Skessuhorn - 25.11.1999, Qupperneq 7
onfisaunu..-]
FIMMTUDAGUR 25. NOVEMBER 1999
7
Akranes
Hraða-
lækkandi
Alverið á Grundartanga verður stækkað um 50% fyrir lok nœsta árs.
S Tilboð opnuð í stækkun Norðuráls
Istak lang lægst
ístak átti lægsta boð í stækkun ál-
vers Norðuráls á Grundartanga en
tilboð voru opnuð í síðustu vilcu.
Tilboðin voru þrjú og hljóðaði
lægsta boð upp á 808 milljónir
króna. Næst kom Armannsfell - Is-
lenskir aðalverktakar með 954
milljónir og þriðja tilboðið var frá
Fossborg og Sveinbirni Sigurðs-
syni, 1.080 milljónir.
Að sögn Birgis Karlssonar hjá
Norðurál er áætlað að fara yfir til-
boðin á næstu tveimur vikum og
taka afstöðu til þeirra en líklegt
verður að teljast að samið verði við
Istak ekki síst í ljósi þess að fyrir-
tækið var aðalverktaki við byggingu
íyrri áfanga álversins.
Stækkunin felur í sér viðbygg-
ingu við báða kerskálana sem fyrir
eru. Þeir eru 400 metrar að lengd
og verða þeir lengdir um 200 metra
hvor og er stækkunin því um 50%.
Þá er einnig í útboðinu lítilsháttar
stækkun á aðalspennistöð álversins.
Verkinu á að vera lokið seinni
hluta næsta árs en gert er ráð fyrir
að stækkunin verði tekin í notkun
1. apríl árið 2001 en fyrr verður
ekki til næg orka fyrir álverið.
GE
aðgerðir
Eins og greint var frá í Skessu-
horni fyrir skemmstu hafa íbúar
við Suðurgötu á Akranesi haft
miklar áhyggjur af umferðarhraða
um götuna. Safnað var undirskrift-
um næstum allra íbúa frá Akratorgi
og upp að Skagabraut í fyrrahaust
þar sem skorað var á bæjaryfirvöld
að setja hraðahindranir á götuna. I
haust ítrekuðu íbúarnir kröfu sína
og nú er aðgerða að vænta því
bygginganefnd, sem fer með hlut-
verk umferðarnefndar, telur að
koma þurfi til hraðalækkandi að-
gerða við Suðurgötu. Byggir
nefndin það álit sitt á skýrslu um-
ferðaröryggisnefndar. K.K.
Gegn fíkniefitiaplágunni
Á miðvikudag í síðustu viku
komu í heimsókn til Akraness
tveir menn frá Hazelton í
Pennsilvaniu þar sem almenn-
ingur hefur tekið saman höndum
til að stemma stigu við fíkniefna-
plágunni. Mennirnir tveir sem
heita Paul Brenner og Edward
Pane eru áhugamenn um for-
varnir gegn fíkniefnum og rekur
Pane m.a. meðferðarheimili.
Þeir sátu fund með nokkrum
starfsmönnum Akranesbæjar og
kynntu þeim forvarnarmál og
ýmsar aðferðir þeirra í Hazelton
til að vinna gegn fíkniefnaplág-
unni. Telja þeir að Hazeltonbúar
hafi náð nokkuð góðum árangri í
þessum málum en þar hefur höf-
uðáherslan verið lögð á fræðslu
til íúllorðinna og fá þá til sam-
vinnu með lögregluyfirvöldum
og öðrum aðilum sem koma að
fíkniefnamálum. K.K.
&dl.
iöyy.. <yy
<wt 6J - ^><viy<vute4i
Smu 437 J 700 - fax 437 JOJ7
NÝTT Á SÖLUSKRÁ
Hrafnaklettur 6, Borgarnesi
3ja herbergja íbúð á 3ju hæð til vinstri. Stofa meS nýju
parketi á gólfi. A holi og á gangi er dúkur. 2 svefnherbergi,
bæði dúklögð og með skápum. Eldhús m/viðarinnréttingu,
gólf dúklagt og dúkur á vegg við innréttingu. Baöherbergi
m/dúklögSu gólfi og flísum á vegg við kerlaug, Ijós nýleg
innrétting. Tengi fyrir þvottavél.Sér geymsla fylgir íbúð í
kjallara hússins ásamt samjiggjandi geymslum. íbúðin er
tíl afhendingar fljótlega. Ahvíl. ca. kr. 3,5 millj.
Verð: kr. 6,0 millj.
Hrafnaklettur 8, Borgarnesi
2ja herbergja íbúð á jarðhæð fyrir miðju. Stofa og
svefnherbergi enj dúklögð, skápur í herbergi. Eldhús dúklagt,
hvítviðarinnrétting. Baðherbergi m/dúklögðu gólfi, veggir
málaðir, kerlaug og sturta, tengi f. þvottavél. Flísar á
forstofugólfi, skápur. Sér geymsla og sameiginleg vagna-
og hjólageymsla. Ahvíl. ca. 2,8 millj. Ibúðin er til afhendingar
fyrir jól.
Vferð: kr. 4,6 millj.
I
Oll besta
tónlistin
ISLENSKT:
Pottþétt 18
Pálmi Gunnars/Séð og
heyrt
Islandslög IV
Páll Oskar/Deep inside
Vilhjálmur/Dans gleðinnar
Pottþétt popp
Mínus • Jagúar • Ensími
Emiliana Torrini • Quarashi
Be<
ERLENT:
-----lica/S&M
Vlidnite Vultures
Club 7/S Club
Alanis
Morrisette/Unplugged
• Corrs/Unplugged
Korn/lssues (Takmarkað magn)
fæst hjá
okkur!
I skemman
Stillholti 18 - Sími 431 2840
jAlagi
• Bækur
• Geisladiskar, geisladiskatöskur og
geisladiskastandar
• Leikföng í úrvali
• Spil í tugatali, Pictionary loksins komið aftur!
• Tölvuleikir, m.a.
frá Lego og
Disney
• Úrval myndbanda
Jólakort,
jólapappír
jólaseríur og
jólaskraut
. i
ooe^9t Z ^
: !
Bóka /I skemman
Stillholti 18 - Sfmi 431 2840