Skessuhorn - 19.08.1999, Page 9
9
FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1999
Fulltrúar verðlaunafyrirtækjanna. Frá vinstri: Sigurður Agústsson frá Sigurði Agústssyni ehf, Guðmundur Smári Guðmundsson og
Runólfur Guðmundsson frá Guðmundi Runólfssyni hf. og Flaraldur Sturlaugsson frá HB hf. á Akranesi. Mynd GE
3. Svarfhóll, Hvalfjarðarstrandar-
hreppi. Eigendur: Reynir Asgeirsson
og Björg Rósa Thomassen.
Fyrirtæki á Vesturlandi
I flokki fyrirtækja komst dóm-
nefnd að þeirri niðurstöðu að þrjú
fiskvinnslufyrirtæki bæru af í al-
mennri umgengni og umhverfis-
málum á Vesturlandi. Það er sann-
arlega gleðilegt að setja megi sama-
semmerki milli matvælavinnslu og
góðrar umgengni, eins og í þessu
tilfelli er vissulega hægt að gera.
Þessi fyrirtæki eru öll veigamiklir
aðilar í atvinnulífi sinna staða og
því mikilvæg fyrirmynd bættrar
umgengni.
1. Sigurður Agústsson hf. Stykkis-
hólmi
2. Haraldur Böðvarsson hf. Akranesi
3. Guðmundur Runólfsson hf. Grund-
arfirði
Hvalfj arðarstrandar-
hreppur snyrtilegastur
Að síðustu voru veitt verðlaun
snyrtilegasta sveitarfélaginu á Vest-
urlandi. I fyrra varð Eyrarsveit fyr-
ir valinu og hafa íbúar þar verið, og
mátt vera, stoltir af þeirri viður-
kenningu. Þar hefur áfram verið
unnið hörðum höndum að um-
hverfisverkefnum af ýmsu tagi.
Meðal annars hefur athafnasvæði
hafnarinnar verið fegrað og snyrt
svo eitthvað sé nefint.
Dómnefiid var hins vegar á einu
máli um að snyrtilegasta sveitarfé-
lagið á Vesturlandi árið 1999 væri
Hvalfjarðarstrandarhreppur. Sveit-
arfélagið samanstendur af Hval-
fjarðarströnd og Svínadal. Að
mestu er um bújarðir að ræða í
hreppnum með fáa og mjög litla
þéttbýliskjarna. Umgengni og
snyrtimennska er til fyrirmyndar á
nær öllum þessum jörðum sem og í
þéttbýlinu. Þó innan hreppamarka
sveitarfélagsins sé bæði að finna
stóriðju, olíustöð og aflagða hval-
stöð lýtir það ekki heildarásýnd
sveitarfélagsins á nokkurn hátt.
I Hvalfjarðarstrandarhreppi er
vaxandi ferðaþjónusta. Það er ósk-
andi að þessi viðurkenning reynist
íbúum sveitarfélagsins sem og öðr-
um Vestlendingum hvatning til
áframhaldandi umhverfisverndar
og fegrunar landsins.
-MM
Aialstóðvar Sigurðar Agiístssonar í Stykkishólmi. Mynd: MM
/
Aherslan á umhverfis-
mál að aukast
segir Rakel Olsen hjá Sigurði Ágústssyni ehf.
„Við höfum alltaf lagt áherslu á
að hafa snyrtilegt í kringum okk-
ur en viðurkenning af þessu tagi
er vissulega hvaming, bæði til
okkar og annarra og stuðlar von-
andi að bættri umgengni,“ sagði
Rakel Olsen framkvæmdastjóri
Sigurðar Ágústssonar ehf sem
hlaut umhverfisverðlaun Skessu-
horns 1999 í flokki fyrirtækja.
Það hefur vakið nokkra at-
hygli að þau þrjú fýrirtæki sem
hlutu umhverfisverðlaun
Skessuhorns að þessu sinni eru
sjávarútvegsfyrirtæki en Rakel
kvaðst ekkert hissa á því: „Fisk-
vinnslan hefúr hvorki verið betri
eða verri en aðrar greinar hvað
umhverfismál varðar. Kröfúrnar
til okkar hafa alltaf verið miklar
hvað varðar hreinlæti og góða
umgengni. Hinsvegar hefur þró-
unin verið sú á undanförnum
árum að fólk almennt leggur
aukna áherslu á umhverfismál.
Það á við um fyrirtæki í öllum
greinum og einstaklinga einnig.
Aukinni velmegun hefur fylgt
meiri áhersla á umhverfið og það
er jákvætt,“ sagði Rakel.
MT
Skólafilboð
TILBOÐ A
HP Brio BA 400MHz Celeron
64MB SDRAM stækkanl. 512MB, l28Mhz Cache
8,4GB EIDE diskur,
SiS Super AGP 4MB (st. í 8MB)
32X CD-drif, SoundBlaster samhæft hljóðkort
Microsoft Windows 98, McAfee Virus Scan
3 ára ábyrgð á varahlutum
56k modem, þriggja mán. áskrift að Internetinu
HP 70 17" skjár
HP Scanjet 3200C Scanner
Upplausn: 600*1200 dpi, parallel tengi.
Verð kr: 119.700
Whp1 hewlett
wHrLm PACKARD
TILBOÐ B
HP Brio BA 400MHz Celeron
64MB SDRAM stækkanl. 512MB, l28Mhz Cache
8,4GB EIDE diskur,
SiS Super AGP 4MB (st. í 8MB)
32X CD-drif, SoundBlaster samhæft hljóðkort
Microsoft Windows 98, McAfee Virus Scan
3 ára ábyrgð á varahlutum
56k modem, þriggja mán. áskrift að Internetinu
HP 70 17" skjár
HP Deskjet 7I0C Litaprentari
Verð kr: 127.900
SiS Super skjákort uppfært í
Creative 3D Blaster Savage4 32MB
kr. 11.900
TILBOÐ C
HP Brio BA 400MHz Ceieron
64MB SDRAM stækkanl. 512MB, l28Mhz Cache
8,4GB EIDE diskur,
SiS Super AGP 4MB (st. í 8MB)
32X CD-drif, SoundBlaster samhæft hljóðkort
Microsoft Windows 98, McAfee Virus Scan
3 ára ábyrgð á varahlutum
56k modem, þriggja mán. áskrift að Internetinu
HP 70 17" skjár
HP Deskjet 7I0C Litaprentari
HP Scanjet 3200C Scanner
Upplausn: 600*1200 dpi, parallel tengi.
Verð kr: 136.900
TÖLVUBONDINN
Egilsgötu 11-310 Borgarnes
Sími 437 2050