem eru á hálsinum milli Bomsdals og Skorradals. Þaðan liggja tvær götur, önn- ur kemur níður við Efstabæ en hin við Vamshorn. Síldarmannagötur vora stikaðar upp í brúnir að sunn- anverðu en ætlunin er að merkja þær að norðanverðu síðar. Aðalhvatamaðurinn að verkinu er Hulda Guðmunds- dóttir á Fitjum í Skorradal en að því komu ýmsir áhuga- menn um viðhald þessarar gömlu þjóðleiðar G.E. Eygló Egilsdóttir hótelhaldari á Höfla í Ólafsvík ferjar kost í brúarvinnnuflokk í Göm- luvík. Mynd: EMK Veruleg bylting Ný tækni notuð við vegabætur undir Hafnarfjalli

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.