Skessuhorn - 25.11.1999, Page 10
10
FIMMTUDAGUR 25. NOVEMBER 1999
^itcssunu...
Leikkópurinn seni stendur á bak við sýninguna Að eilífu.
Að eilífu í Hólminum
gamanleikur um lífið fyrir og eftir giftingu
Leikfélagið Grímnir frumsýndi í
síðustu viku leikritíð Að eilífu eftir
Arna Ibsen. Uppselt var á frumsýn-
ingu og komust færri að en vildu.
Sýningin hefur fengið mjög góða
dóma áhorfenda enda er verkið létt
og skemmtilegt og mikið í lagt til
að gera hana sem best úr garði.
Að sögn Jóhönnu Guðbrands-
dóttur sýningarstjóra hófust æfing-
ar verksins um miðjan september í
kjölfar leiklistarnámskeiðs á vegum
leikfélagsins. Leiðbeinandi á nám-
skeiðinu var Ingibjörg Bjömsdóttir
en hún leikstýrir einnig Að eilífú.
Leikritíð er gamanleikur sem á
að gerast í nútímanum og fjallar um
brúðkaup þeirra Jóns Péturs og
Guðrúnar Birnu, aðdraganda þess
og þær uppákomur sem því
tengjast.
18 leikarar skila tuttugu hlut-
verkum í sýningunni en alls koma
um 40 einstaklingar að henni á einn
eða annan hátt.
Að sögn Jóhönnu er mikið af
ungum leikumm að stíga sín fyrstu
spor á sviði fýrir Grímni í þessari
sýningu og ferst það vel úr hendi.
Þess má geta að bæði höfundur
og leikstjóri verksins eiga rætur í
Hólminum og næsta nágrenni.
Höfundurinn Arni Ibsen er fæddur
í Stykkishólmi en alinn upp á Akra-
nesi. Hann hefur á síðustu árum
skipað sér í hóp fremstu leikskálda
þjóðarinnar og einnig hefur hann
verið afkastamikið ljóðskáld. Meðal
annarra leikrita Arna em Fiskar á
þurru landi, Elín Helena og
Himnaríki.
Leikstjórinn Ingibjörg Björns-
dóttir er ættuð úr Helgafellssveit-
inni og bjó í Flatey á Breiðafirði í
nokkur ár. Hún er nú flutt í Stykk-
ishólm og er þetta hennar þriðja
uppfærsla íyrir Grímni.
Að eilífu verður ekki sýnt að ei-
lífu heldur verða sýningar aðeins
sjö og þær síðustu eru í kvöld
(fimmtudagskvöld) og föstudags-
kvöld en þá verður miðnætursýning
og geta áhorfendur keypt í einum
pakka jólahlaðborð á Hótel Stykk-
ishólmi og leiksýningu á efrir.
GE
Nýr ljósa-
búnaður
Að sögn Jóhönnu Guðbrands-
dóttur hjá leikfélaginu Grímni
hefur félagið búið við afar bág-
borinn tækjabúnað en nú hefur
orðið breyting þar á. I haust festi
félagið kaup á ljósabúnaði fyrir
um 1,5 milljónir króna sem kem-
ur til með að stórbæta aðstöð-
una. GE
Laugardagur
Laugardagur
Laugardagur
Þorláksmessa
Aðfangadagur
Gamlársdagur
4. des. 10-15
11. des. 10-18
18. des. 10-20
9-23
9-12
9-12
Lyfjafræðingur verður með bakvakt
yfir alla jólahátíðina í síma 437 1180
BORGARNES C J APÓTEK
Leiðándi í tiíjU. hflpíOeuti á Veftud&nöi I
Borgarbraut 21 - Borgarnesi - Sími 437 1168- Bakvakt - 437 1180- www.simnet.is/apotek
Síðastliðinn fóstudag fór fram mikil ogglæsileg danssýning í félagsheimilinu KLifi í
Olafsvík. Þar sýndu listir sínar nemendur Sigríðar Sigurðardóttur damkennara í Olafs-
vík sem undanfamar fimm vikur hefur haldið dansnámskeið fyrir böm og unglinga í
Snæfellsbæ.
Hri [ijitíi
Sept 1999
yjájjjj jii' ^
AntiViral Toolkit Pro
▼
100% árangur - hefurðu efni á öðru en því besta?
... og auðvitað á ísiensku
Söluaðilar á Vesturlandi
Skessuhorn (fyrirtækjaþiónusta), s. 430 2200
Tölvuþjónustan á Akranesi, s. 430 7000
ISAFIRÐI - WWW.SNERPA.IS