Skessuhorn


Skessuhorn - 19.08.1999, Side 13

Skessuhorn - 19.08.1999, Side 13
iÍBEáSSOHÖÉR! ' FI.M.\m,DA(;UR 19. ÁGÚST 1999 13 / ■ fí oaktinni í brúnni á Breiðafj arðarferj - unni Baldri stendur vaktina þessa vikuna Þröstur Magnús- son, skipstjóri. Hann hefúr verið munstraður á skip fyrir- tækisins síðan 1987. Baldur siglir tvær ferðir yfir Breiða- fjörð á sumrin milli Stykkis- hólms og Brjánslækjar með viðkomu í Flatey. Þi-östur Magnússon. Mynd: K.K. Hvefjir eru helstu kostir þess að vera skipstjóri á Baldri? „Maður kemst heim til sín öll kvöld og veit að hverju maður gengur og hvað fæst í vasann. Þetta er ekki eins og á fiskiríin þar sem allt byggist á því hvort eitthvað aflast eða ekki. Maður á auðveldara með að gera áætlanir fram í tímann og vaktafyrir- komulagið auðveldar manni líka að skipuleggja frítímann. Við skiptum hér á viku fresti, vinnum eina viku og eigum síðan frí í viku. Síðan er lítið mál að hrók- era tímabilum ef eitthvað meira stendur til. Á veturna erum við færri hér um borð og vinnum þá í hálfan mánuð og eigum frí í viku þess á milli.“ . Okostir? „Þeir eru ekki margir. Það er kannski helst langur vinnudagur á sumrin. Við byrjum þá átta á morgnana og erum fram til 11 á kvöldin en þetta er eins og með öll störf held ég, stundum er leiðinlegt, stundum skemmti- legt.“ Einhver eftirminnileg atvik? „Það er ýmilegt sem kemur upp í hugann. Við björguðum til að mynda eitt sinn grásleppubáti hérna við Hrauneyjakletta. Það hafði komið gat á bátinn og við hirtum hann upp og komum honum að Brjánslæk. Svo höfum við lent í alls konar æfingum við að fara með tæki og dót í eyjarn- ar þegar er stórstreymt en þá er traktorsgröfum og þvílíku keyrt beint út að aftan. Við höfum einnig tekið þátt í leit með björg- unarsveitir innanborðs og lið- sinnum að sjálfsögðu við leit og björgun á Breiðafirði." Hvað vildir þú helst sjá breytast hér á Vesturlandi? „Ætli það séu ekki helst sam- göngumálin. Það er mjög gott að búa í Hólminum og verður enn- þá betra eftir að hitaveitan kem- ur en ég vildi fá betri samgöngur á nesið. Vegur yfir Vatnaheiði er ágætis kostur en einnig mætti at- huga að byggja upp veginn héma norðanmegin, brúa Álftafjörð og laga veginn suður yfir Heydal. Veðurhæðin er trúlega töluvert minni þar en á Kerlingarskarði." K.K. Sigurbjöm og Þórður vorujafnir í 250 m. skeiði ogþurftijón mótsstjóri að varpa hlut- kesti um hvor hlyti 1. verðlaun. Mynd K.K. íslandsbankamót Hestamannafélagsins Dreyra Sterkustu hestar landsins íslandsbankamót Hestamanna- félagsins Dreyra fór ffam um síðustu helgi og var þátttaka góð að venju. Fjölmargir hestamenn á öllum aldri hvaðanæva af landinu reyndu með sér á gæðingum sínum og var almenn ánægja með skipulag og fyrirkomulag mótsins. Margir af sterkustu hestum landsins um þess- ar mundir voru mættir til leiks og árangurinn ágætur í flestum grein- um. Vallarmet vora sett á Bárðar- nesbrautinni en þetta er í þriðja sinn sem keppt er þar. Sigurbjöm Bárðarson úr Fák, ný- bakaður heimsmethafi í 250 m skeið varð stigahæsti knapi mótsins í opnum flokki með 407,65 stig en hann lætur sig aldrei vanta á þetta mót. Dómarar voru Steindór Guð- mundsson, Gylfi Geirsson, Sigurð- ur Jökulsson, Helga Ágústsdóttir og Sigrún Olafsdóttir. Um móts- stjórn sájón Sigurðsson. Sigurvegarar í íslenskri tví- keppni: Bamaflokkur: Sandra Líf Þórðardóttir úr Sörla á Díönu frá Enni með 100,70 stig Unglingaflokkur: Sylvía Sigurbjörnsdóttir úr Fák á Djákna frá Litla Dunhaga með 126,7 stig Ungmennaflokkur: Daníel Ingi Smárason úr Sörla á Seið frá Sigmundarstöðum með 126,31 stig