Skessuhorn - 25.11.1999, Síða 5
f'lMMTUDAGlJR 2 5. ÍJÖVÉÍVIBÉR 1999
5
Sjónarmib Flosa
Nektardans
Það stórmál sem hvað mestri ólgu hefur valdið
á hinu háa Alþingi íslendinga að undanförnu ertví-
mælalaust hin gífurlegu átök um það hvernig skil-
greina eigi nektardans við súlu.
Er nektardans við súlu listgrein eða bara venju-
legt brauðstrit eins og fiskverkun og skósmíði?
Nú eru fulltrúar þjóðarinnar á Alþingi að leggja
drög að því að sett verði á laggirnar nefnd til að
skera úr um það hvort berrössun yfirleitt geti talist
list.
Ég býst við því að það sé viðtekin skoðun þjóð-
arinnar að það sé frekar dónalegt að vera berrass-
aður á almannafæri nema því aðeins að það sé
gert í listrænum tilgangi.
Þeir sem afturámóti leyfa sér að efast um list-
rænt gildi nektardans ættu að minnast þess að fyr-
ir nokkrum árum var ekki um það deilt að listahátíð
hefði risið hæst með sýningum berrassaðs japana
sem framdi listræna tilburði á Lækjartorgi dag eftir
dag kviknakinn að öðru leyti en því að hann var
með fingurtraf á typpinu af því hann hafði -að sögn
- „stigið í hann“ þegar hann kom út úr flugvélinni.
Um svipað leyti ferðaðist Súsý nokkur umhverf-
is landið með bala og kyrkislöngu og baðaði sig
berrössuð í balanum á kvöldin með slönguna um
hálsinn til að svala listaþorsta íslensku þjóðarinnar.
Aldrei þurfti Súsý að borga skatta, einfaldlega
vegna þess að hún var listakona en ekki daglauna-
kelling.
Trúlegast þykir mér að Súsý hafi fengið að
sinna list sinni óáreitt vegna þess að hún var svört
en það er nú einu sinni staðreynd að þegar svört
kona er sýnd nakin er það yfirleitt talin mannfræði,
en nakin kona hvít er klám.
Ég held sem sagt að á íslandi hafi berrössun til
yndisauka aldrei verið álitin skattskyld púlvinna
hvað þá dónaskapur, heldur ein af hinum dýru list-
um sem byggja á langri og merkilegri hefð.
í mínum augum voru brautryðjendur þessarar
listgreinar tveir „typpakarlar" í vesturbænum í
Reykjavík hérna fyrr á árum þegar ég var ennþá
krakki.
Listamennirnir voru, nánar tiltekið, kallaðir
Búbbi snjótittlingur og Hafliði dóni.
Þessir tveir voru öðrum ólíkir að því leyti að þeir
gengu um í frakka einum klæða og þurftu í tíma og
ótíma að vera að sýna á sér ótilgreinda líkams-
parta, venjulegu fólki til sárra leiðinda en okkur
krökkunum til óblandinnar ánægju.
Athafnasvæði Hafliða var í gamla kirkjugarðin-
um en Búbbi sýndi sig í Hljómskálagarðinum.
Búbbi var stundum með sprell þegar hann var
að sýna sig en Hafliði var alltaf mjög alvarlegur.
Þess vegna þótti okkur krökkunum sýningarnar hjá
Hafliða alltaf miklu skemmtilegri heldur en hjá
Búbba.
Þegar fréttist af Hafliða í kirkjugarðinum þusti
öll krakkahersingin í vesturbænum þangað til að
horfa á „typpakarlinn" fletta frá sér.
Við vorum stundum tuttugu, þrjátíu fyrir framan
hann og klöppuðum fyrir honum. Já stundum var
hann meira að segja klappaður upp.
Þetta var sem sagt á þeim árum þegar allir
voru pollklárir á því að nektardans væri listgrein en
ekki dónaskapur og þaðan af síður iðngrein eða
skattskyld daglaunavinna.
Það er siðferðileg skylda Alþingis og yfirvalda
að hlú að hinni dýru list í landinu og þessvegna ber
að hefja fatafellur, og raunar alla þá sem kasta
klæðum í listrænum tilgangi, til vegs.
Sú listgrein sem um þessar mundir stendur
með hvað mestum blóma er nektardans sem er
einn angi af þjóðlegri listrænni sýnifíkn.
Það mun verða fyrsta verk nefndarinnar sem
sett verður á stofn af hinu háa Alþingi að staðfesta
það - að fatafellur, flassarar, striplingar, nektar-
dansmeyjar, Súsýar í bölum, berrassaðir Japanir
að ógleymdum brautryðjendunum Hafliða snjótitt-
lingi og Búbba dóna - já að allt þetta góða fólk séu
sannir listamenn og eigi þess vegna ekki að borga
skatt.
Mjög spehhahdi tiCöoð í gahgi.
Keramik eldavélar
Gamla vélin tekin uppí á 17 þúsund krónur.
28” stereo sjónvarpstæki
Verð frá 36.900,-
Öpið 11-12 oq 13-18 vir%a daga og 13-16 Cangardaga
Ath. breyttan opnunartíma frá 1. desember:
10-11,13-18 og 20-22 virka daga
13-18 laugardaga og
13-16 sunnudaga
VERSLUNIN
Alla laugardaga til jóla bjóðum við
viðkiptavinum okkar sem versla
fyrir 5.000,- kr eða meira kaffisopa á
kaffihúsinu Svörtu Loftum.
BLÓMSTURVELLIR
HELLISSANDI
S. 436 6655