Skessuhorn


Skessuhorn - 25.11.1999, Side 1

Skessuhorn - 25.11.1999, Side 1
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI - 46. tbl. 2. árg. 25. nóvember 1999 Kr. 200 í lausasölu Of stuttir stigar Umsókn Akurs hf á Akranesi um að reisa 6 hæða fjíiliiýlishús fæst ekki samþykkt sökum þess að stig- ar sökkviliðsins á Akranesi ná ein- ungis upp á þriðju hæð. Til að reisa hærri hús en þriggja hæða þarf því að grípa til sérstakra ráð- stafana vegna brunavarna. I um- sögn byggingamefndar Akraness um umsókn Akurs segir ennfremur að fellistigar sem sýndir séu á teikningu frá íbúðum séu ekki full- nægjandi rýmingarleið samkvæmt úrskurði brunamálastofhunar rík- isins. Húsið sem hér um ræðir er rúmlega 3300 fermetrar á stærð og og fyrirhuguð staðsetning er við Jaðarsbraut með aðkeyrslu frá Faxabraut. K.K. Fagnaðarlátummi atlaði aldrei að linna þegar poppgoðið Páll Oskar Hjálmtýsson steig á svið á árlegum dansleik félagsmiðst 'óðvarinnar Oðals í Borgamesi sem amesi síðastliðinn fimmtudag. Þar voru saman komin ungmenni úr öllum Grunnskólum Vesturlands og skemmtu sér konunglega. framfór á Hótel Borg- Mynd: GE Fjölbrautaskóli á Snæfellsnes? Sveitarstjóm Stykkishólms óskar viðræðna um stofhun nýs skóla Nýlega samþykkti meirihluti bæjarstjórnar Stykkishólms tillögu þess efnis að kanna vilja sveitar- stjórnarmanna annars staðar á Snæ- fellsnesi fýrir samstarfi um stofhun fjölbrautaskóla á Snæfellsnesi. I nýlegri úttekt á sókn ungs fólks til framhaldsmenntunar kemur fram að Snæfellingar á aldrinum 16-29 ára sækja í mun minna mæli ffamhaldsnám en jafhaldrar þeirra annars staðar á Vesturlandi sem og landinu í heild. Fjarlægð frá skól- um, náms- og dvalarkostnaður auk samgangna eru taldar skipta mestu máli í þessu samhengi. Einn af þeim bæjarfulltrúum sem samþykkti áðurnefhda tillögu var Guðrún A Gunnarsdóttir. I samtali við Skessuhorn sagði hún að þessi samþykkt ætti sér nokkurn aðdrag- anda: “Það er staðreynd að það er miklu dýrara fýrir okkur lands- byggðarfólkið að senda unga fólkið okkar í framhaldsskóla. Það kostar sitt að halda tvö heimili eins og margir þurfa að gera. Auk þess er margt af okkar unga fólki hreinlega ekki tilbúið að standa á eigin fótum með alla skapaða hluti þó auðvitað sé það einstaklingsbundið”, sagði Guðrún. En hafa stjórnvöld brugðist að- stæðum landsbyggðarfólksins? “Að vissu leyti má segja að menntakerf- ið komi ekki að fullu á móts við þarfir landsbyggðarfólks. Meðal annars má geta þess að ef unga fólk- ið héðan velur annað skólaform en fjölbrautaskóla, þá fær það ekki dreifbýlisstyrk. I sjálfu sér er verið með því að mismuna einstaklingum eftir búsetu”, sagði Guðrún. Hún vildi þó taka það fram að hún væri á engan hátt að setja út á störf Fjöl- brautaskólans á Akranesi. Þangað færi í dag stærstur hluti unga fólks- ins af Snæfellsnesi og í sjálfu sér væri ekkert út á skólann sem slíkan að setja en ferðir frá Akranesi til Snæfellsness væru hinsvegar erfið- ar. “Hins vegar er kostnaðurinn við skólavist fjarri heimabyggð það sem málið snýst um og gott aðgengi að menntun er lykillinn að framtíð unga fólksins okkar”, sagði Guðrún A. Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi í Stykkishólmi að lokum. -MM Eistna-© vöxtur og kynþroslá Nektar- odans Björgunar- 0 skóli á Gufuskálum veitingar Verð áður: 195 kr.stk. Sími 430-5555

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.