Skessuhorn - 19.08.1999, Side 8
T
8
FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1999
SSÍSSIÍHOÍ2KI
Verðlaunahafar í Umhverfisátaki Skessuhoms 1999 ásamt Sturlu Böðvarssyni og Guðjóni Ingva Stefánssyni frá Sorpurðun Vesturlands. A myndina vantar fulltrúa frá Lyngholti í Leirár- og Melasveit og garðeigendur að Austur-
holti 7 í Borgamesi. Mynd GE
Umhverfisverðlaun Skessuhoms 1999
Hvalíjarðarstrandarhreppur snyrtilegastur og fiskvinnslan skarar framúr
Umhverfisverðlaun Skessuhoms
vom veitt annað árið í röð síðast-
hðinn sunnudag og fór afhend-
ing viðurkenninga fram í húsa-
kynnum Snæfellsássamfélagsins
að Brekkubæ á Hellnum.
Þar hefur um nokkurra ára skeið
verið rekin vistvæn ferðaþjónusta í
góðri sátt við umhverfið. Því þótti
vel við hæfi að veiting verðlaunanna
færi þar fram að þessu sinni. Það
var Sturla Böðvarsson samgöngu-
ráðherra og fyrsti þingmaður Vest-
urlandskjördæmis sem afhenti
verðlaunin að þessu sinni. I ávarpi
hans kom hann m.a. inn á að um-
gengni á Vesturlandi færi batnandi
ár frá ári og væru fyrirtæki, einstak-
lingar og sveitarfélög að verða
meðvitaðri um mikilvægi þess að
góð umgengni hefði mikið að segja
í heildarímynd kjördæmisins.
Verðlaunagripirnir sem afhentir
voru eru smíðaðir af Páli Jónssyni
hagleiksmanni á Hóli í Hvítársíðu
og merkingar á þá gerði Bjarni
Guðmtmdsson á Hvanneyri.
Hvatning til snyrti-
mennsku
Umhverfisverðlaun Skessuhorns
eru veitt þeim aðilum sem þykja
skara fram úr í snyrtimennsku og
góðri umgengni á Vesturlandi og er
þeim ætlað að vera Vestlendingum
hvaming til góðra verka í umhverf-
ismálum. Verðlaunin eru veitt af
Skessuhorni í samvinnu við Búnað-
arsamtök Vesturlands, Sorpurðun
Vesturlands og Vegagerð ríkisins.
Veittar voru viðurkenningar fyrir
fimm snyrtilegustu garðana, þrjú
sveitabýli, þrjú fyrirtæki og snyrti-
legasta sveitarfélagið að mati dóm-
nefndar. Nefndina skipaði að þessu
Hjónin Ingólfur Aðalsteinsson og Olöf Sveinsdóttir í Olafsvík áttu fallegasta garðinn á
Vesturlandi í ár. He'r taka þau við verðlaununum ú hendi Sturlu Bóðvarssonar.
Mynd GE
sinni einvörðungu starfsfólk
Skessuhorns, en leitað var til
heimamanna í öllum byggðarlögum
Vesturlands vegna tilnefninga, sem
nefndin vann síðan eftir. Dómnefhd
ferðaðist síðustu vikur um kjör-
dæmið, gægðist inn í garða, gekk í
kringum hús, tók myndir og snigl-
aðist hér og hvar. Eðlilega litu sum-
ir nefhdarmenn hornauga og ekki
að furða í ljósi nýjustu frétta um
innbrot og óknytti af ýmsu tagi nú
upp á síðkastið.
Umhverfið skiptir máli
Ymsar kannanir hafa sýnt að um-
hverfismál í víðum skilningi skipta
miklu máli þegar fólk velur sér bú-
setu. Þá eru það ekki einvörðungu
atvinnumálin, skólamál og góðir
eða slæmir vegir sem skipta öllu
máli. Okkur líður jú betur innra
með okkur, hvort sem það er með-
vitað eða ekki, þegar umhverfið er
snyrtilegt, ekki úir og grúir af drasli
og sóðaskap, illa viðhöldnum bygg-
ingum og niðurníðslu hverju nafni
sem hún nefnist. Ekki sakar heldur
að yrkja jörðina með fallegum trjá-
plöntum og öðrum gróðri þar sem
það á við.
Segja má að undanfarin ár hafi
menn orðið meðvitaðri um þátt
umhverfismála og eru Vestlending-
ar þar engir eftirbátar. Meira að
segja frá síðast liðnu sumri hefur
víða í kjördæminu orðið mikil
breyting til batnaðar. Hins vegar
má ýmislegt enn bæta og á það við
um ákveðna þætti í öllum sveitarfé-
lögum Vesturlands. Ekki verða
nefhd nein ákveðin dæmi en heima-
mönnum á hverjum stað látið eftir
að dæma og bæta það sem bóta er
þörf.
Berserkseyri viö Grundaíföró var valin snyrtilegasta hújöróm. Mynd MM
Úrslit
Garðar á Vesturlandi
Dómnefnd gekk út frá þeirri for-
sendu að dæma umgengni á lóðum
mjög almennt. Viðhald húsa, gang-
stíga, girðinga, bílastæða, grasflata
og annars gróðurs skipti þar máli.
Því voru viðurkenningar veittar fyr-
ir heildarásýnd lóða og mannvirkja,
ffemur en einvörðungu garðana við
húsin.
1. Skálholt lla, Olafsvík. Eigendur:
Ingólfur Aðalsteinsson og Olöf Sveins-
dóttir
2. Nestún 8, Stykkishólmi. Eigendur:
Hörður Karlsson og Sigurborg Leifs-
dóttir
3. Kjartansgata 6, Borgamesi. Eig-
endur: Jón Finnsson og Sólrún Anna
Rafnsdóttir
4. Jörundarholt 35, Akranesi. Eigend-
ur: Egill Gtslason og Borghildur Birg-
isdóttir
5. Austurholt 7, Borgamesi. Eigend-
ur: Gísli Kjartansson og Edda Jóns-
dóttir
Sveitabýli á Vesturlandi
I flokki bújarða var í ár ákveðið
að veita viðurkenningar fyrir þrjú
snyrtilegustu býlin. Eftir að nefhd-
in hóf yfirreið sína kom þó í ljós að
það átti eftir að reynast erfitt að
geta ekki verðlaunað fleiri býli því
mörg þeirra eiga viðurkenningar
skildar. Þrátt fyrir að afkoma bænda-
stéttarinnar hafi lítið batnað síðari
árin eru sem betur fer flestir bændur
sem gera betur en að halda í horfinu
í viðhaldi útihúsa, girðinga og al-
mennri umgengni. Slíkt ber að
þakka sérstaklega í ljósi þess að um-
ferð ferðamanna eykst ár ffá ári og
vissulega er ásýnd bændabýla og
snyrtimennska á jörðum það sem
flestir sjá á ferð sinni um landið.
1. Berserkseyri, Eyrarsveit. Eigendur:
Asdís Halldórsdóttir og Hreinn
Bjamason.
2. Lyngholt, Leirár- og Melahreppi.
Eigendur: Hafþór Harðarson, Vilborg
Pétursdóttir, Hörður Ólafsson og Guð-
ríður Einarsdóttir.