Skessuhorn - 19.08.1999, Page 7
• »*~Sl i«.«
T2UOAÆ'OACrUTiYt *.?■:
FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1999
Byrjað upp
á nýtt?
Umsækjendur um lóð við Brúartorg til viðræðna á ný
Bæjarstjórn Borgarbyggðar
samþykkti 2. maí sl. að ganga til
viðræðna við Kaupfélag Borg-
firðinga um úthlutun lóðar við
Brúartorg. Niðurstaðan úr þeim
viðræðum var sú að í síðustu
viku fékk Kaupfélagið úthlutað
lóðinni við Borgarbraut 60. Ekk-
ert hefur hinsvegar verið ákveð-
ið um úthlutun lóðarinnar við
Brúartorg að sögn Stefáns
Kalmanssonar bæjarstjóra. Nú
verða umsækjendur, að Kaufé-
laginu undanskildu, boðaðir til
viðræðna enn á ný.
„Það var talið eðlilegt að kalla
hina umsækjendurna til og athuga
hvort þeirra áform hafa breyst á
meðan viðræðurnar við KB stóðu
yfir,“ sagði Stefán. Umsækjendum-
ir um lóðina við Brúartorg vom,
auk KB, Baugur hf, Borgarverk ehf,
hópur einstaklinga úr Borgarnesi
og Skeljungur ehf. Að sögn Stefáns
fjallaði umsókn Skeljungs um lóð
Stefán Kalmansson bœjarsljóri Borgar-
byggSar.
fyrir viðbyggingu og hefur verið
gert ráð fyrir henni, burtséð ffá út-
hlutun umræddrar lóðar.
Ekki liggur fyrir hvenær tekin
verður ákvörðun um hver verði
næsti kostur í stöðunni en að sögn
Stefáns verður það innan fárra
vikna. j8
Berglín lægst í
Bröttubrekku
Berglín ehf í Stykkishólmi átti
lægsta tilboð í fyrsta áfanga
Vestfjarðavegar um Bröttu-
brekku en tilboð vegna verksins
voru opnuð hjá Vegagerð ríkis-
ins í síðustu viku.
Kaflinn sem um ræðir er frá
Breiðabólsstað að Suðurá og er 5,8
km að lengd. Boðið var upp á tvo
valkosti; A og B. Valkostur A mið-
aði við að burðarlagséfni yrði mal-
að á staðnum en kostur B gerði ráð
fyrir að tilbúið burðarlagsefhi yrði
sótt í námu við Haukadalsá.
Kosmaðaráæltun hljóðaði upp á
kr. 82.454.000 í A og 81.411.000 í B.
Þrettán tilboð bárast í verkið og
lægsta tilboð í báða valkostina kom
frá Berglín ehf í Stykkishólmi. I
valkost A bauð fyrirtækið kr.
50.299.000 og í B kr. 48.949.000.
Næst kom Tak ehf í Borgarnesi en
fyrirtækið bauð kr. 56.930.000 í A
valkost og í B 54.050.000. Gengið
hefur verið til samninga við lægst-
bjóðanda.
Gert er ráð fyrir að bundið slit-
lag verði komið á vegarkaflann fyr-
ir 1. júlí á næsta ári.
G.E.
Störf í boði - mikil vinna
Vantar verkamenn og vélamenn til starfa í
Stykkishólmi og víðar ó Vesturlandi.
Mikil vinna framundan.
Upplýsingar í síma 898 0703 og 437 1143.
BorgarVerk
ÞÚ EKUR Á OKKAR VEGUM
Garðavöllur
stækkar í 18 holur
Um þessar mundir er verið að
leggja lokahönd á stækkun
Garðavallar á Akranesi en efitir
stækkunina verður golfvöllur
Skagamanna 18 holur. Aðeins á
eftir að tyrfa við tvær holur og
ganga frá ýmsu smávægilegu.
