Skessuhorn


Skessuhorn - 19.08.1999, Síða 14

Skessuhorn - 19.08.1999, Síða 14
i 14 ' ’ fUÍMfuÉ>AtlUR'Í9: 'ÁGUff 1999 ^•kC.99UtíÚ«L Hið brdðefnilega lið Gnmdfirðinga sem varð í öðru sœti á Islandsmóti sjö manna liða í 4. flokki. Grundfirðingar góðir í fótbolta Úrslit í íslandsmóti sjö manna liða í 4. flokki haldið í Grandarfirði Á Grundarfirði er að vaxa upp kynslóð öflugra knattspymumanna eins og árangur þeirra í sumar ber með sér. Strákamir í 4 flokki urðu í 2. sæti á Islandsmóti sjömannaliða en úrslit þess fóm fram í Grundar- firði um síðustu helgi. Mun það vera í fyrsta skipti sem úrslitakeppni Islandsmóts fer fram í bænum. Ungmennafélag Grundar- fjarðar sendi einnig lið í Islandsmót 3. flokks kvenna en þetta er í fyrsta sinn í fimmtán ár sem UMFG sendir lið á mót á vegum KSI. Ár- angur beggja þessara liða var mjög góður og komust þau bæði í úrslit eftir riðlakeppni. Lið 4. flokks sigr- aði alla leikina í sínum riðli með yf- irburðum og vann sér þanrúg þátt- tökurétt í úrslitakeppninni sem ffam fór í Grundarfirði um síðustu helgi. Keppninn í Grundarfirði var jöfn og spennandi og þótti mótið takast hið besta í alla staði. Til úrslita léku Grundfirðingar og Bolungarvík og hömpuðu hinir síðarnenfndu bik- arnum í lokin. I þriðja sæti varð síð- an Sindri frá Hornafirði. Þjálfari UMFG er Arnar Guð- laugsson en hann fór með stúlkna- liðið í úrslitakeppnina á Eskifirði um síðustu helgi en mótsstjórnin í Grundarfirði var á herðum Haf- steins Garðarssonar formanns knattspyrnudeildar UMFG. Að Sigurvegararnir.; lið Bolungarvtkur. Þrumað á markið í leik UMFG og Leifturs sem endaði 16 - Ofyrir Grundfirðingum! Myndir: Guðlaugur Albertsson sögn mótshaldara hjálpuðust for- eldrar og aðrir áhugamenn að við að gera mótið sem best úr garði og fyrirtæki og sveitarstjórn styrktu mótshaldið. Skessuhorn óskar strákunum í Grundarfirði til hamingju með glæsilegan árangur. GA/GE Pepsímót ó.flokks Allir skemmtu sér konunglega ÍA-Fram 1-0 Jóhannes Harðar bjargaði deginum Skagamenn sigruðu Fram með einu marki gegn engu í heldur dauflegum leik á sunnudag. Jóhannes Harðarson skoraði mark IA beint úr aukaspyrnu á 79. mínútu og verður markið að teljast með þeim glæsilegri sem sést hafa á vellinum í sumar. Eftir undanúr- slitaleikinn við IBV þar sem liðið fór á kostum virðist hafa orðið heldur betur spennufall og næsta erfitt að trúa því að um sama lið væri að ræða. Fyrri hálfleikurinn var nokkuð jafh og skiptust liðin á að sækja. Bestu færi Skagamanna voru tvær aukaspyrnur sem Stefán Þór Þórð- arson tók, og þá sérstaklega hin síð- ari þar sem Friðrik Þorsteinsson markmaður Fram náði ekki að halda boltanum eftir fast skot og bjargað var á línu. Framarar fengu líka sín færi og átti Ágúst Gylfason skot í stöng á 35. mínútu. Skagamenn sóttu meira í seinni hálfleik en sama deyfðin var engu að síður yfir leik þeirra. Það sem bjargaði deginum var glæsimark Jó- hannesar og ágæt markvarsla Olafs Þórs Gunnarssonar sem stóð sig með stakri prýði í marki Skaga- manna og átti kannski ekki minni þátt í sigrinum en Jóhannes. Þrír Skagamenn fengu áminn- ingu í leiknum, þeir Kenneth Mati- jane og Kristján Jóhannsson, og rétt fyrir leikslok fékk Stefán Þór gult spjald fyrir meintan leikara- skap í vítateig andstæðinganna. K.K. 380 strákar öttu kappi á sparkvöllum á Akranesi um helg- ina á árlegu Pepsímóti 6. flokks. Mótið var sett fyrir hádegi á fostudag á aðalleikvanginum og síðan upphófst mikill knatt- spymuveisla sem stóð í þrjá daga. Urslitaleikimir fóm firam á aðalleikvanginum og mætti fjöldi áhorfenda til að hvetja sína menn. Að sögn Gunnars Viðarssonar, mótstjóra, voru aðstandendur mótsins hæstánægðir með hvernig til tókst. „Allt gekk að óskum og þar er náttúrlega lykilatriði veðrið en við fengum ágætt veður alla mótsdagana,“ sagði Gunnar. Hann segir almenna ánægju hafa verið meðal fararstjóra með skipulagn- inguna og allir hafi skemmt sér konunglega. „Ef að veðrið er í lagi þá er allt í lagi. Það er fótboltinn sjálfur sem er auðvitað aðalatriðið og það spillti ekki fyrir að strákarn- ir í flokki A-liða sigruðu glæslilega, bæði í hraðmótinu og aðalkeppn- inni,“ sagði Gunnar. Pepsímótið fer stækkandi með hverju árinu og seg- ir Gunnar að stefnt sé að því að gera það ennþá stærra. Urslit í hraðmóti A-lið: 1. ÍA 2. Fjölnir 3. Stjarnan B-lið: 1. Fjölnir 1 2. Fjölnir 2 3. KR C-Iið: 1. Stjarnan 2. Fjölnir 1 3. KR D-lið: 1. Stjarnan 2. Fjölnir 1 3. KR1 Urslit í aðalmóti A-Iið: 1. ÍA 2. ÍBV 3. Fjölnir B-lið: 1. Sindri 2. KR 3. Stjarnan C-lið: 1. Stjarnan 2. KR 3. ÍA1 D-lið: 1. Stjarnan 1 2. KR1 3. KR 2 KK A - lið IA var sigursælt á mótinu og sigraði bœði í hraðmótinu og aðalkeppninni. Strákamir frá Keflavík voru valdir prúðastir pilta á Pepsímótinu. Mynd: KK Landssímadeild kvenna ÍA - KR: 0-3 KR stelpurnar hafa sigrað í öll- um deildarleikjum sínum í sumar og héldu sínu striki á Skaganum á mánudag. Inga Dóra Magnús- dóttir skoraði fyrsta mark KR á fimmtu mínúm en skömmu síðar varði hinn stórefnilegi mark- vörður IA, Dúfa Dröfti Ásbjörns- dóttir vítaspyrnu frá Ásthildi Helgadóttur. Ásdís Þorgilsdóttir skorði síðan tvö mörk undir lok hálfleiksins. Skagstúlkurnar héldu jöfnu í seinni hálfleik og voru ekki fleiri mörk skoruð í leiknum. KK. I

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.