Opinn flokkur Sigurbjörn Bárðarson úr Fák á Oddi frá Blönduósi með 140,85 stig Skeið tvíkeppni: Ungmennaflokkur: Unnur Olga Ingvarsdóttir úr Sörla á Gosa ffá Ási með 56,10 stig Opinn flokkur: Þórður Þorgeirsson úr Geysi á Kjark frá Ásmúla með 168,80 stig Stigahæstu knapar mótsins: Bamaflokkur: Sandra Líf Þórðardóttir úr Sörla á Díönu ffá Enni með 100,70 stig Unglingaflokkur: Sylvía Sigurbjörnsdóttir úr Fák 176,52 stig Ungmennaflokkur: Daníel Ingi Smárason úr Sörla 204,51 stig Opinn flokkur: Sigurbjörn Bárðarson úr Fák með 407,65 stig Tölt Opinn flokkur Sigurbjörn Bárðarson á Húna frá Torfunesi 7,88 55,13 Fjórgangur Bamaflokkur Camilla Petra Sigurðardóttir á Fróða frá Miðsitju 6,16 46,50 Fjórgangur Unglingaflokkur Kafen Líndal Marteisdóttir á Mánna frá V-Leirárgörðum 7,47 56,42 Fjórgangur Ungmennaflokkur Daníel Ingi Smárason á Seið frá Sigmundarst. 6,82 51,49 Fjórgangur Opinn flokkur Guðmundur Einarsson á Otta ffá Miðhjáleigu 7,52 56,78 B-úrslit Þórður Þorgeirsson á Fönix frá Tjarnarlandi 7,09 53,50 Tölt Bamaflokkur Unnur Gréta Ásgeirsdóttir á Dögg frá Þúfu 5,68 68,20 Tölt Unglingaflokkur Karen Líndal Marteisdóttir á Manna frá V-Leirárgörðum 6,89 82,70 Tölt Ungmennaflokkur Daníel Ingi Smárason á Seið frá Sigmundarst. 7,17 86,00 Tölt Opinn flokkur Sigurbjörn Bárðarson á Oddi frá Blönduósi 7,85 94,20 B-úrslit Páll Bragi Hólmarsson á Brúnhildi frá Minni Borg 7,08 85,00 Fimmgangur Unglingaflokkur Sylvia Sigurbjörnsdóttir á Lykli frá Engimýri 6,40 57,60 Fimmgangur Ungmennaflokkur Hinrik Sigurðsson á Hrafnhildi ffá Glæsibæ 6,11 55,03 Fimmgangur Opinn flokkur Vignir Jónasson á Klakk frá Bú- landi 7,78 70,03 Úrslit Benedikt E. Líndal á Létti frá Stóra Ási 6,60 59,40 Gæðingaskeið Ungmennaflokkur Berglind Rósa Guðmundsdóttir á Ótta ffá Svignaskarði 94,30 47,00 47,30 Opinn flokkur Þórður Þorgeirsson á Kjarki frá Ás- múla 107,30 53,50 53,80 150 m og 250 m skeið 150 m skeið Sigurbjörn Bárðarson á Snarfara ffá Kjalarlandi 250 m. skeið Sigurbjörn Bárðarson á Ósk ffá Litla Dal 22,1 Þórður Þorgeirsson á Hnossi ffá Ytra Dalsgerði 22,1 K.K Ritari óskast! SSV og Atvinnuráðgjöf Vesturlands óska eftir að ráða ritara til starfa sem fyrst á skrifstofu í Borgarnesi. Verkefni felast í símsvörun, ritvinnslu og almennum skrifstofustörfum. Umsóknir sendist til: Samtaka sveitarfélaga í Vesturlandskjördæmi, pósthólf 32, 310 Borgames fyrir 30. ágúst. SSV og Atvinnuráðgjöf Sími 4371318 Akraneskaupstaður Bæjarstjórn Akraness Bæjarstjórnarfundur verður í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18, þriðjudaginn 24. ágúst 1999 kl. 17:00. Útvarpað verður fré fundinum á FM 95,0. Bæjarmálafundir stjórnmálaflokkanna verða sem hér segir: Akraneslistinn í Barbró, laugardaginn 21.ágúst kl. 10:30. Framsóknarflokkurinn í " Framsóknarhúsinu, laugardaginn 21. ágúst kl. 09:30. Sjálfstæðisflokkurinn í Sjálfstæðissalnum, Stillholti 16-18, mánudaginn 23. ágúst kl. 20:30. Fundirnir eru öllum opnir. ____________IL Bæjarritari. BORGARBYGGÐ Borgarbyggð Grunnskóli Borgarness 1. Skráning nemenda. Það em vinsamleg tilmæli til þeirra sem ekki ennþá hafa tilkynnt um flutning nemenda í eða úr skólahverfinu að þeir geri það hið allra fyrsta. 2. Skólaskjól. Þeir forráðamenn nemenda í Borgamesi sem þurfa dagvist fyrir böm sín í skólaskjóli em beðnir um að sækja um fyrir þá á skrifstofu skólans en þar er að fá allar nánari upplýsingar. Heimilt er að sækja um fyrir nemendur í 1.-4. bekk. ■ Skrifstofa skólans er opin allar virka daga frá kl. 8-16 og er sími skólans 437 1229. Skólastjóri.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.