Að sögn Hannesar Þorsteins-
sonar, golfvallararkitekts sem
hannaði og teiknaði völlinn verður
nýi golfvöllurinn formlega opnað-
ur næsta sumar á 35 ára afmæli
golfklúbbsins Leynis. Leynismenn
hafa alfarið séð um gerð vallarins og
verkið hefúr verið unnið undir eft-
irliti tæknideildar bæjarins. Garða-
völlur er eitt af íþróttamannvirkjum
Akranesbæjar en golfklúbbnum
Leyni er falinn rekstur þess og af-
notaréttur. K.K.
Frá lögreglunni í Borgarnesi
Þeir sem hafa áhuga á
að verða sér úti um
Skotvopnaleyfi í Mýra- og
Borgarfjarðarsýslu
vinsamlega hafið samband
við yfirlögregluþjón
fyrir 10. september.
FRAMKÖLLUNABÞJÓNUSTAN EHF.
310 BORGARNESI - S. 437-105!,
Akraneskaupstdður
íþróttafulltrúi
. w
Frá Iþróttamiðstoðinni.
Vegna rekstrarstöðvunar
Iþróttamiðstöðvarinnar
verður hún lokuð írá
mánudeginum 23. ágúst til
föstudagsins 27. ágúst.
íi
íþróttafulltrúi
Ákraneskaupstaðar
Fjölbrautaskóli Vesturlands auglýsir:
FJÖLBRAUTASKÓLI í
VESTURLANDSÁAKRANESI
HAUSTÓNN 1999
Skólinn á Akranesi verður settur mánudaginn 23. ágúst kl. 10
og kennsla hefst. U. 13. Nýnemar á Akranesi (þeir sem ekki hafa verið í
skólanum á Akranesi áður) eiga að koma á skólasetninguna.
Foreldrar og forráðamenn þeirra eru einnig velkomnir. Að setningunni lokinni
; munu nýnernar hitta umsjónarkennara sína og fá stundatöflu annarinnar. Eldri
nemendur (allir sem hafa verið í skólanum á Akranesi áður) geta sótt
stundatöflur sínar íostudaginn 20. ágúst H. 13 -17, laugardaginn 21. ágúst
kl. 10 - 14 og mánudaginn 23. ágúst H. 8 - 12.
Á sömu tímum er unnt að fá stundatöflum breytt gerist þess þörf.
í Snæfellsbæ og Stykkishólmi verða stundatöflur nemenda
afhentar mánudaginn 23. ágúst kl 10.
Skólabíll fer frá Borgamesi mánudaginn 23. ágúst kl. 9.15 og 12
: (heimferðir verða auglýstar í skólanum).
Reglulegur skólaakstur hefst 24. ágúst.
j RAFSUÐUNÁM í KVÖLDSKÓLA -
UTANSKÓLANÁM - ÖLDUNGADEILD
■
■
!
til 25. ágúst (skólagjald kr. ÍÖÍÓOO í TRS og kr. 15.000 í VRS að auH).
I
Utanskólanám: Unnt er að sækja um nám utan skóla í allt að þremru
áfongum til 25. ágúst.
Öldungadeild/kvöldskóli: Á Akranesi er boðið uppá ensku ENS 103,
íslensku ÍSL 103, ritvmnslu RIT 103 (áhersla á fmgrasetningu ogjiraöa,
notkunforritanna Word ogExcel) ogvershmaiTeilmiiigVER102.1 Stykkishólmi
er boðið uppá félagslræði FEL103. Gjald fyrir einn áianga er kr. 10.000 á önn
og kr. 16.000 fyrir fleiri en einn. Innritað er til 25. ágúst í skólunum á Akranesi
og StykHshólmi.
MEISTARANÁM
Boðið verður uppá almennan hluta náms fyrir iðnmeistara (2 annir í kvöldskóla)
þegar næg þátttaka fæst. Þeir sem áhuga hafa á sækja slíH nám í FVA á komandi
vetri eru beðnir að skrá sig á skrifstofu skólans.
Bókalista og fleira máfinna á heimasíðu skólans http://www.fva.is